Góði úlfurinn á Airwaves Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 4. nóvember 2017 15:00 Úlfur Emilio, "Góði úlfurinn“, fyrir framan heimili sitt í Norðurmýrinni. Visir/Vilhelm Góði Úlfurinn hefur slegið rækilega í gegn með lagi sínu Græða peninginn. Góði Úlfurinn er listamannsnafn, en hann heitir í raun Úlfur Emilio. Úlfur er nýorðinn tíu ára gamall og er nemandi í fimmta bekk í Austurbæjarskóla. Það hefur verið nóg að gera hjá honum síðustu daga og hann tekur þátt í ýmsum uppákomum sem tengjast Iceland Airwaves. Hann kemur til dæmis fram á atburði Airwaves fyrir unga fólkið og foreldra þess sem verður haldinn í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, frá kl. 13-15. Daginn sem blaðamaður hittir hann á heimili hans í Norðurmýri er starfsdagur í skólanum, hann hefur nóg að gera og það stendur til að spila á tvennum tónleikum þennan sama dag. Síminn stoppar ekki að sögn móður hans, Tinnu Þórudóttur Þorvaldar, sem þarf að takmarka vinnusemi sonarins til að gæta að skólagöngu og heimanámi. Úlfur segist alls ekki geta svarað því hvers vegna honum gangi svona vel. Það sé ógjörningur að vita af hverju fólki finnst það sem því finnst. „Nei, ég get sko ekki svarað þessu,“ segir hann og hnyklar brúnir. Hann segist ekki setjast niður til að semja texta við lögin sín. „Þetta er bara það sem ég geri í alvörunni. Þetta er bara svona minn dagur. Ég syng bara um það,“ segir hann. Hann er byrjaður á nýju lagi og er til í að segja blaðamanni hvað það heitir: „Hvenær kemur frí?“ segir hann að lagið heiti. „Það er sko bara þannig,“ segir hann og móðir hans segir hann spyrja ansi oft hvenær sé frí næst! Vinum hans finnst að sjálfsögðu árangurinn ansi góður. „Þeim finnst þetta flott hjá mér. Flott að ég sé að gera þetta, þeir styðja mig.“ Hann á sér margar fyrirmyndir í íslensku rappsenunni og nefnir Emmsjé Gauta, Herra hnetusmjör og Jóa Pé og Joey Christ. Góði úlfurinn er rappnafn með rentu því hann segist alls ekki koma fram til að vera frægur eða fá athygli. „Ég vil bara hafa skemmtilegt. Ég vildi finna mér eitthvað að gera og þetta er það sem mér finnst langskemmtilegast að gera.“ Að sjálfsögðu fær Úlfur borgað fyrir að koma fram. Hvað skyldi hann ætla að gera við peningana? „Ég ætla að setja þá alla inn á bankabók. Svo þegar ég er orðinn fullorðinn kaupi ég mér bíl, hús, húsgögn og föt.“ Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fleiri fréttir Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Sjá meira
Góði Úlfurinn hefur slegið rækilega í gegn með lagi sínu Græða peninginn. Góði Úlfurinn er listamannsnafn, en hann heitir í raun Úlfur Emilio. Úlfur er nýorðinn tíu ára gamall og er nemandi í fimmta bekk í Austurbæjarskóla. Það hefur verið nóg að gera hjá honum síðustu daga og hann tekur þátt í ýmsum uppákomum sem tengjast Iceland Airwaves. Hann kemur til dæmis fram á atburði Airwaves fyrir unga fólkið og foreldra þess sem verður haldinn í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, frá kl. 13-15. Daginn sem blaðamaður hittir hann á heimili hans í Norðurmýri er starfsdagur í skólanum, hann hefur nóg að gera og það stendur til að spila á tvennum tónleikum þennan sama dag. Síminn stoppar ekki að sögn móður hans, Tinnu Þórudóttur Þorvaldar, sem þarf að takmarka vinnusemi sonarins til að gæta að skólagöngu og heimanámi. Úlfur segist alls ekki geta svarað því hvers vegna honum gangi svona vel. Það sé ógjörningur að vita af hverju fólki finnst það sem því finnst. „Nei, ég get sko ekki svarað þessu,“ segir hann og hnyklar brúnir. Hann segist ekki setjast niður til að semja texta við lögin sín. „Þetta er bara það sem ég geri í alvörunni. Þetta er bara svona minn dagur. Ég syng bara um það,“ segir hann. Hann er byrjaður á nýju lagi og er til í að segja blaðamanni hvað það heitir: „Hvenær kemur frí?“ segir hann að lagið heiti. „Það er sko bara þannig,“ segir hann og móðir hans segir hann spyrja ansi oft hvenær sé frí næst! Vinum hans finnst að sjálfsögðu árangurinn ansi góður. „Þeim finnst þetta flott hjá mér. Flott að ég sé að gera þetta, þeir styðja mig.“ Hann á sér margar fyrirmyndir í íslensku rappsenunni og nefnir Emmsjé Gauta, Herra hnetusmjör og Jóa Pé og Joey Christ. Góði úlfurinn er rappnafn með rentu því hann segist alls ekki koma fram til að vera frægur eða fá athygli. „Ég vil bara hafa skemmtilegt. Ég vildi finna mér eitthvað að gera og þetta er það sem mér finnst langskemmtilegast að gera.“ Að sjálfsögðu fær Úlfur borgað fyrir að koma fram. Hvað skyldi hann ætla að gera við peningana? „Ég ætla að setja þá alla inn á bankabók. Svo þegar ég er orðinn fullorðinn kaupi ég mér bíl, hús, húsgögn og föt.“
Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fleiri fréttir Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Sjá meira