Aron Mola eða Aron Már Ólafsson Snapchat-stjarna tók nokkra þungavigtar stjórnmálamenn í lygapróf og spurði þá spjörunum úr en myndband af tilrauninni birtist á vefsíðunni Nútíminn.
Þar kom í ljós að stjórnmálamennirnir virtust oftast segja sannleikann en það er reyndar vafaatriði hvort Gunnar Bragi Sveinsson trúi því hvort einhyrningar séu til í raun og veru.
Það sem vakti sérstaka athygli í myndbandinu er að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur hugsað um aðra þingmenn í ögrandi stellingum.
Hér má sjá umfjöllun Nútímans.
Bjarni Ben hefur hugsað um aðra þingmenn í ögrandi stellingum
Stefán Árni Pálsson skrifar
