Lífið

Airbnb býður gistingu í risavöxnu húsi úr Lego-kubbum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tölvuteiknuð mynd af húsinu.
Tölvuteiknuð mynd af húsinu. Mynd/Lego
Ferðaþjónustufyrirtækið Airbnb, í samvinnu við Lego, mun bjóða heppnum þáttakendum tækifæri á að gista í hinu risavaxna Lego-húsi, 12 þúsund fermetra húsi, byggt að mikluleyti úr Lego-kubbum.

Með því að skrá sig til leiks á vefsíðu Airbnb er hægt að vinna eina nótt í húsinu, sem er afar veglegt. Þeir sem detta í lukkupottinn fá húsið til afnota í einn dag.

Húsið er alls byggt úr 25 milljónum Lego-kubba og var nýverið opnað í Billund í Danmörku.

Til þess að skrá sig til leiks þarf aðeins að lýsa því hvað viðkomandi myndi byggja, hefði hann ótakmarkað magn af Lego-kubbum. Sigurvegarinn fær að taka þrjá gesti með sér og ljóst er að til mikils er að vinna.

Myndir af húsinu glæsilega má sjá hér fyrir neðan.

Mynd/Lego
Mynd/Lego
Mynd/Lego
Mynd/Lego
Mynd/Lego
Mynd/Lego
Mynd/Lego
Mynd/Lego
Mynd/Lego
Mynd/Lego





Fleiri fréttir

Sjá meira


×