Inga Sæland fyrsti Íslandsmeistarinn í karókí: Vill stofna Alþingiskór Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 19:30 „Blessuð vertu, þetta var svaka stuð. Ég fékk mér svona gamalsdags karókí græjur og var stundum beðin um að spila í afmælisveislum og því um líkt. En mestan tímann var karókívélin bara heima í stofu og ég og krakkarnir mínir sungum saman,“ segir alþingiskonan Inga Sæland. Ingu er margt til lista lagt en hún varð meðal annars fyrsti Íslandsmeistarinn í karókí árið 1991 í karókíkeppni á vegum Ölvers og FM957 „Maðurinn minn fyrrverandi var í námi á Akureyri og við fluttum þangað með alla krakkana. Ég var heimavinnandi húsmóðir og vann hálfan daginn á sólbaðsstofu. Mig langaði að gera eitthvað meira því mér leiðist hversdagsleikinn. Einn daginn sá ég auglýsingu um söngvarakeppni og að það þyrfti að skrá sig til leiks það kvöld, sem ég og gerði,“ segir Inga og hlær þegar hún rifjar upp símtalið.Innlifun hjá Ingu.„Fyrsta sem ég spurði um var hvaða hljómsveit væri að spila og hvaða lag ég gæti sungið. Þá fékk ég þau svör að ég gæti valið á milli tíu þúsund laga. Ha? hváði ég þá. Hvers konar hljómsveit er það?“ segir Inga, en á þessum tíma var karókí tiltölulega nýtt fyrirbrigði á Íslandi. „Ég skildi ekkert hvað ég var að gera. Ég fór bara, söng og varð fyrsti Íslandsmeistarinn í karókí,“ bætir Inga við. Inga er mjög söngelsk kona og stóð vaktina við míkrafóninn í nokkrum hljómsveitum á sínum yngri árum. Í dag hefur hún lítinn tíma til að syngja, enda nýkjörin þingkona, og syngur mest heima hjá sér. Þá er hljómsveitin Metallica í miklu uppáhaldi. „Ég fíra upp í Whiskey in the Jar með Metallica þegar ég skúra og syng hástöfum með. Þeir eru snillingar,“ segir Inga.Inga situr á þingi fyrir Flokk fólksins.Mynd / Visir.isEn hvað með að færa sönginn inn á Alþingi? Hefur Inga spáð eitthvað í því? „Ég get alveg sagt þér það að frá fyrsta degi hef ég sagt að mér þætti vænt um að stofna þingkórinn ef ég væri kosin inn á þing. Hinir þingmennirnir hlæja að mér og brosa góðlátlega en ég sé þetta alveg fyrir mér. Ég er svo söngelsk því söngur gleður hjartað. Maður er mikið jákvæðari ef maður syngur þannig að mér finnst liggja beinast við að byrja daginn hér á Alþingi með söng,“ segir Inga og bætir við að hún telji að þingmenn yrðu léttari í lundu fyrir vikið. „Við eigum bara eitt líf, af hverju ekki að lifa því brosandi? Kærleikur kostar ekkert og það er gaman að hafa gaman saman.“ Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
„Blessuð vertu, þetta var svaka stuð. Ég fékk mér svona gamalsdags karókí græjur og var stundum beðin um að spila í afmælisveislum og því um líkt. En mestan tímann var karókívélin bara heima í stofu og ég og krakkarnir mínir sungum saman,“ segir alþingiskonan Inga Sæland. Ingu er margt til lista lagt en hún varð meðal annars fyrsti Íslandsmeistarinn í karókí árið 1991 í karókíkeppni á vegum Ölvers og FM957 „Maðurinn minn fyrrverandi var í námi á Akureyri og við fluttum þangað með alla krakkana. Ég var heimavinnandi húsmóðir og vann hálfan daginn á sólbaðsstofu. Mig langaði að gera eitthvað meira því mér leiðist hversdagsleikinn. Einn daginn sá ég auglýsingu um söngvarakeppni og að það þyrfti að skrá sig til leiks það kvöld, sem ég og gerði,“ segir Inga og hlær þegar hún rifjar upp símtalið.Innlifun hjá Ingu.„Fyrsta sem ég spurði um var hvaða hljómsveit væri að spila og hvaða lag ég gæti sungið. Þá fékk ég þau svör að ég gæti valið á milli tíu þúsund laga. Ha? hváði ég þá. Hvers konar hljómsveit er það?“ segir Inga, en á þessum tíma var karókí tiltölulega nýtt fyrirbrigði á Íslandi. „Ég skildi ekkert hvað ég var að gera. Ég fór bara, söng og varð fyrsti Íslandsmeistarinn í karókí,“ bætir Inga við. Inga er mjög söngelsk kona og stóð vaktina við míkrafóninn í nokkrum hljómsveitum á sínum yngri árum. Í dag hefur hún lítinn tíma til að syngja, enda nýkjörin þingkona, og syngur mest heima hjá sér. Þá er hljómsveitin Metallica í miklu uppáhaldi. „Ég fíra upp í Whiskey in the Jar með Metallica þegar ég skúra og syng hástöfum með. Þeir eru snillingar,“ segir Inga.Inga situr á þingi fyrir Flokk fólksins.Mynd / Visir.isEn hvað með að færa sönginn inn á Alþingi? Hefur Inga spáð eitthvað í því? „Ég get alveg sagt þér það að frá fyrsta degi hef ég sagt að mér þætti vænt um að stofna þingkórinn ef ég væri kosin inn á þing. Hinir þingmennirnir hlæja að mér og brosa góðlátlega en ég sé þetta alveg fyrir mér. Ég er svo söngelsk því söngur gleður hjartað. Maður er mikið jákvæðari ef maður syngur þannig að mér finnst liggja beinast við að byrja daginn hér á Alþingi með söng,“ segir Inga og bætir við að hún telji að þingmenn yrðu léttari í lundu fyrir vikið. „Við eigum bara eitt líf, af hverju ekki að lifa því brosandi? Kærleikur kostar ekkert og það er gaman að hafa gaman saman.“
Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira