Innlent

Búið að taka þátt Jóns Gnarr af dagskrá Rásar 2

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jón Gnarr hefur tekið að sér að starfa fyrir Samfylkinguna í komandi kosningabaráttu. Þáttur hans, Sirkus Jóns Gnarr, sem var á dagskrá Rásar 2 eftir hádegi á laugardögum hefur verið tekinn af dagskrá tímabundið vegna flokkspólitískra afskipta hans.
Jón Gnarr hefur tekið að sér að starfa fyrir Samfylkinguna í komandi kosningabaráttu. Þáttur hans, Sirkus Jóns Gnarr, sem var á dagskrá Rásar 2 eftir hádegi á laugardögum hefur verið tekinn af dagskrá tímabundið vegna flokkspólitískra afskipta hans. Vísir/Stefán

Stjórnendur RÚV hafa ákveðið að taka þáttinn Sirkus Jóns Gnarr af dagskrá Rásar 2. Ástæðan eru flokkspólitísk afskipti Jóns en eins og fram hefur komið hefur hann gengið til liðs við Samfylkinguna. Þetta kemur fram í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis.

Frank Hall, dagskrárstjóri Rásar 2, segir að Tvíhöfði, þáttur Jóns og Sigurjóns Kjartanssonar, hafi verið þar á dagskrá í sumar við miklar vinsældir og í haust hafi svo Jón haldið áfram með þátt á þeim stað í dagskránni, eftir hádegi á laugardögum, sem nefnist Sirkus Jóns Gnarr.

Láðist að greina RÚV frá fyrirætlunum sínum
„Þar sem um helgina bárust fregnir af því að Jón myndi starfa fyrir Samfylkinguna á næstu vikum var tekin ákvörðun um að  á meðan hann tæki þátt í pólitísku starfi yrði þáttur hans tekinn af dagskrá. Þáttur Jóns verður því ekki á dagskrá næstu laugardaga eins og til stóð. Grundvallast ákvörðunin á vinnureglum og Siðareglum RÚV.“

Í stað þáttar þáttar Jóns verður boðið upp á Löður með Huldu Geirsdóttur. Samkvæmt áðurnefndum siðareglum ber dagskrárgerðarfólki að tilkynna yfirmönnum um fyrirætlanir. Þetta fórst fyrir hjá Jóni og því var þáttur hans á dagskrá á laugardaginn var, eftir að hann hafði gengið til liðs við Samfylkinguna. Frank segir að af þeim sökum hafi ekki náðst að bregðast við með dagskrárbreytingu.

Samræmist ekki siðareglum RÚV
„Ég  hafði þó samband við Jón áður en hann fór í loftið og bað hann um að sýna sérstaka varkárni í þætti og umfjöllunarefnum dagsins í ljósi siðareglna RÚV en ákvörðun með framhald þáttanna yrði tekin eftir helgina. Það er mat mitt að það samræmist ekki Siðareglum RÚV að starfsmaður sinni störfum fyrir stjórnmálaflokk og af þeirri ástæðu var þátturinn tekinn af dagskrá tímabundið. Ég sagði Jóni það í gær og hann sýndi því fullkominn skilning,“ segir Frank.

Jón greindi frá því í pistli á Facebooksíðu sinni fyrr í dag, sem Vísir gerði skil, að hann væri blankur og dagskrárgerð fyrir RÚV væri einn af fáum tekjustofnum hans. Nú missir hann af þeim tekjum, í það minnsta tímabundið, hvað svo sem síðar verður.


Tengdar fréttir

Ekki búið að ákveða hvernig greiðslum til Jóns verði háttað

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það ekki hafa verið rætt hvort Jón Gnarr fái borgað fyrir vinnu sína fyrir flokkinn. Formaður framkvæmdastjórnar flokksins segir að Jón muni fá greitt fyrir kosningaráðgjöf en enn eigi eftir að ákveða hvernig því verði háttað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.