Lífið

Brotnaði niður þegar hann sá kærustuna daðra við annan mann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ekkert sérstök lífsreynsla.
Ekkert sérstök lífsreynsla.
Sumir eru einfaldlega daðrarar og fer það oft á tíðum nokkuð í taugarnar á makanum.

Á YouTube-síðunni To Catch a Cheater má sjá nokkuð fróðlegt myndband þar sem notast er við tálbeitu.

Um er að ræða falda myndavél þar sem kærastinn fær að fylgjast með þegar ungur maður sest niður hjá kærustinni hans og fer að spjalla.

Spjallið leiðir út í það að tálbeitan biður konuna um símanúmerið sitt, eftir að hafa spurt hana hvort hún ætti kærasta.

Hlutirnir þróast á þann máta að kærastinn brotnar niður þegar hann sér hvernig samtalið er að þróast en hér að neðan má sjá útkomuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×