Búið að taka þátt Jóns Gnarr af dagskrá Rásar 2 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. október 2017 13:49 Jón Gnarr hefur tekið að sér að starfa fyrir Samfylkinguna í komandi kosningabaráttu. Þáttur hans, Sirkus Jóns Gnarr, sem var á dagskrá Rásar 2 eftir hádegi á laugardögum hefur verið tekinn af dagskrá tímabundið vegna flokkspólitískra afskipta hans. Vísir/Stefán Stjórnendur RÚV hafa ákveðið að taka þáttinn Sirkus Jóns Gnarr af dagskrá Rásar 2. Ástæðan eru flokkspólitísk afskipti Jóns en eins og fram hefur komið hefur hann gengið til liðs við Samfylkinguna. Þetta kemur fram í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Frank Hall, dagskrárstjóri Rásar 2, segir að Tvíhöfði, þáttur Jóns og Sigurjóns Kjartanssonar, hafi verið þar á dagskrá í sumar við miklar vinsældir og í haust hafi svo Jón haldið áfram með þátt á þeim stað í dagskránni, eftir hádegi á laugardögum, sem nefnist Sirkus Jóns Gnarr.Láðist að greina RÚV frá fyrirætlunum sínum „Þar sem um helgina bárust fregnir af því að Jón myndi starfa fyrir Samfylkinguna á næstu vikum var tekin ákvörðun um að á meðan hann tæki þátt í pólitísku starfi yrði þáttur hans tekinn af dagskrá. Þáttur Jóns verður því ekki á dagskrá næstu laugardaga eins og til stóð. Grundvallast ákvörðunin á vinnureglum og Siðareglum RÚV.“ Í stað þáttar þáttar Jóns verður boðið upp á Löður með Huldu Geirsdóttur. Samkvæmt áðurnefndum siðareglum ber dagskrárgerðarfólki að tilkynna yfirmönnum um fyrirætlanir. Þetta fórst fyrir hjá Jóni og því var þáttur hans á dagskrá á laugardaginn var, eftir að hann hafði gengið til liðs við Samfylkinguna. Frank segir að af þeim sökum hafi ekki náðst að bregðast við með dagskrárbreytingu.Samræmist ekki siðareglum RÚV „Ég hafði þó samband við Jón áður en hann fór í loftið og bað hann um að sýna sérstaka varkárni í þætti og umfjöllunarefnum dagsins í ljósi siðareglna RÚV en ákvörðun með framhald þáttanna yrði tekin eftir helgina. Það er mat mitt að það samræmist ekki Siðareglum RÚV að starfsmaður sinni störfum fyrir stjórnmálaflokk og af þeirri ástæðu var þátturinn tekinn af dagskrá tímabundið. Ég sagði Jóni það í gær og hann sýndi því fullkominn skilning,“ segir Frank. Jón greindi frá því í pistli á Facebooksíðu sinni fyrr í dag, sem Vísir gerði skil, að hann væri blankur og dagskrárgerð fyrir RÚV væri einn af fáum tekjustofnum hans. Nú missir hann af þeim tekjum, í það minnsta tímabundið, hvað svo sem síðar verður. Tengdar fréttir Ekki búið að ákveða hvernig greiðslum til Jóns verði háttað Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það ekki hafa verið rætt hvort Jón Gnarr fái borgað fyrir vinnu sína fyrir flokkinn. Formaður framkvæmdastjórnar flokksins segir að Jón muni fá greitt fyrir kosningaráðgjöf en enn eigi eftir að ákveða hvernig því verði háttað. 8. október 2017 12:30 Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr en sá svo eftir því Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar stakk upp á að bjóða upp lista með undirskrift Jóns Gnarr til að safna fé í kosningasjóði flokksins í færslu á samfélagsmiðlum sem hann hefur síðan eytt. 7. október 2017 12:15 Jón Gnarr segir Bjarta framtíð sjúka Fyrrverandi borgarstjóri segist hafa orðið fyrir ótrúlega svæsnum árásum úr ranni Bjartrar framtíðar. 10. október 2017 12:50 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Stjórnendur RÚV hafa ákveðið að taka þáttinn Sirkus Jóns Gnarr af dagskrá Rásar 2. Ástæðan eru flokkspólitísk afskipti Jóns en eins og fram hefur komið hefur hann gengið til liðs við Samfylkinguna. Þetta kemur fram í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Frank Hall, dagskrárstjóri Rásar 2, segir að Tvíhöfði, þáttur Jóns og Sigurjóns Kjartanssonar, hafi verið þar á dagskrá í sumar við miklar vinsældir og í haust hafi svo Jón haldið áfram með þátt á þeim stað í dagskránni, eftir hádegi á laugardögum, sem nefnist Sirkus Jóns Gnarr.Láðist að greina RÚV frá fyrirætlunum sínum „Þar sem um helgina bárust fregnir af því að Jón myndi starfa fyrir Samfylkinguna á næstu vikum var tekin ákvörðun um að á meðan hann tæki þátt í pólitísku starfi yrði þáttur hans tekinn af dagskrá. Þáttur Jóns verður því ekki á dagskrá næstu laugardaga eins og til stóð. Grundvallast ákvörðunin á vinnureglum og Siðareglum RÚV.“ Í stað þáttar þáttar Jóns verður boðið upp á Löður með Huldu Geirsdóttur. Samkvæmt áðurnefndum siðareglum ber dagskrárgerðarfólki að tilkynna yfirmönnum um fyrirætlanir. Þetta fórst fyrir hjá Jóni og því var þáttur hans á dagskrá á laugardaginn var, eftir að hann hafði gengið til liðs við Samfylkinguna. Frank segir að af þeim sökum hafi ekki náðst að bregðast við með dagskrárbreytingu.Samræmist ekki siðareglum RÚV „Ég hafði þó samband við Jón áður en hann fór í loftið og bað hann um að sýna sérstaka varkárni í þætti og umfjöllunarefnum dagsins í ljósi siðareglna RÚV en ákvörðun með framhald þáttanna yrði tekin eftir helgina. Það er mat mitt að það samræmist ekki Siðareglum RÚV að starfsmaður sinni störfum fyrir stjórnmálaflokk og af þeirri ástæðu var þátturinn tekinn af dagskrá tímabundið. Ég sagði Jóni það í gær og hann sýndi því fullkominn skilning,“ segir Frank. Jón greindi frá því í pistli á Facebooksíðu sinni fyrr í dag, sem Vísir gerði skil, að hann væri blankur og dagskrárgerð fyrir RÚV væri einn af fáum tekjustofnum hans. Nú missir hann af þeim tekjum, í það minnsta tímabundið, hvað svo sem síðar verður.
Tengdar fréttir Ekki búið að ákveða hvernig greiðslum til Jóns verði háttað Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það ekki hafa verið rætt hvort Jón Gnarr fái borgað fyrir vinnu sína fyrir flokkinn. Formaður framkvæmdastjórnar flokksins segir að Jón muni fá greitt fyrir kosningaráðgjöf en enn eigi eftir að ákveða hvernig því verði háttað. 8. október 2017 12:30 Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr en sá svo eftir því Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar stakk upp á að bjóða upp lista með undirskrift Jóns Gnarr til að safna fé í kosningasjóði flokksins í færslu á samfélagsmiðlum sem hann hefur síðan eytt. 7. október 2017 12:15 Jón Gnarr segir Bjarta framtíð sjúka Fyrrverandi borgarstjóri segist hafa orðið fyrir ótrúlega svæsnum árásum úr ranni Bjartrar framtíðar. 10. október 2017 12:50 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Ekki búið að ákveða hvernig greiðslum til Jóns verði háttað Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það ekki hafa verið rætt hvort Jón Gnarr fái borgað fyrir vinnu sína fyrir flokkinn. Formaður framkvæmdastjórnar flokksins segir að Jón muni fá greitt fyrir kosningaráðgjöf en enn eigi eftir að ákveða hvernig því verði háttað. 8. október 2017 12:30
Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr en sá svo eftir því Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar stakk upp á að bjóða upp lista með undirskrift Jóns Gnarr til að safna fé í kosningasjóði flokksins í færslu á samfélagsmiðlum sem hann hefur síðan eytt. 7. október 2017 12:15
Jón Gnarr segir Bjarta framtíð sjúka Fyrrverandi borgarstjóri segist hafa orðið fyrir ótrúlega svæsnum árásum úr ranni Bjartrar framtíðar. 10. október 2017 12:50