Enski opnar sig um dvölina inni á geðdeild: „Ég klessti bara á vegg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. nóvember 2017 10:45 Viðar er risastór á Snapchat hér á landi. vísir/vilhelm Viðar Skjóldal, betur þekktur sem Enski boltinn á Snapchat, vakti mikla athygli í lok síðustu viku þegar hann tilkynnti fylgjendum sínum á Snapchat að hann þyrfti aðeins að hvíla sig. Viðar er skrautlegur á samfélagsmiðlinum og hefur mikið verið að skemmta sér undanfarna mánuði. Þjóðin hefur fengið að fylgjast með honum ræða um enska boltann, en jafnt og þétt færðist það í aukanna að djammið og djúsið fékk meira pláss á Snapchat-reikninginum enskiboltinn. „Ég verð að viðurkenna það að ég endaði á ákveðnum botni þarna á sunnudaginn,“ segir Viðar í samtali við þá Brennslubræður á FM957 í morgun. „Það er búið að vera gríðarlegt álag á mér síðustu þrjá mánuðina, mikið að gera og maður er búinn að vera í hinu og þessu. Ég er ofvirkur með athyglisbrest og lenti í þessu fyrir nokkrum mánuðum líka í Noregi. Maður klessir bara á vegg. Ég hef bæði verið að drekka of mikið og einnig var þetta mikil andleg þreyta,“ segir Viðar sem lagðist inn á sjúkrahús á sunnudaginn. „Ég fékk að hvíla mig þar í sólarhring og var síðan sagt að hvíla mig vel næstu daga og gera nákvæmlega ekki neitt. Það hef ég gert síðustu daga.“Viðar er mikill Liverpool maður.Viðar fór út að skemmta sér á laugardagskvöldið og náði botninum á sunnudagsmorgni. „Þegar maður lendir í svona ástandi, þá fer maður upp á deild sem heitir 33A og er í raun bara geðdeild. Það er ekkert grín að komast þangað inn. Það voru í raun tveir félagar mínir sem skutluðu mér þangað og ég bað þá um það,“ segir Enski sem hafði miklar áhyggjur af heilsunni. „Ég fann það að ég var gjörsamlega sigraður og varð að láta tékka aðeins á mér. Læknarnir sögðu að ég væri bara allt of þreyttur og væri búinn að drekka allt of mikið.“ Viðar segir að það hafi í raun ekkert alvarlegt verið að honum. „Það vantaði bara fullt af vítamínum í karlinn og þeir græjuðu það,“ segir Viðar sem hefur nýtt síðustu daga í það að horfa á sjónvarpið og alla umfjöllun um kosningarnar sem hann komst í en Viðar kaus Flokk fólksins. „Það er fullt af fólki að díla við það sama og ég, að vera alkóhólisti og ég skammast mín ekkert fyrir það. Þetta er bara verkefni sem ég þarf að takast á við og laga. Ég hugsa að ég nái því.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Sjá meira
Viðar Skjóldal, betur þekktur sem Enski boltinn á Snapchat, vakti mikla athygli í lok síðustu viku þegar hann tilkynnti fylgjendum sínum á Snapchat að hann þyrfti aðeins að hvíla sig. Viðar er skrautlegur á samfélagsmiðlinum og hefur mikið verið að skemmta sér undanfarna mánuði. Þjóðin hefur fengið að fylgjast með honum ræða um enska boltann, en jafnt og þétt færðist það í aukanna að djammið og djúsið fékk meira pláss á Snapchat-reikninginum enskiboltinn. „Ég verð að viðurkenna það að ég endaði á ákveðnum botni þarna á sunnudaginn,“ segir Viðar í samtali við þá Brennslubræður á FM957 í morgun. „Það er búið að vera gríðarlegt álag á mér síðustu þrjá mánuðina, mikið að gera og maður er búinn að vera í hinu og þessu. Ég er ofvirkur með athyglisbrest og lenti í þessu fyrir nokkrum mánuðum líka í Noregi. Maður klessir bara á vegg. Ég hef bæði verið að drekka of mikið og einnig var þetta mikil andleg þreyta,“ segir Viðar sem lagðist inn á sjúkrahús á sunnudaginn. „Ég fékk að hvíla mig þar í sólarhring og var síðan sagt að hvíla mig vel næstu daga og gera nákvæmlega ekki neitt. Það hef ég gert síðustu daga.“Viðar er mikill Liverpool maður.Viðar fór út að skemmta sér á laugardagskvöldið og náði botninum á sunnudagsmorgni. „Þegar maður lendir í svona ástandi, þá fer maður upp á deild sem heitir 33A og er í raun bara geðdeild. Það er ekkert grín að komast þangað inn. Það voru í raun tveir félagar mínir sem skutluðu mér þangað og ég bað þá um það,“ segir Enski sem hafði miklar áhyggjur af heilsunni. „Ég fann það að ég var gjörsamlega sigraður og varð að láta tékka aðeins á mér. Læknarnir sögðu að ég væri bara allt of þreyttur og væri búinn að drekka allt of mikið.“ Viðar segir að það hafi í raun ekkert alvarlegt verið að honum. „Það vantaði bara fullt af vítamínum í karlinn og þeir græjuðu það,“ segir Viðar sem hefur nýtt síðustu daga í það að horfa á sjónvarpið og alla umfjöllun um kosningarnar sem hann komst í en Viðar kaus Flokk fólksins. „Það er fullt af fólki að díla við það sama og ég, að vera alkóhólisti og ég skammast mín ekkert fyrir það. Þetta er bara verkefni sem ég þarf að takast á við og laga. Ég hugsa að ég nái því.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Sjá meira