Enski opnar sig um dvölina inni á geðdeild: „Ég klessti bara á vegg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. nóvember 2017 10:45 Viðar er risastór á Snapchat hér á landi. vísir/vilhelm Viðar Skjóldal, betur þekktur sem Enski boltinn á Snapchat, vakti mikla athygli í lok síðustu viku þegar hann tilkynnti fylgjendum sínum á Snapchat að hann þyrfti aðeins að hvíla sig. Viðar er skrautlegur á samfélagsmiðlinum og hefur mikið verið að skemmta sér undanfarna mánuði. Þjóðin hefur fengið að fylgjast með honum ræða um enska boltann, en jafnt og þétt færðist það í aukanna að djammið og djúsið fékk meira pláss á Snapchat-reikninginum enskiboltinn. „Ég verð að viðurkenna það að ég endaði á ákveðnum botni þarna á sunnudaginn,“ segir Viðar í samtali við þá Brennslubræður á FM957 í morgun. „Það er búið að vera gríðarlegt álag á mér síðustu þrjá mánuðina, mikið að gera og maður er búinn að vera í hinu og þessu. Ég er ofvirkur með athyglisbrest og lenti í þessu fyrir nokkrum mánuðum líka í Noregi. Maður klessir bara á vegg. Ég hef bæði verið að drekka of mikið og einnig var þetta mikil andleg þreyta,“ segir Viðar sem lagðist inn á sjúkrahús á sunnudaginn. „Ég fékk að hvíla mig þar í sólarhring og var síðan sagt að hvíla mig vel næstu daga og gera nákvæmlega ekki neitt. Það hef ég gert síðustu daga.“Viðar er mikill Liverpool maður.Viðar fór út að skemmta sér á laugardagskvöldið og náði botninum á sunnudagsmorgni. „Þegar maður lendir í svona ástandi, þá fer maður upp á deild sem heitir 33A og er í raun bara geðdeild. Það er ekkert grín að komast þangað inn. Það voru í raun tveir félagar mínir sem skutluðu mér þangað og ég bað þá um það,“ segir Enski sem hafði miklar áhyggjur af heilsunni. „Ég fann það að ég var gjörsamlega sigraður og varð að láta tékka aðeins á mér. Læknarnir sögðu að ég væri bara allt of þreyttur og væri búinn að drekka allt of mikið.“ Viðar segir að það hafi í raun ekkert alvarlegt verið að honum. „Það vantaði bara fullt af vítamínum í karlinn og þeir græjuðu það,“ segir Viðar sem hefur nýtt síðustu daga í það að horfa á sjónvarpið og alla umfjöllun um kosningarnar sem hann komst í en Viðar kaus Flokk fólksins. „Það er fullt af fólki að díla við það sama og ég, að vera alkóhólisti og ég skammast mín ekkert fyrir það. Þetta er bara verkefni sem ég þarf að takast á við og laga. Ég hugsa að ég nái því.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Viðar Skjóldal, betur þekktur sem Enski boltinn á Snapchat, vakti mikla athygli í lok síðustu viku þegar hann tilkynnti fylgjendum sínum á Snapchat að hann þyrfti aðeins að hvíla sig. Viðar er skrautlegur á samfélagsmiðlinum og hefur mikið verið að skemmta sér undanfarna mánuði. Þjóðin hefur fengið að fylgjast með honum ræða um enska boltann, en jafnt og þétt færðist það í aukanna að djammið og djúsið fékk meira pláss á Snapchat-reikninginum enskiboltinn. „Ég verð að viðurkenna það að ég endaði á ákveðnum botni þarna á sunnudaginn,“ segir Viðar í samtali við þá Brennslubræður á FM957 í morgun. „Það er búið að vera gríðarlegt álag á mér síðustu þrjá mánuðina, mikið að gera og maður er búinn að vera í hinu og þessu. Ég er ofvirkur með athyglisbrest og lenti í þessu fyrir nokkrum mánuðum líka í Noregi. Maður klessir bara á vegg. Ég hef bæði verið að drekka of mikið og einnig var þetta mikil andleg þreyta,“ segir Viðar sem lagðist inn á sjúkrahús á sunnudaginn. „Ég fékk að hvíla mig þar í sólarhring og var síðan sagt að hvíla mig vel næstu daga og gera nákvæmlega ekki neitt. Það hef ég gert síðustu daga.“Viðar er mikill Liverpool maður.Viðar fór út að skemmta sér á laugardagskvöldið og náði botninum á sunnudagsmorgni. „Þegar maður lendir í svona ástandi, þá fer maður upp á deild sem heitir 33A og er í raun bara geðdeild. Það er ekkert grín að komast þangað inn. Það voru í raun tveir félagar mínir sem skutluðu mér þangað og ég bað þá um það,“ segir Enski sem hafði miklar áhyggjur af heilsunni. „Ég fann það að ég var gjörsamlega sigraður og varð að láta tékka aðeins á mér. Læknarnir sögðu að ég væri bara allt of þreyttur og væri búinn að drekka allt of mikið.“ Viðar segir að það hafi í raun ekkert alvarlegt verið að honum. „Það vantaði bara fullt af vítamínum í karlinn og þeir græjuðu það,“ segir Viðar sem hefur nýtt síðustu daga í það að horfa á sjónvarpið og alla umfjöllun um kosningarnar sem hann komst í en Viðar kaus Flokk fólksins. „Það er fullt af fólki að díla við það sama og ég, að vera alkóhólisti og ég skammast mín ekkert fyrir það. Þetta er bara verkefni sem ég þarf að takast á við og laga. Ég hugsa að ég nái því.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira