Prófessor segir skilaboðin frá MDE misvísandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. nóvember 2017 06:45 Myndin sem Ingi birti á Instagram-síðu sinni og varð til þess að Egill fór í mál. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Egils Einarssonar gegn íslenska ríkinu sendir misvísandi skilaboð til landsdómstóla að mati Davíðs Þórs Björgvinssonar, prófessors í lögfræði. Rökstyður hann mál sitt í grein á vefsíðu sinni með því að MDE hafi hafnað miskabótakröfu Egils þrátt fyrir að hafa sakfellt íslenska ríkið. Það heyri til undantekninga og sé ekki sérstaklega rökstutt í dómnum. Davíð segir málið snúast um hvort ummæli Inga Kristjáns Sigurmarssonar, sem Egill kærði fyrir meiðyrði og var sýknaður, „Fuck you rapist bastard“ fælu í sér gildisdóm eða staðhæfingu um staðreynd. Hæstiréttur taldi þau gildisdóm en MDE staðhæfingu um staðreynd.Sjá einnig: Íslenska ríkið braut á mannréttindum EgilsDavíð Þór Björgvinsson, prófessor við Háskóla Íslands.vísir/stefán„Í dómi MDE er talið að Egill, hvort heldur undir eigin nafni eða „listamannsnafninu Gillzenegger (Gillz)“, væri þekkt persóna. Hann yrði þannig, sem og vegna eigin þátttöku í almennri umræðu um ásakanir á hendur sér um kynferðislegt ofbeldi, að þola hvassari umfjöllun í sinn garð en annars hefði verið,“ segir Davíð í grein sinni. Meirihluti Hæstaréttar hefði því talið um gildisdóm að ræða enda þyrfti að skoða ummælin í víðara samhengi „þeirrar umræðu sem Egill hefði staðið fyrir á opinberum vettvangi. Hann hefði kallað þessi viðbrögð yfir sig og yrði að þola þau.“ Því hafi MDE hins vegar verið ósammála og lagði áherslu á að orðið nauðgari („rapist“) lýsti í raun hlutlægum aðstæðum „og ef nákvæmlega væri skoðað í hvaða röð atburðir gerðust hefði Hæstiréttur ekki haft nægilega rík rök, þrátt fyrir að ummælin væru þáttur í óvæginni umræðu, til að meta ummæli Inga Kristjáns sem gildisdóm. Frekar væri um að ræða staðhæfingu um staðreynd sem enginn grundvöllur væri fyrir,“ eins og Davíð lýsir. Að þessari niðurstöðu hafi MDE komist þratt fyrir að hafa viðurkennt svigrúm Hæstaréttar til að meta ummæli Inga Kristjáns út frá þeirri umræðu sem Egill hefði sjálfur staðið fyrir - hið svokallaða víðara samhengi. Tveir dómarar MDE lýstu sig ósammála niðurstöðu meirihlutans og sögðu að virða bæri svigrúm Hæstaréttar til mats á ummælunum Var áherslan í sératkvæðunum lögð á „fyrri framkomu Egils í opinberri umræðu sem hefði lotið mjög að kynfrelsi kvenna og með henni hefði hann kallað yfir sig hvöss ummæli í sinn garð“ og að mat Hæstaréttar „væri stutt viðeigandi rökum og væri skynsamlegt og sanngjarnt og ekki næg ástæða til að endurskoða það.“ Þessum minnihlutaálitum er íslenski prófessorinn sammála. Mat Hæstaréttar hafi verið ígrundað og að með með fyrri framgöngu sinni í opinberri umræðu hefði Agli mátt vera ljóst að hann kynni að kalla yfir sig hvöss viðbrögð sem hann yrði að una. „Hann hafi með öðrum orðum sjálfur slegið tón umræðunnar með þátttöku sinni í opinberri umræðu í bráð og lengd,“ eins og Davíð orðar það.Egill EinarssonÞá þykir prófessornum það vera til marks um að Egill, sem væri með þekkt persóna, hefði með eigin framgöngu að nokkru kallað þessi viðbrögð yfir. Því hafi MDE ekki þótt rétt að dæma honum miskabætur við þær aðstæður.Flækir málin fyrir íslenska dómstólaDavíð segir að þessi dómur verði til þess að skilaboðin frá MDE til íslenskra dómstóla í tjáningarfrelsins- og ærumeiðingarmálum séu orðin „nokkuð misvísandi.“ Skilaboðin séu til þess fallin að gera landsdómstólum fremur erfitt fyrir. „Erfitt getur verið að átta sig á hvenær og á hvaða grundvelli MDE unir mati landsdómstóla og hvenær ekki,“ segir Davíð. „Þrátt fyrir þetta bakslag verður engu að síður að hvetja íslenska dómstóla til að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið síðustu misseri um að taka í vaxandi mæli mið af dómaframkvæmd MDE þar sem við á. Hætt er þó við að þessi dómur MDE, sem hér hefur verið gerður að umtalsefni, virki letjandi á íslenska dómara í þeim efnum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Egill Einarsson segir illt að sitja undir ásökunum sem þessum Hamingjuóskum rignir yfir Egil Einarsson frá mannréttindalögmönnum. 7. nóvember 2017 14:04 Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Egils Einarssonar gegn íslenska ríkinu sendir misvísandi skilaboð til landsdómstóla að mati Davíðs Þórs Björgvinssonar, prófessors í lögfræði. Rökstyður hann mál sitt í grein á vefsíðu sinni með því að MDE hafi hafnað miskabótakröfu Egils þrátt fyrir að hafa sakfellt íslenska ríkið. Það heyri til undantekninga og sé ekki sérstaklega rökstutt í dómnum. Davíð segir málið snúast um hvort ummæli Inga Kristjáns Sigurmarssonar, sem Egill kærði fyrir meiðyrði og var sýknaður, „Fuck you rapist bastard“ fælu í sér gildisdóm eða staðhæfingu um staðreynd. Hæstiréttur taldi þau gildisdóm en MDE staðhæfingu um staðreynd.Sjá einnig: Íslenska ríkið braut á mannréttindum EgilsDavíð Þór Björgvinsson, prófessor við Háskóla Íslands.vísir/stefán„Í dómi MDE er talið að Egill, hvort heldur undir eigin nafni eða „listamannsnafninu Gillzenegger (Gillz)“, væri þekkt persóna. Hann yrði þannig, sem og vegna eigin þátttöku í almennri umræðu um ásakanir á hendur sér um kynferðislegt ofbeldi, að þola hvassari umfjöllun í sinn garð en annars hefði verið,“ segir Davíð í grein sinni. Meirihluti Hæstaréttar hefði því talið um gildisdóm að ræða enda þyrfti að skoða ummælin í víðara samhengi „þeirrar umræðu sem Egill hefði staðið fyrir á opinberum vettvangi. Hann hefði kallað þessi viðbrögð yfir sig og yrði að þola þau.“ Því hafi MDE hins vegar verið ósammála og lagði áherslu á að orðið nauðgari („rapist“) lýsti í raun hlutlægum aðstæðum „og ef nákvæmlega væri skoðað í hvaða röð atburðir gerðust hefði Hæstiréttur ekki haft nægilega rík rök, þrátt fyrir að ummælin væru þáttur í óvæginni umræðu, til að meta ummæli Inga Kristjáns sem gildisdóm. Frekar væri um að ræða staðhæfingu um staðreynd sem enginn grundvöllur væri fyrir,“ eins og Davíð lýsir. Að þessari niðurstöðu hafi MDE komist þratt fyrir að hafa viðurkennt svigrúm Hæstaréttar til að meta ummæli Inga Kristjáns út frá þeirri umræðu sem Egill hefði sjálfur staðið fyrir - hið svokallaða víðara samhengi. Tveir dómarar MDE lýstu sig ósammála niðurstöðu meirihlutans og sögðu að virða bæri svigrúm Hæstaréttar til mats á ummælunum Var áherslan í sératkvæðunum lögð á „fyrri framkomu Egils í opinberri umræðu sem hefði lotið mjög að kynfrelsi kvenna og með henni hefði hann kallað yfir sig hvöss ummæli í sinn garð“ og að mat Hæstaréttar „væri stutt viðeigandi rökum og væri skynsamlegt og sanngjarnt og ekki næg ástæða til að endurskoða það.“ Þessum minnihlutaálitum er íslenski prófessorinn sammála. Mat Hæstaréttar hafi verið ígrundað og að með með fyrri framgöngu sinni í opinberri umræðu hefði Agli mátt vera ljóst að hann kynni að kalla yfir sig hvöss viðbrögð sem hann yrði að una. „Hann hafi með öðrum orðum sjálfur slegið tón umræðunnar með þátttöku sinni í opinberri umræðu í bráð og lengd,“ eins og Davíð orðar það.Egill EinarssonÞá þykir prófessornum það vera til marks um að Egill, sem væri með þekkt persóna, hefði með eigin framgöngu að nokkru kallað þessi viðbrögð yfir. Því hafi MDE ekki þótt rétt að dæma honum miskabætur við þær aðstæður.Flækir málin fyrir íslenska dómstólaDavíð segir að þessi dómur verði til þess að skilaboðin frá MDE til íslenskra dómstóla í tjáningarfrelsins- og ærumeiðingarmálum séu orðin „nokkuð misvísandi.“ Skilaboðin séu til þess fallin að gera landsdómstólum fremur erfitt fyrir. „Erfitt getur verið að átta sig á hvenær og á hvaða grundvelli MDE unir mati landsdómstóla og hvenær ekki,“ segir Davíð. „Þrátt fyrir þetta bakslag verður engu að síður að hvetja íslenska dómstóla til að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið síðustu misseri um að taka í vaxandi mæli mið af dómaframkvæmd MDE þar sem við á. Hætt er þó við að þessi dómur MDE, sem hér hefur verið gerður að umtalsefni, virki letjandi á íslenska dómara í þeim efnum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Egill Einarsson segir illt að sitja undir ásökunum sem þessum Hamingjuóskum rignir yfir Egil Einarsson frá mannréttindalögmönnum. 7. nóvember 2017 14:04 Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Egill Einarsson segir illt að sitja undir ásökunum sem þessum Hamingjuóskum rignir yfir Egil Einarsson frá mannréttindalögmönnum. 7. nóvember 2017 14:04
Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40