Húsmæður vilja ekta vambir og meira blóð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. október 2017 06:00 Sigríður Hjálmarsdóttir hefur tekið slátur alla sína húsmóðurtíð. Hún er ósátt við þær breytingar sem eru að verða í slátursölunni. Fréttablaðið/Eyþór Sigríður Hjálmarsdóttir, húsmóðir og fyrrverandi bóndi, er allt annað en sátt við slátursöluna nú til dags. „Mér finnst bara óréttlátt að fá bara gervivambir en ekki venjulegar ekta vambir. Svo eru þeir hættir með hálsæðarnar sem fylgdu alltaf með áður, segir Sigríður, en viðurkennir að þær séu vissulega ekki allra og það sé töluvert verk að hreinsa þær, „en þetta er magurt og gott kjöt, til dæmis í hakk“.Sigríður er hins vegar óánægðust með blóðmagnið sem fylgir slátri í dag. „Það hefur verið að breytast smám saman hjá þeim. Hér áður fyrr fylgdu ¾ lítrar einu slátri en nú fylgir einn lítri þremur slátrum. Mér finnst það bara fúlt,“ segir Sigríður. Sigríður tekur fimm slátur og segir þau nýtast í 20 máltíðir þegar eldað er fyrir þrjá eins og hún gerir. „Ég var að reikna út um daginn að þetta eru rúmar 300 krónur máltíðin, eða rúmar 100 krónur á mann. Þá reikna ég allt með, sviðahausana, hjörtun og þindirnar líka. Þau hjónin voru bændur en brugðu búi fyrir þrjátíu árum. „Við vorum með fimm börn og þá tók ég tuttugu slátur. Ég hef alltaf haldið í sláturgerðina síðan,“ segir Sigríður og segir barnabörnin sólgin í slátur, sérstaklega með grjónagrautnum. Enda þótt eiginmaðurinn elski súra slátrið er Sigríður hætt að setja í súr. „Hann fær það bara á þorranum,“ segir Sigríður. Fréttablaðið spurðist fyrir um verð bæði meðal framleiðenda og í verslunum. Hjá Sláturfélagi Suðurlands hefur heildsöluverðið haldist óbreytt milli ára og er 1.016 kr. án virðisaukaskatts. Hjá Norðlenska er verðið breytilegt og fer eftir samningum við viðskiptavini, en hefur hækkað um 1,5 prósent á síðustu þremur árum. Varan sjálf er einnig nokkuð breytileg milli framleiðenda og athygli vekur sérstaklega munur á magni blóðs og mörs. Hjá SS fylgir einn lítri af blóði hverjum þremur slátrum og 2,4 kíló af mör. Hjá Norðlenska fylgja hins vegar 2,5 lítrar af blóði hverjum þremur slátrum og þrjú kíló af mör. Sólmundur Oddsson, innkaupastjóri Nóatúns, segir slátursöluna hafa minnkað töluvert undanfarin 15 ár. „Það er þó alltaf ákveðinn hópur sem heldur í þessa frábæru hefð,“ segir Sólmundur og mælir mun frekar með slátrinu en nammibarnum. Sólmundur vekur athygli á því að það er ekki bara slátrið sjálft sem vinna má í sláturtíðinni heldur ýmiss konar annar innmatur og nefnir til dæmis hreinsaðar og hakkaðar þindar sem frábæra viðbót til að blanda með hakki og kjötfarsi. „Þar ertu komin með frábært efni til bollugerðar,“ segir Sólmundur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Sjá meira
Sigríður Hjálmarsdóttir, húsmóðir og fyrrverandi bóndi, er allt annað en sátt við slátursöluna nú til dags. „Mér finnst bara óréttlátt að fá bara gervivambir en ekki venjulegar ekta vambir. Svo eru þeir hættir með hálsæðarnar sem fylgdu alltaf með áður, segir Sigríður, en viðurkennir að þær séu vissulega ekki allra og það sé töluvert verk að hreinsa þær, „en þetta er magurt og gott kjöt, til dæmis í hakk“.Sigríður er hins vegar óánægðust með blóðmagnið sem fylgir slátri í dag. „Það hefur verið að breytast smám saman hjá þeim. Hér áður fyrr fylgdu ¾ lítrar einu slátri en nú fylgir einn lítri þremur slátrum. Mér finnst það bara fúlt,“ segir Sigríður. Sigríður tekur fimm slátur og segir þau nýtast í 20 máltíðir þegar eldað er fyrir þrjá eins og hún gerir. „Ég var að reikna út um daginn að þetta eru rúmar 300 krónur máltíðin, eða rúmar 100 krónur á mann. Þá reikna ég allt með, sviðahausana, hjörtun og þindirnar líka. Þau hjónin voru bændur en brugðu búi fyrir þrjátíu árum. „Við vorum með fimm börn og þá tók ég tuttugu slátur. Ég hef alltaf haldið í sláturgerðina síðan,“ segir Sigríður og segir barnabörnin sólgin í slátur, sérstaklega með grjónagrautnum. Enda þótt eiginmaðurinn elski súra slátrið er Sigríður hætt að setja í súr. „Hann fær það bara á þorranum,“ segir Sigríður. Fréttablaðið spurðist fyrir um verð bæði meðal framleiðenda og í verslunum. Hjá Sláturfélagi Suðurlands hefur heildsöluverðið haldist óbreytt milli ára og er 1.016 kr. án virðisaukaskatts. Hjá Norðlenska er verðið breytilegt og fer eftir samningum við viðskiptavini, en hefur hækkað um 1,5 prósent á síðustu þremur árum. Varan sjálf er einnig nokkuð breytileg milli framleiðenda og athygli vekur sérstaklega munur á magni blóðs og mörs. Hjá SS fylgir einn lítri af blóði hverjum þremur slátrum og 2,4 kíló af mör. Hjá Norðlenska fylgja hins vegar 2,5 lítrar af blóði hverjum þremur slátrum og þrjú kíló af mör. Sólmundur Oddsson, innkaupastjóri Nóatúns, segir slátursöluna hafa minnkað töluvert undanfarin 15 ár. „Það er þó alltaf ákveðinn hópur sem heldur í þessa frábæru hefð,“ segir Sólmundur og mælir mun frekar með slátrinu en nammibarnum. Sólmundur vekur athygli á því að það er ekki bara slátrið sjálft sem vinna má í sláturtíðinni heldur ýmiss konar annar innmatur og nefnir til dæmis hreinsaðar og hakkaðar þindar sem frábæra viðbót til að blanda með hakki og kjötfarsi. „Þar ertu komin með frábært efni til bollugerðar,“ segir Sólmundur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent