Ryan Gosling þekkti Tómas á tökustað: „Ert þú leikarinn úr Nóa albinóa?“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. október 2017 11:15 Tómas Lemarquis og Ryan Gosling í hlutverkum sínum í Blade Runner 2049. Facebook/Tómas Lemarquis Fyrstu kynni Tómasar Lemarquis af Ryan Gosling voru mjög óvænt og skemmtileg. Tómas rifjaði upp þetta augnablik í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins en þeir hittust við tökur á kvikmyndinni Blade Runner 2049 sem nú er í kvikmyndahúsum um allan heim. Tómas fer með hlutverk skjalavarðar sem aðstoðar Ryan Gosling, sem leikur aðalsögupersónu myndarinnar. Það var þó ekki auðvelt fyrir hann að landa þessu hlutverki.Þýðir ekkert að bíða heima „Þegar ég frétti af Blade Runner 2049 varð ég mjög spenntur því fyrri myndin er ein af mínum uppáhalds kvikmyndum og lýsti ég strax yfir miklum áhuga á að komast í hana en það er ekki alltaf hlaupið að því að komast í þær kvikmyndir sem maður hefur áhuga á.“ Tómas reyndi ýmislegt en þegar ekkert gekk ákvað hann að koma sér að bakdyramegin með því að koma myndbandi á sjálfan leikstjórann með krókaleiðum. „Það þýðir ekkert að bíða heima eftir að hlutirnir gerist, með tærnar upp í loft.“Heiður að vinna með þér Hann segir Ryan Gosling hafa þægilega nærveru og vera með lítið egó í ljósi þess hversu stór leikari hann er. „Ég hitti hann fyrst á tökustað og var búinn að ímynda mér að ég myndi taka í spaðann á honum og segjast vera hrifinn af því sem hann hefði gert. En svo hittumst við og hann segir strax: „Bíddu ég kannast nú eitthvað við þig. Já, ertu Íslendingur? Ert þú leikarinn úr Nóa albinóa? Það er heiður að vinna með þér.“ Ryan Gosling kom til greina fyrir hlutverk í The Good Heart, kvikmynd Dags Kára Péturssonar, sem skrifaði og leikstýrði Nói albinói svo leikarinn hefur greinilega kynnt sér myndir hans. Tómas birti flotta mynd af þeim félögum sem tekin var bakvið tjöldin á tökustað kvikmyndarinnar Blade Runner 2049. Tengdar fréttir Tómas Lemarquis fékk hlutverk í Blade Runner 2049 í gegnum bakdyr "Ég vildi því fá að taka þátt í þessari mynd um leið og ég frétti af gerð hennar.“ 5. október 2017 21:55 Sjónrænt meistaraverk og fyrirmyndar framhald Þegar Ridley Scott sendi fyrst frá sér Blade Runner árið 1982 hlaut hún frekar dræmar viðtökur og lélega aðsókn, og var það ekki fyrr en einhverjum árum og nokkrum endurbættum útgáfum síðar að fólk fór að keppast við að lofsyngja hana og um leið deila um stærstu ráðgátu hennar. 12. október 2017 11:30 Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Fyrstu kynni Tómasar Lemarquis af Ryan Gosling voru mjög óvænt og skemmtileg. Tómas rifjaði upp þetta augnablik í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins en þeir hittust við tökur á kvikmyndinni Blade Runner 2049 sem nú er í kvikmyndahúsum um allan heim. Tómas fer með hlutverk skjalavarðar sem aðstoðar Ryan Gosling, sem leikur aðalsögupersónu myndarinnar. Það var þó ekki auðvelt fyrir hann að landa þessu hlutverki.Þýðir ekkert að bíða heima „Þegar ég frétti af Blade Runner 2049 varð ég mjög spenntur því fyrri myndin er ein af mínum uppáhalds kvikmyndum og lýsti ég strax yfir miklum áhuga á að komast í hana en það er ekki alltaf hlaupið að því að komast í þær kvikmyndir sem maður hefur áhuga á.“ Tómas reyndi ýmislegt en þegar ekkert gekk ákvað hann að koma sér að bakdyramegin með því að koma myndbandi á sjálfan leikstjórann með krókaleiðum. „Það þýðir ekkert að bíða heima eftir að hlutirnir gerist, með tærnar upp í loft.“Heiður að vinna með þér Hann segir Ryan Gosling hafa þægilega nærveru og vera með lítið egó í ljósi þess hversu stór leikari hann er. „Ég hitti hann fyrst á tökustað og var búinn að ímynda mér að ég myndi taka í spaðann á honum og segjast vera hrifinn af því sem hann hefði gert. En svo hittumst við og hann segir strax: „Bíddu ég kannast nú eitthvað við þig. Já, ertu Íslendingur? Ert þú leikarinn úr Nóa albinóa? Það er heiður að vinna með þér.“ Ryan Gosling kom til greina fyrir hlutverk í The Good Heart, kvikmynd Dags Kára Péturssonar, sem skrifaði og leikstýrði Nói albinói svo leikarinn hefur greinilega kynnt sér myndir hans. Tómas birti flotta mynd af þeim félögum sem tekin var bakvið tjöldin á tökustað kvikmyndarinnar Blade Runner 2049.
Tengdar fréttir Tómas Lemarquis fékk hlutverk í Blade Runner 2049 í gegnum bakdyr "Ég vildi því fá að taka þátt í þessari mynd um leið og ég frétti af gerð hennar.“ 5. október 2017 21:55 Sjónrænt meistaraverk og fyrirmyndar framhald Þegar Ridley Scott sendi fyrst frá sér Blade Runner árið 1982 hlaut hún frekar dræmar viðtökur og lélega aðsókn, og var það ekki fyrr en einhverjum árum og nokkrum endurbættum útgáfum síðar að fólk fór að keppast við að lofsyngja hana og um leið deila um stærstu ráðgátu hennar. 12. október 2017 11:30 Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Tómas Lemarquis fékk hlutverk í Blade Runner 2049 í gegnum bakdyr "Ég vildi því fá að taka þátt í þessari mynd um leið og ég frétti af gerð hennar.“ 5. október 2017 21:55
Sjónrænt meistaraverk og fyrirmyndar framhald Þegar Ridley Scott sendi fyrst frá sér Blade Runner árið 1982 hlaut hún frekar dræmar viðtökur og lélega aðsókn, og var það ekki fyrr en einhverjum árum og nokkrum endurbættum útgáfum síðar að fólk fór að keppast við að lofsyngja hana og um leið deila um stærstu ráðgátu hennar. 12. október 2017 11:30