Innlent

Spáir norðurljósasýningu áfram í kvöld

Kjartan Kjartansson skrifar
Norðurljósin í gærkvöldi eins og þau komu fyrir sjónir geimfara í Alþjóðlegu geimstöðinni. Í forgrunni eru Frakkland (t.h.) og Bretlandseyjar (t.v.).
Norðurljósin í gærkvöldi eins og þau komu fyrir sjónir geimfara í Alþjóðlegu geimstöðinni. Í forgrunni eru Frakkland (t.h.) og Bretlandseyjar (t.v.). NASA/ESA/ISS
Segulstormur sem nú dynur á jörðinni olli öflugum norðuljósum yfir Íslandi í gær. Stjörnufræðivefurinn spáir áframhaldandi sýningu í kvöld og á morgun.

Samfélagsmiðlar fylltust af myndum og lýsingum landsmanna á glæsilegum norðurljósum sem léku um næturhimininn í gærkvöldi.

Á Facebook-síður Stjörnufræðivefsins, sem Sævar Helgi Bragason ritstýrir, er spáð áframhaldandi norðurljósum næstu tvö kvöldin. Í norðurljósaspá vefsins kemur fram að jörðin sé nú innan hraðfleygs sólvindar úr svonefndri kórónugeil á sólinni. Því sé útlit fyrir segulstorm næstu kvöld.

Sama spá er fyrir laugardagskvöld. Fyrir öll þrjú næstu kvöld er Kp-gildið, sem segir til um styrk segultruflana af völdum sólvinds, fyrir ofan meðallag, 5-6. Segulstormar hefjast við Kp 5 en virknin er meiri eftir því sem gildið er hærra. Skalinn nær frá 0 upp í 9.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×