Eldsupptök enn ókunn en ólíklegt að um íkveikju hafi verið að ræða Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. október 2017 20:30 Hótelið var rýmt vegna eldsins. Eftir því sem fréttastofa kemst næst varð engum meint af en þeir sem þurftu að rýma hótelið fengu aðhlynningu fyrir utan. Vísir/Helga Eldsupptök á Hótel Natura í dag eru enn ókunn segir Jón Viðar Mattíasson slökkviliðsstjóri á Höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Eldur kom upp í þaki Hotel Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, við Nauthólsveg í Reykjavík á þriðja tímanum í dag. Var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað á vettvang og hótelið rýmt. „Lögreglan er núna með vettvanginn til rannsóknar og eflaust tekur það einhvern tíma að finna út orsökina,“ segir Jón Viðar við Vísi. Ekki er þó talið að um íkveikju hafi verið að ræða. „Ég myndi telja það mjög ólíklegt að svo væri, það kæmi mér alveg verulega á óvart.“Vinnubrögðin þjálfuð og til fyrirmyndarFyrr í dag kom upp eldur í pizzaofni á hótelinu sem starfsmenn slökktu sjálfir. Enn er ekki vitað hvort það sé orsök eldsins á þakinu. Jón Viðar segir að eldurinn hafi verið mikill en afmarkaður við þetta rými á þessari byggingu á þakinu sem er hús fyrir loftræstibúnað. Ráðist var á hann úr tveimur áttum, bæði frá þakinu og í gegnum eitt herbergi hótelsins. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og þeir sem þurftu að yfirgefa hótelið fengu aðhlynningu fyrir utan. „Við náðum mjög fljótlega tökum á því þannig að það fór ekki eldur eða vatn á hæðina fyrir neðan. Þetta gekk mjög vel.“ Hann hrósar einnig viðbrögðum hótelstarfsmanna og lögreglu. „Það gekk alveg til fyrirmyndar því þegar við komum voru starfsmenn hótelsins og lögregla byrjuð að rýma hótelið. Það var alveg greinilegt að þarna voru þjálfuð vinnubrögð í gangi, menn höfðu greinilega æft þetta.“ Jón Viðar segir að þetta hafi verið til fyrirmyndar og auðveldað slökkviliði störf sín á vettvangi.Jón Viðar Matthíasson slökkvliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins.vísir/stefánRæddi við gesti og svaraði spurningum„Í rauninni hefðum við bara þurft að loka einu herbergi í sjálfu sér en það var tekin ákvörðun um að hleypa ekki inn á ein nítján herbergi bæði til þess að gæta fyllsta öryggis þeirra sem voru á svæðinu og svo getur fólk líka verið svolítið stressað að vera of nálægt sjálfum brunastaðnum. Það var allt gert eins öruggt og hægt var.“ Talið er að það muni kosta mikið að bæta þetta tjón vegna brunans en hótelið ætti að geta haldið sínum rekstri áfram og sett lokuðu herbergin aftur í notkun á morgun jafnvel. Enginn slasaðist og var ekki þörf á áfallahjálp fyrir gesti eða starfsfólk. „Ég ræddi við þá gesti sem tengdust atburðinum og fór yfir það út á hvað aðgerðin gekk og hvað við gerðum. Fólk var mjög rólegt og þakklát fyrir að rætt var við það og gestir komu með spurningar.“ Jón segir frábært að fólk hafi farið út þegar viðvörunarbjallan fór í gang. „Það er eitthvað sem margir mættu læra af. Stundum erum við að fara í útköll og brunabjöllurnar eru á fullu og fólk er ekki einu sinni farið að hreyfa sig.“ Tengdar fréttir Búið að slökkva allan eld á Hótel Natura Stöð 1 er á vakt núna til að tryggja vettvang. 12. október 2017 17:04 Eldur laus í Hótel Natura Eldur kom upp í þaki Hotel Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, við Nauthólsveg í Reykjavík. Búið er að rýma hótelið. 12. október 2017 15:48 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Eldsupptök á Hótel Natura í dag eru enn ókunn segir Jón Viðar Mattíasson slökkviliðsstjóri á Höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Eldur kom upp í þaki Hotel Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, við Nauthólsveg í Reykjavík á þriðja tímanum í dag. Var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað á vettvang og hótelið rýmt. „Lögreglan er núna með vettvanginn til rannsóknar og eflaust tekur það einhvern tíma að finna út orsökina,“ segir Jón Viðar við Vísi. Ekki er þó talið að um íkveikju hafi verið að ræða. „Ég myndi telja það mjög ólíklegt að svo væri, það kæmi mér alveg verulega á óvart.“Vinnubrögðin þjálfuð og til fyrirmyndarFyrr í dag kom upp eldur í pizzaofni á hótelinu sem starfsmenn slökktu sjálfir. Enn er ekki vitað hvort það sé orsök eldsins á þakinu. Jón Viðar segir að eldurinn hafi verið mikill en afmarkaður við þetta rými á þessari byggingu á þakinu sem er hús fyrir loftræstibúnað. Ráðist var á hann úr tveimur áttum, bæði frá þakinu og í gegnum eitt herbergi hótelsins. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og þeir sem þurftu að yfirgefa hótelið fengu aðhlynningu fyrir utan. „Við náðum mjög fljótlega tökum á því þannig að það fór ekki eldur eða vatn á hæðina fyrir neðan. Þetta gekk mjög vel.“ Hann hrósar einnig viðbrögðum hótelstarfsmanna og lögreglu. „Það gekk alveg til fyrirmyndar því þegar við komum voru starfsmenn hótelsins og lögregla byrjuð að rýma hótelið. Það var alveg greinilegt að þarna voru þjálfuð vinnubrögð í gangi, menn höfðu greinilega æft þetta.“ Jón Viðar segir að þetta hafi verið til fyrirmyndar og auðveldað slökkviliði störf sín á vettvangi.Jón Viðar Matthíasson slökkvliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins.vísir/stefánRæddi við gesti og svaraði spurningum„Í rauninni hefðum við bara þurft að loka einu herbergi í sjálfu sér en það var tekin ákvörðun um að hleypa ekki inn á ein nítján herbergi bæði til þess að gæta fyllsta öryggis þeirra sem voru á svæðinu og svo getur fólk líka verið svolítið stressað að vera of nálægt sjálfum brunastaðnum. Það var allt gert eins öruggt og hægt var.“ Talið er að það muni kosta mikið að bæta þetta tjón vegna brunans en hótelið ætti að geta haldið sínum rekstri áfram og sett lokuðu herbergin aftur í notkun á morgun jafnvel. Enginn slasaðist og var ekki þörf á áfallahjálp fyrir gesti eða starfsfólk. „Ég ræddi við þá gesti sem tengdust atburðinum og fór yfir það út á hvað aðgerðin gekk og hvað við gerðum. Fólk var mjög rólegt og þakklát fyrir að rætt var við það og gestir komu með spurningar.“ Jón segir frábært að fólk hafi farið út þegar viðvörunarbjallan fór í gang. „Það er eitthvað sem margir mættu læra af. Stundum erum við að fara í útköll og brunabjöllurnar eru á fullu og fólk er ekki einu sinni farið að hreyfa sig.“
Tengdar fréttir Búið að slökkva allan eld á Hótel Natura Stöð 1 er á vakt núna til að tryggja vettvang. 12. október 2017 17:04 Eldur laus í Hótel Natura Eldur kom upp í þaki Hotel Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, við Nauthólsveg í Reykjavík. Búið er að rýma hótelið. 12. október 2017 15:48 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Búið að slökkva allan eld á Hótel Natura Stöð 1 er á vakt núna til að tryggja vettvang. 12. október 2017 17:04
Eldur laus í Hótel Natura Eldur kom upp í þaki Hotel Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, við Nauthólsveg í Reykjavík. Búið er að rýma hótelið. 12. október 2017 15:48
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent