Formannaáskorun Vísis: Óvissudrykkir, Jane Austen og dularfullur Logi Bergmann Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2017 10:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er mikið fyrir kvikmyndir sem byggja á sögum Jane Austen og var einu sinni stöðvaður af lögreglu fyrir að aka í öfuga átt á bílastæði í Keflavík. Ekki liggur fyrir hvort einhver tenging sé þar á milli. Hann eldar fiskibollur í kaffivél og hefur greinilega brallað ýmislegt með Loga Bergmann. Þetta er brot af því sem kemur fram í svörum Sigmundar við Formannaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um Alþingiskosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla formenn skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Svör fleiri formannanna hafa verið birt á undanförnum dögum og að lokum er komið að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Svæðið frá Siglufirði að Djúpavogi.Varstu sumar í sveit? Tók nokkrar helgar.Hvaða mat ert þú best/ur í að elda? Sérréttur minn er fiskbollur í kaffivél.Hvernig bíl ekur þú og hefur þú gefið honum nafn? Svartur Land Cruiser sem hefur reynst mér mjög vel í nærri 10 ár. Stundum kallaður Fagri-blakkur.Hver er draumabíllinn? '64 Aston Martin DB5 eða '56 Mercedes Benz 300 SL, nú eða bara Bel Air '57Besti hrekkurinn sem þú hefur gert? Óviðeigandi að segja frá því en fórnarlambið var Logi Bergmann Eiðsson.Besti hrekkurinn sem þú hefur lent í? Óviðeigandi að segja frá því en gerandinn var Logi Bergmann Eiðsson.Hefur þú komist í kast við lögin? Ég var einu sinni stoppaður af lögreglu fyrir að aka í öfuga átt á bílastæði í Keflavík.Uppáhalds föstudagskvöldsdrykkur? Öl úr Norðausturkjördæmi áður en ég var settur á sér-fæði. Nú berja- og bananadrykkur eða einhver grænn drykkur sem ég veit ekki hvað er í.Uppáhalds bókin? Bókin sem ég er að skrifa, hún er svakaleg.Uppáhalds bíómynd? Þær eru nokkrar. Nefni sérstaklega Star Wars (alvöru myndirnar) og Aftur til framtíðar.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Jane Austen myndir.Uppáhalds tónlistarmaður? Get ekki valið einn.Hvað er uppáhalds pepp-lagið þitt? Mörg góð, stór hluti 80's lög, eðlilega.Hefur þú farið í Costco? Já.Hefur þú farið í H&M á Íslandi? Nei.Hefur þú migið í saltan sjó? Já.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menning („arkitektúr í köldum löndum“ myndi konan mín kalla það).Uppáhalds þynnkumatur? Þarf nú ekki oft á slíku að halda en er hamborgari ekki rétt svar?Ananas á pizzu? Alls ekki, fyrir því eru faglegar, vísindalegar, óháðar og gagnsæjar ástæður sem ég hef áður gert grein fyrir.Hvaða leikari væri fengin til að leika þig í bíómynd? Erlendur leikari? Einu sinni var talið að Hugh Grant gæti gert það. Svo Kenneth Branagh en ætli ég sé ekki lentur í John Goodman.Hvaða hreyfing er í uppáhaldi hjá þér? Miðflokkurinn.Trúir þú á líf eftir dauðan? Það er eins gott, annars geng ég aftur.Hefur þú átt gæludýr? Já, hamstra og fiska, einn snigil og nú hundinn Emmu.Með hvaða liði heldur þú (íslensku)? Fram og Haukum. Hvort tveggja á sér sögulegar skýringar.Sterkasta minning úr æsku? Þær eru enn að verða til. Stofnfundur Miðflokksins er mér enn í fersku minni svo ég nefni nú eitthvað.Hvað er það skrítnasta sem þú hefur gert? Ég virðist ekki vera dómbær á það. Ég hef tekið eftir því að sumt sem mér finnst skrítið þykir öðru fólki eðlilegt og sumt sem mér finnst eðlilegt þykir öðru fólki skrítið. Tengdar fréttir Formannaáskorun Vísis: Eva er mikill dýravinur og viðkvæm fyrir blóði Eva Pandora Baldursdóttir, þingmaður Pírata, segist vera arfaslakur kokkur og hún saknar fyrsta bílsins. 11. október 2017 12:15 Formannaáskorun Vísis: Fannst hann litinn hornauga eftir nektarmyndatöku Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, telur sig hafa valdið ákveðnu sjokki hjá ræstingarmanni sem gekk inn á myndatökuna. 13. október 2017 11:00 Formannaáskorun Vísis: Rappaði með Ragnheiði Elínu á árshátíð Stjórnarráðsins Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur horft á Notting Hill og Mamma Mia oftar en hann kærir sig um að viðurkenna en þó ekki jafn oft og Tónaflóð. 12. október 2017 11:00 Formannaáskorun Vísis: Þakin köngulóm og þóttist vera systir sín Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur dálæti á Bubba og vaknaði einu sinni með fullt af köngulóum á sér. 18. október 2017 16:30 Formannaáskorun Vísis: Ofnæmisgemlingur sem fékk oft nafnlaus sms og vill ekki eiga bíl Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar Grænt framboð, drakk eitt sinn vodka með morgunmatnum í Rússlandi og segir það mjög skrítið. 16. október 2017 15:30 Formannaáskorun Vísis: Setti jólin hjá Illuga í uppnám og pissaði á sig af ótta við lögregluna Bjarni Benediktsson heldur mikið upp á kvikmyndina There's Something About Mary og Peter Sellers. 19. október 2017 15:00 Formannaáskorun Vísis: Ábrystir, Notting Hill og Hvítir Rússar Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segir tangó vera uppáhalds líkamsræktina. Hann spilaði blak í fyrrum kaþólskri kirkju í Shkodra í Norðurhluta Albaníu og er ekki viss um að Benedikt Erlingsson myndi ráða við að leika sig. 17. október 2017 15:30 Með fjárfestingu skal land byggja Geta stjórnmálamenn horft til lengri tíma en fjögurra ára? 13. október 2017 07:00 Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er mikið fyrir kvikmyndir sem byggja á sögum Jane Austen og var einu sinni stöðvaður af lögreglu fyrir að aka í öfuga átt á bílastæði í Keflavík. Ekki liggur fyrir hvort einhver tenging sé þar á milli. Hann eldar fiskibollur í kaffivél og hefur greinilega brallað ýmislegt með Loga Bergmann. Þetta er brot af því sem kemur fram í svörum Sigmundar við Formannaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um Alþingiskosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla formenn skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Svör fleiri formannanna hafa verið birt á undanförnum dögum og að lokum er komið að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Svæðið frá Siglufirði að Djúpavogi.Varstu sumar í sveit? Tók nokkrar helgar.Hvaða mat ert þú best/ur í að elda? Sérréttur minn er fiskbollur í kaffivél.Hvernig bíl ekur þú og hefur þú gefið honum nafn? Svartur Land Cruiser sem hefur reynst mér mjög vel í nærri 10 ár. Stundum kallaður Fagri-blakkur.Hver er draumabíllinn? '64 Aston Martin DB5 eða '56 Mercedes Benz 300 SL, nú eða bara Bel Air '57Besti hrekkurinn sem þú hefur gert? Óviðeigandi að segja frá því en fórnarlambið var Logi Bergmann Eiðsson.Besti hrekkurinn sem þú hefur lent í? Óviðeigandi að segja frá því en gerandinn var Logi Bergmann Eiðsson.Hefur þú komist í kast við lögin? Ég var einu sinni stoppaður af lögreglu fyrir að aka í öfuga átt á bílastæði í Keflavík.Uppáhalds föstudagskvöldsdrykkur? Öl úr Norðausturkjördæmi áður en ég var settur á sér-fæði. Nú berja- og bananadrykkur eða einhver grænn drykkur sem ég veit ekki hvað er í.Uppáhalds bókin? Bókin sem ég er að skrifa, hún er svakaleg.Uppáhalds bíómynd? Þær eru nokkrar. Nefni sérstaklega Star Wars (alvöru myndirnar) og Aftur til framtíðar.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Jane Austen myndir.Uppáhalds tónlistarmaður? Get ekki valið einn.Hvað er uppáhalds pepp-lagið þitt? Mörg góð, stór hluti 80's lög, eðlilega.Hefur þú farið í Costco? Já.Hefur þú farið í H&M á Íslandi? Nei.Hefur þú migið í saltan sjó? Já.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menning („arkitektúr í köldum löndum“ myndi konan mín kalla það).Uppáhalds þynnkumatur? Þarf nú ekki oft á slíku að halda en er hamborgari ekki rétt svar?Ananas á pizzu? Alls ekki, fyrir því eru faglegar, vísindalegar, óháðar og gagnsæjar ástæður sem ég hef áður gert grein fyrir.Hvaða leikari væri fengin til að leika þig í bíómynd? Erlendur leikari? Einu sinni var talið að Hugh Grant gæti gert það. Svo Kenneth Branagh en ætli ég sé ekki lentur í John Goodman.Hvaða hreyfing er í uppáhaldi hjá þér? Miðflokkurinn.Trúir þú á líf eftir dauðan? Það er eins gott, annars geng ég aftur.Hefur þú átt gæludýr? Já, hamstra og fiska, einn snigil og nú hundinn Emmu.Með hvaða liði heldur þú (íslensku)? Fram og Haukum. Hvort tveggja á sér sögulegar skýringar.Sterkasta minning úr æsku? Þær eru enn að verða til. Stofnfundur Miðflokksins er mér enn í fersku minni svo ég nefni nú eitthvað.Hvað er það skrítnasta sem þú hefur gert? Ég virðist ekki vera dómbær á það. Ég hef tekið eftir því að sumt sem mér finnst skrítið þykir öðru fólki eðlilegt og sumt sem mér finnst eðlilegt þykir öðru fólki skrítið.
Tengdar fréttir Formannaáskorun Vísis: Eva er mikill dýravinur og viðkvæm fyrir blóði Eva Pandora Baldursdóttir, þingmaður Pírata, segist vera arfaslakur kokkur og hún saknar fyrsta bílsins. 11. október 2017 12:15 Formannaáskorun Vísis: Fannst hann litinn hornauga eftir nektarmyndatöku Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, telur sig hafa valdið ákveðnu sjokki hjá ræstingarmanni sem gekk inn á myndatökuna. 13. október 2017 11:00 Formannaáskorun Vísis: Rappaði með Ragnheiði Elínu á árshátíð Stjórnarráðsins Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur horft á Notting Hill og Mamma Mia oftar en hann kærir sig um að viðurkenna en þó ekki jafn oft og Tónaflóð. 12. október 2017 11:00 Formannaáskorun Vísis: Þakin köngulóm og þóttist vera systir sín Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur dálæti á Bubba og vaknaði einu sinni með fullt af köngulóum á sér. 18. október 2017 16:30 Formannaáskorun Vísis: Ofnæmisgemlingur sem fékk oft nafnlaus sms og vill ekki eiga bíl Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar Grænt framboð, drakk eitt sinn vodka með morgunmatnum í Rússlandi og segir það mjög skrítið. 16. október 2017 15:30 Formannaáskorun Vísis: Setti jólin hjá Illuga í uppnám og pissaði á sig af ótta við lögregluna Bjarni Benediktsson heldur mikið upp á kvikmyndina There's Something About Mary og Peter Sellers. 19. október 2017 15:00 Formannaáskorun Vísis: Ábrystir, Notting Hill og Hvítir Rússar Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segir tangó vera uppáhalds líkamsræktina. Hann spilaði blak í fyrrum kaþólskri kirkju í Shkodra í Norðurhluta Albaníu og er ekki viss um að Benedikt Erlingsson myndi ráða við að leika sig. 17. október 2017 15:30 Með fjárfestingu skal land byggja Geta stjórnmálamenn horft til lengri tíma en fjögurra ára? 13. október 2017 07:00 Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Formannaáskorun Vísis: Eva er mikill dýravinur og viðkvæm fyrir blóði Eva Pandora Baldursdóttir, þingmaður Pírata, segist vera arfaslakur kokkur og hún saknar fyrsta bílsins. 11. október 2017 12:15
Formannaáskorun Vísis: Fannst hann litinn hornauga eftir nektarmyndatöku Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, telur sig hafa valdið ákveðnu sjokki hjá ræstingarmanni sem gekk inn á myndatökuna. 13. október 2017 11:00
Formannaáskorun Vísis: Rappaði með Ragnheiði Elínu á árshátíð Stjórnarráðsins Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur horft á Notting Hill og Mamma Mia oftar en hann kærir sig um að viðurkenna en þó ekki jafn oft og Tónaflóð. 12. október 2017 11:00
Formannaáskorun Vísis: Þakin köngulóm og þóttist vera systir sín Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur dálæti á Bubba og vaknaði einu sinni með fullt af köngulóum á sér. 18. október 2017 16:30
Formannaáskorun Vísis: Ofnæmisgemlingur sem fékk oft nafnlaus sms og vill ekki eiga bíl Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar Grænt framboð, drakk eitt sinn vodka með morgunmatnum í Rússlandi og segir það mjög skrítið. 16. október 2017 15:30
Formannaáskorun Vísis: Setti jólin hjá Illuga í uppnám og pissaði á sig af ótta við lögregluna Bjarni Benediktsson heldur mikið upp á kvikmyndina There's Something About Mary og Peter Sellers. 19. október 2017 15:00
Formannaáskorun Vísis: Ábrystir, Notting Hill og Hvítir Rússar Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segir tangó vera uppáhalds líkamsræktina. Hann spilaði blak í fyrrum kaþólskri kirkju í Shkodra í Norðurhluta Albaníu og er ekki viss um að Benedikt Erlingsson myndi ráða við að leika sig. 17. október 2017 15:30
Með fjárfestingu skal land byggja Geta stjórnmálamenn horft til lengri tíma en fjögurra ára? 13. október 2017 07:00