Dæmd í skilorðsbundið fangelsi fyrir að stinga mann í brjóstkassann Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2017 13:55 Dómurinn mat það svo að konan hefði ekki sýnt af sér háttsemi sem gæfi til kynna að hún ætlaði að ráða manninum bana Vísir/Stefán Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu til átján mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa stungið mann í brjóstkassa í Eskihlíð í Reykjavík 29. nóvember árið 2015. Konan var ákærð fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir sérlega hættulega líkamsárás. Konan játaði verknaðinn en mótmælti heimfærslu refsiákvæðis. Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað að heimfæra brotið undir sérstaklega hættulega líkamsárás þar sem hún beitti sérstaklega hættulegu vopni við árásina, hnífi með 12,5 sentímetra löngu blaði. Dómurinn mat það svo að konan hefði ekki sýnt af sér háttsemi sem gæfi til kynna að hún ætlaði að ráða manninum bana, og var því ekki dæmd fyrir tilraun til manndráps.Stakk manninn hægra megin í brjóstkassa Konan stakk manninn hægra megin í brjóstkassa með þeim afleiðingum að hann hlaut um eins sentímetra breitt stungusár í þriðja rifjabil á miðjum hægri hluta brjóstkassa, loftbrjóst hægra megin, áverka á hægra lunga sem náði tæpa fimm sentímetra inn í lungað, blæðingu í brjósthol hægra megin og loft í húð í hægri brjóstvegg. Dómurinn minntist á að samkvæmt áverkavottorði kallaði áverki mannsins ekki á aðkomu brjóstholskurðlækna, heldur var sárinu lokað með saumi. Var stungan hægra megin í brjóst mannsins og áverkarnir þar af leiðandi ekki það miklir að þeir kölluðu á bráðaaðgerð. Samkvæmt læknisvottorði sérfræðilæknis á bráðamóttöku kom maðurinn á slysadeild í fylgd lögreglu og í handjárnum. Var hann æstur og hafði hátt.Lýsti mikilli vanlíðan, kvíða og depurð Á meðal gagna málsins var vottorð frá lækni varðandi konuna. Í því kom meðal annars fram að árásin hefði verið framin nokkrum mánuðum áður en læknirinn hafði hitt hana. Konan hafði lýst fyrir honum margra ára vanda með vanlíðan, kvíða og depurð, sem og skapsveiflum og miklum erfiðleikum við reiðistjórnun með átökum við annað fólk og sjálfsskaðlega hegðun. Miðað við sögu konunnar hafi hún verið í ójafnvægi þegar árásin átti sér stað en ekkert sé í sögu hennar sem bendi til geðrofs.Ekki litið til sakaferils konunnar Ekki var litið til sakaferils konunnar, sem er fædd árið 1995, við ákvörðun refsingar. Við ákvörðunina var litið til þess að hún játaði greiðlega háttsemi sína. Þá var einnig nokkuð liðið síðan brotið var framið þegar dómurinn var kveðinn og konunni ekki kennt um þann drátt. Með hliðsjón af því var refsing ákveðin átján mánaða fangelsisrefsing en fresta skal fullnustu hennar og fellur hún niður að liðnum tveimur árum haldi konan skilorði. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu til átján mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa stungið mann í brjóstkassa í Eskihlíð í Reykjavík 29. nóvember árið 2015. Konan var ákærð fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir sérlega hættulega líkamsárás. Konan játaði verknaðinn en mótmælti heimfærslu refsiákvæðis. Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað að heimfæra brotið undir sérstaklega hættulega líkamsárás þar sem hún beitti sérstaklega hættulegu vopni við árásina, hnífi með 12,5 sentímetra löngu blaði. Dómurinn mat það svo að konan hefði ekki sýnt af sér háttsemi sem gæfi til kynna að hún ætlaði að ráða manninum bana, og var því ekki dæmd fyrir tilraun til manndráps.Stakk manninn hægra megin í brjóstkassa Konan stakk manninn hægra megin í brjóstkassa með þeim afleiðingum að hann hlaut um eins sentímetra breitt stungusár í þriðja rifjabil á miðjum hægri hluta brjóstkassa, loftbrjóst hægra megin, áverka á hægra lunga sem náði tæpa fimm sentímetra inn í lungað, blæðingu í brjósthol hægra megin og loft í húð í hægri brjóstvegg. Dómurinn minntist á að samkvæmt áverkavottorði kallaði áverki mannsins ekki á aðkomu brjóstholskurðlækna, heldur var sárinu lokað með saumi. Var stungan hægra megin í brjóst mannsins og áverkarnir þar af leiðandi ekki það miklir að þeir kölluðu á bráðaaðgerð. Samkvæmt læknisvottorði sérfræðilæknis á bráðamóttöku kom maðurinn á slysadeild í fylgd lögreglu og í handjárnum. Var hann æstur og hafði hátt.Lýsti mikilli vanlíðan, kvíða og depurð Á meðal gagna málsins var vottorð frá lækni varðandi konuna. Í því kom meðal annars fram að árásin hefði verið framin nokkrum mánuðum áður en læknirinn hafði hitt hana. Konan hafði lýst fyrir honum margra ára vanda með vanlíðan, kvíða og depurð, sem og skapsveiflum og miklum erfiðleikum við reiðistjórnun með átökum við annað fólk og sjálfsskaðlega hegðun. Miðað við sögu konunnar hafi hún verið í ójafnvægi þegar árásin átti sér stað en ekkert sé í sögu hennar sem bendi til geðrofs.Ekki litið til sakaferils konunnar Ekki var litið til sakaferils konunnar, sem er fædd árið 1995, við ákvörðun refsingar. Við ákvörðunina var litið til þess að hún játaði greiðlega háttsemi sína. Þá var einnig nokkuð liðið síðan brotið var framið þegar dómurinn var kveðinn og konunni ekki kennt um þann drátt. Með hliðsjón af því var refsing ákveðin átján mánaða fangelsisrefsing en fresta skal fullnustu hennar og fellur hún niður að liðnum tveimur árum haldi konan skilorði.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira