Lífið

Þetta fær Kardashian-fjölskyldan í laun fyrir raunveruleikaþættina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mæðgurnar á góðri stundu.
Mæðgurnar á góðri stundu. vísir/getty
Keeping Up with the Kardashians eru gríðarlega vinsælir raunveruleikaþættir sem sýndir eru á sjónvarpsstöðinni E! Þættirnir fjalla um líf Kardashian fjölskyldunnar og gefur áhorfendum innsýn inn þeirra líf.

Þættirnir hófu göngu sína árið 2007 og hafa því verið í loftinu í heilan áratug.

Kris Jenner kemur oft á tíðum fram í þáttunum en hún er móðirin í fjölskyldunni. Jenner var gestur hjá Ellen á dögunum og ræddi hún þar um laun fjölskyldunnar fyrir að koma fram í þáttunum.

Þar kom í ljós að Kardashian-fjölskyldan gerði nýverið nýjan samning við E! sem gefur þeim 150 milljónir dollara í vasann. Það eru um sextán milljarðar íslenskra króna en samningurinn gildir næstu fimm árin.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Jenner.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.