Laugardalur til lukku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2017 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði þrjú mörk og gaf þrjár stoðsendingar í fimm heimaleikjum Íslands. vísir/ernir Á Ísland besta heimavöll í heimi? Tölurnar á síðustu mánuðum koma Laugardalnum örugglega inn í þá umræðu enda hefur ekki eitt einasta stig tapast í Laugardal síðustu misseri. Körfuboltalandsliðið komst inn á Eurobasket í Helsinki í haust, handboltalandsliðið er komið inn á EM í Króatíu í janúar og fótboltalandsliðið tryggði sér sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn á mánudagskvöldið. Öll liðin voru þarna að tryggja sig inn á sitt annað stórmót í röð.grafík/fréttablaðiðLykillinn hjá öllum þessum þremur landsliðum var óaðfinnanlegur árangur á heimavelli í undankeppninni. Eitt misstig í heimaleik hefði nægt hjá öllum liðunum þremur til að koma í veg fyrir að þau kæmust inn á fyrrnefnd stórmót. Það eru hinsvegar engin víxlspor eða fótaskortur hjá strákunum okkar þegar þeir spila í Laugardalnum þessa dagana. Íslensku landsliðin þrjú hafa nú unnið tólf leiki í röð í Dalnum eða alla leiki síðan að handboltalandsliðið vann þriggja marka sigur á Portúgal í umspili um sæti á HM í Frakklandi í júnímánuði 2016. Frá þeim tíma hefur fótboltalandsliðið unnið fimm leiki, handboltalandsliðið fjóra leiki og körfuboltalandsliðið þrjá leiki.grafík/fréttablaðiðÍslensku liðin hafa ekki tapað heimaleik í undankeppni stórmóts síðan körfuboltalandsliðið tapaði fyrir Bosníu-Hersegóvínu í lok ágúst 2014 en svo skemmtilega vill til að strákarnir fögnuð eftir þann leik. Íslenska liðið tryggði sér nefnilega sæti á Eurobasket í fyrsta sinn með því að ná „góðum“ úrslitum. Eftir þennan undarlega leik í Laugardalshöllinni 27. ágúst 2014 hafa landsliðin þrjú leikið tuttugu leiki í röð í undankeppnum stórmóta án þess að tapa. Liðin hafa unnið 18 af leikjunum 20 eða alla nema tvo jafnteflisleiki fótboltalandsliðsins haustið 2015 þegar sæti á EM í Frakklandi var tryggt.grafík/fréttablaðiðFótboltalandsliðið hefur ekki tapað keppnisleik á Laugardalsvelli síðan í júní 2013 og handboltalandsliðið hefur ekki tapað keppnisleik í Höllinni síðan í júní 2006 Það er mikil þörf fyrir betri aðstöðu fyrir landsliðin okkar í Laugardalnum og margir sjá nýja fjölnota íþróttahöll í hillingum. Það er hins vegar ekki hægt að líta framhjá því að lukkan er með landsliðunum þessi misserin bæði á Laugardalsvelli sem og í Laugardalshöllinni.grafík/fréttablaðið EM 2017 í Finnlandi EM 2018 í handbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Sjá meira
Á Ísland besta heimavöll í heimi? Tölurnar á síðustu mánuðum koma Laugardalnum örugglega inn í þá umræðu enda hefur ekki eitt einasta stig tapast í Laugardal síðustu misseri. Körfuboltalandsliðið komst inn á Eurobasket í Helsinki í haust, handboltalandsliðið er komið inn á EM í Króatíu í janúar og fótboltalandsliðið tryggði sér sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn á mánudagskvöldið. Öll liðin voru þarna að tryggja sig inn á sitt annað stórmót í röð.grafík/fréttablaðiðLykillinn hjá öllum þessum þremur landsliðum var óaðfinnanlegur árangur á heimavelli í undankeppninni. Eitt misstig í heimaleik hefði nægt hjá öllum liðunum þremur til að koma í veg fyrir að þau kæmust inn á fyrrnefnd stórmót. Það eru hinsvegar engin víxlspor eða fótaskortur hjá strákunum okkar þegar þeir spila í Laugardalnum þessa dagana. Íslensku landsliðin þrjú hafa nú unnið tólf leiki í röð í Dalnum eða alla leiki síðan að handboltalandsliðið vann þriggja marka sigur á Portúgal í umspili um sæti á HM í Frakklandi í júnímánuði 2016. Frá þeim tíma hefur fótboltalandsliðið unnið fimm leiki, handboltalandsliðið fjóra leiki og körfuboltalandsliðið þrjá leiki.grafík/fréttablaðiðÍslensku liðin hafa ekki tapað heimaleik í undankeppni stórmóts síðan körfuboltalandsliðið tapaði fyrir Bosníu-Hersegóvínu í lok ágúst 2014 en svo skemmtilega vill til að strákarnir fögnuð eftir þann leik. Íslenska liðið tryggði sér nefnilega sæti á Eurobasket í fyrsta sinn með því að ná „góðum“ úrslitum. Eftir þennan undarlega leik í Laugardalshöllinni 27. ágúst 2014 hafa landsliðin þrjú leikið tuttugu leiki í röð í undankeppnum stórmóta án þess að tapa. Liðin hafa unnið 18 af leikjunum 20 eða alla nema tvo jafnteflisleiki fótboltalandsliðsins haustið 2015 þegar sæti á EM í Frakklandi var tryggt.grafík/fréttablaðiðFótboltalandsliðið hefur ekki tapað keppnisleik á Laugardalsvelli síðan í júní 2013 og handboltalandsliðið hefur ekki tapað keppnisleik í Höllinni síðan í júní 2006 Það er mikil þörf fyrir betri aðstöðu fyrir landsliðin okkar í Laugardalnum og margir sjá nýja fjölnota íþróttahöll í hillingum. Það er hins vegar ekki hægt að líta framhjá því að lukkan er með landsliðunum þessi misserin bæði á Laugardalsvelli sem og í Laugardalshöllinni.grafík/fréttablaðið
EM 2017 í Finnlandi EM 2018 í handbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Sjá meira