Ragnar Kjartansson er lostafullur súludansari í nýju myndbandi The National Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. október 2017 18:50 Andreas Bønding Jakobsen, myndatökumaður, Allan Sigurðsson, leikstjóri, Ragnar Kjartansson, listamaður og Víðir Sigurðsson, myndatökumaður, voru hæstánægðir á tökustað. Allan Sigurðsson „Við elskum Ragnar Kjartansson,“ segja félagarnir í bandarísku hljómsveitinni The National í stöðuuppfærslu á samfélagsmiðlinum Instragram þegar þeir kynna nýjasta myndband sveitarinnar við lagið I‘ll Still Destroy You sem Ragnar leikur í. „Hann vildi bara strippa sem sjóari á bar sem heitir Dóp og spilling,“ segir Allan Sigurðsson í samtali við Vísi en hann, ásamt Ragnari, leikstýrði myndbandinu sem gerist á bar í Kaupmannahöfn. Myndbandið hefst á lágstemmdum nótum. Fljótlega færist þó hiti í leikinn og allsherjar teiti brýst út á barnum og nær hæstu hæðum á lokamínútum verksins. Ragnar bregður sér í hlutverk lostafulls súludansara í glimmernærbuxum einum klæða.Tónlistarmyndbandið var tekið upp á meðan á tónlistarhátíð Haven stóð yfir en Ragnar Kjartansson var með listgjörning á hátíðinni sem hverfist einmitt um barinn Dóp og spillingu þar sem hann dansaði fáklæddur sem sjóari. Ragnar, ásamt fleirum, smíðuðu bar sérstaklega fyrir gjörninginn en hann var rifinn niður daginn eftir að myndbandið var tekið upp. „Ég er bara í skýjunum með þetta,“ segir Allan sem er hæstánægður með afraksturinn. Hann segir félagana í The National einnig vera mjög ánægða með myndbandið og þá segir hann að það hafi verið gott að vinna með hljómsveitinni. Tvíburabræðurnir Aaron og Bryce Dessner, sem tilheyra hljómsveitinni, stóðu að tónlistarhátíðinni sem þeir lýsa sem hátíð skynjunarinnar en auk þess að vera tónlistarhátíð er boðið upp á list, mat og drykk. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem The National vinnur með Ragnari en þeir féllust á það að taka þátt í tónlistargjörningi í Museum of Modern Art þar sem þeir fluttu lagið Sorrow af plötunni High Violet hvorki meira né minna en í sex klukkustundir samfleytt. Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Íslensku landsliðsstelpurnar réðust á Fannar „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Sjá meira
„Við elskum Ragnar Kjartansson,“ segja félagarnir í bandarísku hljómsveitinni The National í stöðuuppfærslu á samfélagsmiðlinum Instragram þegar þeir kynna nýjasta myndband sveitarinnar við lagið I‘ll Still Destroy You sem Ragnar leikur í. „Hann vildi bara strippa sem sjóari á bar sem heitir Dóp og spilling,“ segir Allan Sigurðsson í samtali við Vísi en hann, ásamt Ragnari, leikstýrði myndbandinu sem gerist á bar í Kaupmannahöfn. Myndbandið hefst á lágstemmdum nótum. Fljótlega færist þó hiti í leikinn og allsherjar teiti brýst út á barnum og nær hæstu hæðum á lokamínútum verksins. Ragnar bregður sér í hlutverk lostafulls súludansara í glimmernærbuxum einum klæða.Tónlistarmyndbandið var tekið upp á meðan á tónlistarhátíð Haven stóð yfir en Ragnar Kjartansson var með listgjörning á hátíðinni sem hverfist einmitt um barinn Dóp og spillingu þar sem hann dansaði fáklæddur sem sjóari. Ragnar, ásamt fleirum, smíðuðu bar sérstaklega fyrir gjörninginn en hann var rifinn niður daginn eftir að myndbandið var tekið upp. „Ég er bara í skýjunum með þetta,“ segir Allan sem er hæstánægður með afraksturinn. Hann segir félagana í The National einnig vera mjög ánægða með myndbandið og þá segir hann að það hafi verið gott að vinna með hljómsveitinni. Tvíburabræðurnir Aaron og Bryce Dessner, sem tilheyra hljómsveitinni, stóðu að tónlistarhátíðinni sem þeir lýsa sem hátíð skynjunarinnar en auk þess að vera tónlistarhátíð er boðið upp á list, mat og drykk. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem The National vinnur með Ragnari en þeir féllust á það að taka þátt í tónlistargjörningi í Museum of Modern Art þar sem þeir fluttu lagið Sorrow af plötunni High Violet hvorki meira né minna en í sex klukkustundir samfleytt.
Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Íslensku landsliðsstelpurnar réðust á Fannar „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Sjá meira