Um helgina greindi þessi skrautlegi karakter frá því á Twitter að hann hefði ákveðið að breyta til og er byrjaður að kalla sig Love, eða Brother Love.
Combs varð 48 ára á laugardaginn og greindi hann frá nafnabreytingunni í myndbandi. Nú hefur hann aftur á móti greint frá því að hann var einfaldlega að djóka og fólk þarf því ekki að kalla hann Love.