Lífið

Sex ára í stuði með guði stal senunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Flott stelpa sem skemmti sér greinilega vel.
Flott stelpa sem skemmti sér greinilega vel.
Hin sex ára Loren Patterson stal heldur betur senunni á tónleikum með barnakór í kirkju í Dickson í Tennessee á dögunum.

Hún kom fram með barnakór kirkjunnar og vöktu dansspor hennar réttilega athygli á tónleikunum.

Móðir hennar Jennifer Patterson deildi myndbandi af þessari skemmtilegu stúlku á sunnudaginn og hefur verið horft á það yfir 41 milljón sinnum síðan þá.

Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft en Loren sker sig greinilega úr í hópnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.