Walter White, aðalpersóna þáttanna Breaking Bad, átti heima í umræddu húsi. Aðdáendur þáttanna koma víða að til þess að virða húsið fyrir sér. Margir hafa þó ekki látið sér það duga.
Í öðrum þætti þriðju seríu var Walter White í vondu skapi og kastaði hann pizzu upp á þak bílskúrsins.
„Allan daginn, án hléa, er fólk út um allt. Þau leggja fyrir framan innkeyrslu okkar og loka okkur inni,“ sagði Joanne Quintana, en móðir hennar á húsið.
Hún sagði einnig að aðdáendur þáttanna hefðu jafnvel verið að stela munum af lóðinni.