Dæmdur fyrir tilraun til manndráps, frelsissviptingu og nauðgun: Ætlar að koma betri út í samfélagið Stefán Árni Pálsson skrifar 31. október 2017 10:30 Hrafnkell Óli Hrafnkelsson er fangi á Hólmsheiði. „Flest allir dagar eru rólegir en ef það er æsingur í fólki þá getur þetta verið mjög erfitt líkamlega og andlega,“ segir Þórir Guðlaugsson, fangavörður á Hólmsheiði. Þórir var á meðal viðmælenda Ásgeirs Erlendssonar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Ásgeir fékk að kíkja á bak við rimlana og fylgjast með degi í lífi fangavarðar í fangelsinu. Fangelsið á Hólmsheiði var tekið í notkun fyrir rúmlega ári síðan og er það móttöku- og gæsluvarðhaldsfangelsi, auk þess að hafa deildir fyrir konur. 36 fangar voru í húsinu þegar Ásgeir kíkti í heimsókn, en þar er pláss fyrir 56. „Þegar menn eru að koma hingað inn í fyrsta skipti þá eru menn oftast mjög órólegir og einfaldlega hræddir. Þeir sjá þetta í bíómyndum og í þáttum í sjónvarpinu en síðan er raunveruleikinn aðeins öðruvísi hérna,“ segir Þórir.Þórir hefur unnið sem fangavörður í fjögur ár.Inni í opna rými fangelsisins eru símar stranglega bannaðir. Ásgeir fékk að kíkja inn á deild og ræða við fangana. „Ég er búinn að vera hérna í eina viku og verð hér í um mánuð í viðbót. Þar áður var ég á Litla-Hrauni í eitt og hálft ár,“ segir Hrafnkell Óli Hrafnkelsson, fangi á Hólmsheiði. Hann mun snúa aftur á Litla-Hraun innan tíðar til að halda afplánun sinni áfram. Hrafnkell segir að munurinn á Hólmsheiði og Litla-Hrauni sé umtalsverður. „Þetta eru nýjar aðstæður fyrir mig og þetta lítur alveg hrikalega vel út. Starfsfólkið er mjög fínt hérna og þetta er nokkuð heimilislegt. Munurinn er samt töluverður þegar kemur að aukabúnaði og ég myndi segja að það væri betra að vera á Hrauninu. Þar er maður með tölvu og fleira og líkamsræktarsalurinn er ekki salur með brennslutækjum, heldur þar eru einnig lóð með lyftingaraðstöðu,“ segir Hrafnkell sem er að berjast fyrir því að fá lóð á Hólmsheiðina. Þórir fangavörður segir að fangahópurinn á Íslandi sé í dag harðari en hér áður fyrir. „Maður væri ekki mennskur ef maður myndi segja að maður yrði aldrei hræddur. Það koma alveg upp aðstæður þar sem manni stendur ekki alveg á sama.“Fangelsið á Hólmsheiði opnaði fyrir einu ári.Ánægður að vera kominn í fangelsi „Ég myndi aldrei tala við fangaverði á Litla-Hrauni. Það er öðruvísi kúltúr þar og mér hefur sem betur fer tekist að líka við alla fangaverði hér. Það er miklu heimilislegra hér og maður horfir liggur við á fangaverðina sem vin. Ég vil kannski ekkert vera skjóta á starfsfólk á Litla-Hrauni en það er dónalegra þar,“ segir Hrafnkell. „Ég er bara mjög ánægður að hafa komið í fangelsi. Ég var á röngum stað í lífinu og er búinn að snúa við blaðinu. Ef ég hefði ekki komið í fangelsi þá hefði þessi tíu ára dómur getað farið í 16 ár og enn fleiri dóma.“ Hrafnkell segist vera inni fyrir tilraun til manndráps, frelsissviptingu og nauðgun. „Það geta allir farið og predikað að menn séu saklausir en staðreyndin er einfaldlega sú að það er búið að dæma mig og þetta er bara svona. Ég vil ekki fara ofan í málið mitt, það breytir í raun ekki neinu og er í fortíðinni. Það eina sem ég get gert er að nýta þessi tíu ár og koma betri inn í samfélagið til baka.“ Hér að neðan má sjá umfjöllun Íslands í dag frá því í gærkvöldi. Mest lesið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
„Flest allir dagar eru rólegir en ef það er æsingur í fólki þá getur þetta verið mjög erfitt líkamlega og andlega,“ segir Þórir Guðlaugsson, fangavörður á Hólmsheiði. Þórir var á meðal viðmælenda Ásgeirs Erlendssonar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Ásgeir fékk að kíkja á bak við rimlana og fylgjast með degi í lífi fangavarðar í fangelsinu. Fangelsið á Hólmsheiði var tekið í notkun fyrir rúmlega ári síðan og er það móttöku- og gæsluvarðhaldsfangelsi, auk þess að hafa deildir fyrir konur. 36 fangar voru í húsinu þegar Ásgeir kíkti í heimsókn, en þar er pláss fyrir 56. „Þegar menn eru að koma hingað inn í fyrsta skipti þá eru menn oftast mjög órólegir og einfaldlega hræddir. Þeir sjá þetta í bíómyndum og í þáttum í sjónvarpinu en síðan er raunveruleikinn aðeins öðruvísi hérna,“ segir Þórir.Þórir hefur unnið sem fangavörður í fjögur ár.Inni í opna rými fangelsisins eru símar stranglega bannaðir. Ásgeir fékk að kíkja inn á deild og ræða við fangana. „Ég er búinn að vera hérna í eina viku og verð hér í um mánuð í viðbót. Þar áður var ég á Litla-Hrauni í eitt og hálft ár,“ segir Hrafnkell Óli Hrafnkelsson, fangi á Hólmsheiði. Hann mun snúa aftur á Litla-Hraun innan tíðar til að halda afplánun sinni áfram. Hrafnkell segir að munurinn á Hólmsheiði og Litla-Hrauni sé umtalsverður. „Þetta eru nýjar aðstæður fyrir mig og þetta lítur alveg hrikalega vel út. Starfsfólkið er mjög fínt hérna og þetta er nokkuð heimilislegt. Munurinn er samt töluverður þegar kemur að aukabúnaði og ég myndi segja að það væri betra að vera á Hrauninu. Þar er maður með tölvu og fleira og líkamsræktarsalurinn er ekki salur með brennslutækjum, heldur þar eru einnig lóð með lyftingaraðstöðu,“ segir Hrafnkell sem er að berjast fyrir því að fá lóð á Hólmsheiðina. Þórir fangavörður segir að fangahópurinn á Íslandi sé í dag harðari en hér áður fyrir. „Maður væri ekki mennskur ef maður myndi segja að maður yrði aldrei hræddur. Það koma alveg upp aðstæður þar sem manni stendur ekki alveg á sama.“Fangelsið á Hólmsheiði opnaði fyrir einu ári.Ánægður að vera kominn í fangelsi „Ég myndi aldrei tala við fangaverði á Litla-Hrauni. Það er öðruvísi kúltúr þar og mér hefur sem betur fer tekist að líka við alla fangaverði hér. Það er miklu heimilislegra hér og maður horfir liggur við á fangaverðina sem vin. Ég vil kannski ekkert vera skjóta á starfsfólk á Litla-Hrauni en það er dónalegra þar,“ segir Hrafnkell. „Ég er bara mjög ánægður að hafa komið í fangelsi. Ég var á röngum stað í lífinu og er búinn að snúa við blaðinu. Ef ég hefði ekki komið í fangelsi þá hefði þessi tíu ára dómur getað farið í 16 ár og enn fleiri dóma.“ Hrafnkell segist vera inni fyrir tilraun til manndráps, frelsissviptingu og nauðgun. „Það geta allir farið og predikað að menn séu saklausir en staðreyndin er einfaldlega sú að það er búið að dæma mig og þetta er bara svona. Ég vil ekki fara ofan í málið mitt, það breytir í raun ekki neinu og er í fortíðinni. Það eina sem ég get gert er að nýta þessi tíu ár og koma betri inn í samfélagið til baka.“ Hér að neðan má sjá umfjöllun Íslands í dag frá því í gærkvöldi.
Mest lesið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira