Lífið

Breytir enn eina ferðina um nafn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Love nýtur lífsins í Mexíkó um þessar mundir.
Love nýtur lífsins í Mexíkó um þessar mundir. vísir/twitter
Rapparinn Sean John Combs hefur í gegnum tíðina gengið undir nöfnunum Puff Daddy, Puffy, P. Diddy, Diddy.

Nú hefur þessi skrautlegi karakter ákveðið að breyta til og er byrjaður að kalla sig Love, eða Brother Love.

Combs varð 48 ára á laugardaginn og greindi hann frá nafnabreytingunni í myndbandi sem hann deildi á Twitter.

„Ég veit að þetta er mikil áhætta og sumum mun eflaust finnast þetta nokkuð væmið en ég hef ákveðið að breyta aftur um nafn,“ segir Combs í myndbandinu.

„Ég hef ákveðið að breyta nafninu mínu í Love, aka Brother Love. Ég mun ekki svara þegar fólk kallar mig Puffy, Diddy eða Puff Daddy.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.