Stígamót brutu lög um persónuvernd Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. október 2017 10:35 Það er niðurstaða Persónuverndar að Stígamót hafi brotið lög um persónuvernd með skoðun á pósthólfi fyrrverandi starfsmanns samtakanna. Vísir/Daníel Stígamót brutu persónuverndarlög við meðferð á tölvupósthólfi fyrrverandi starfsmanns samtakanna. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar sem birtur var í vikunni. Þar kemur fram að starfsmaðurinn hafi sent kvörtun til Persónuverndar þann 13. desember síðastliðinn. Í kvörtuninni var því lýst að þann 10. október í fyrra sendi starfsmaðurinn tölvupóst á starfshóp Stígamót þar sem hún lýsti þeirri skoðun sinni að hún yrði fyrir einelti á vinnustaðnum. Óskaði hún eftir aðkomu óháðra vinnustaðasálfræðinga en ella myndi hún fá tækifæri til ráða starfslok sín við fulltrúa BHM.Sjá einnig:Fyrrverandi starfskona Stígamóta segist hafa upplifað ofbeldi á vinnustaðnum Þá kom einnig fram í kvörtuninni að sama dag og starfsmaðurinn sendi umræddan tölvupóst var farið inn í tölvupóstfang hennar hjá Stígamótum. Þá hefði annar starfsmaður áframsent tölvupóst þaðan „án þess að brýna nauðsyn bæri til og án þess að henni hafi verið gerð grein fyrir því eða veitt færi á að vera viðstödd. Jafnframt segir að henni hafi ekki verið gefinn kostur á að eyða einkatölvupóstum úr pósthólfinu við starfslok, sem voru í október 2016, auk þess sem kvartað er yfir því að pósthólf kvartanda sé enn opið og einkatölvupóstur hennar sé skoðaður og eftir atvikum framsendur á annað starfsfólk án nokkurs samráðs eða samþykkis frá kvartanda,“ að því er segir í úrskurði Persónuverndar um tildrög málsins.Lokað fyrir aðgang að tölvupósthólfi Þann 11. október hafði beiðni starfsmannsins varðandi vinnustaðasálfræðing ekki verið svarað en búið var að loka fyrir aðgang að tölvupósthólfi hennar. Í úrskurðinum eru raktar skýringar Stígamóta vegna kvörtunarinnar. Þar segir meðal annars að starfsmaðurinn hafi átt bókuð viðtöl við skjólstæðinga auk þess sem von var á tveimur hópum frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í fræðslu til hennar. „Bar því nauðsyn til að hafa samband við þessa aðila. Enginn tengiliður var bókaður við FB í dagbók sem allir hafa aðgang að en venjan er að skrá þar tengiliði svo hafa megi samband ef eitthvað kemur upp á. Af þeim sökum fór starfsmaður inn í tölvu [A], með hjálp tölvumanns, og áframsendi póstinn frá FB á netfangið sitt. Að því búnu lét hún [A] vita með skilaboðum á Facebook að aðgangi hennar hefði verið breytt og hvert nýja aðgangsorðið væri,“ segir í bréfi Stígamóta en A er starfsmaðurinn sem um ræðir. Þá segir jafnframt að starfsmaðurinn hafi haft aðgang að tölvupóstinum frá 26. október 2016 og henni hefði þá verið „í lófa lagið að eyða eða taka afrit af þeim tölvupósti sem ekki tengdist starfsemi Stígamóta og að virkja sjálfvirka svörun úr pósthólfinu. Þann 9. nóvember s.á. hafi öllum tölvupósti sem barst á tölvupósthólf kvartanda verið beint til annars starfsmanns Stígamóta til að bregðast mætti við honum, enda brýnt að enginn póstur færi forgörðum því um gæti verið að ræða einstakling sem ákveðið hefði að leita sér aðstoðar.“ Það er niðurstaða Persónuverndar að Stígamót hafi brotið lög um persónuvernd með skoðun á pósthólfi starfsmannsins. Þá var framsending tölvupósts sem barst í pósthólf starfsmannsins fyrrverandi frá 9. nóvember og meðferð pósthólfsins eftir starfslok hennar ekki í samræmi við reglur um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga sem til verða við rafræna vöktun. Tengdar fréttir „Að okkar mati hefur óheilbrigð vinnustaðarmenning verið viðvarandi innan Stígamóta til fjölmargra ára“ Fimm konur sem starfað hafa á vettvangi Stígamóta segja að niðurstaða mats á starfsumhverfi Stígamóta hafi valdið þeim miklum vonbrigðum. 28. júlí 2017 13:23 „Ég óttast sífellt að rekast á Stígamótafólk eða femínista sem hata mig“ Helga Baldvins Bjargar, sem steig fram fyrir skömmu og sagði frá reynslu sinni af því að starfa fyrir Stígamót, lýsir því hvaða áhrif málið hefur haft á hana í nýjum pistli á femíniska vefritinu Knúz. 26. júlí 2017 10:33 Vonsvikin með rannsókn Stígamóta "Það kemur mér ekki á óvart að hún hafi afgreitt þetta svona,“ segir Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, fyrrverandi starfskona Stígamóta, um það að Guðrún Jónsdóttir muni taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta. 22. júlí 2017 07:00 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Stígamót brutu persónuverndarlög við meðferð á tölvupósthólfi fyrrverandi starfsmanns samtakanna. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar sem birtur var í vikunni. Þar kemur fram að starfsmaðurinn hafi sent kvörtun til Persónuverndar þann 13. desember síðastliðinn. Í kvörtuninni var því lýst að þann 10. október í fyrra sendi starfsmaðurinn tölvupóst á starfshóp Stígamót þar sem hún lýsti þeirri skoðun sinni að hún yrði fyrir einelti á vinnustaðnum. Óskaði hún eftir aðkomu óháðra vinnustaðasálfræðinga en ella myndi hún fá tækifæri til ráða starfslok sín við fulltrúa BHM.Sjá einnig:Fyrrverandi starfskona Stígamóta segist hafa upplifað ofbeldi á vinnustaðnum Þá kom einnig fram í kvörtuninni að sama dag og starfsmaðurinn sendi umræddan tölvupóst var farið inn í tölvupóstfang hennar hjá Stígamótum. Þá hefði annar starfsmaður áframsent tölvupóst þaðan „án þess að brýna nauðsyn bæri til og án þess að henni hafi verið gerð grein fyrir því eða veitt færi á að vera viðstödd. Jafnframt segir að henni hafi ekki verið gefinn kostur á að eyða einkatölvupóstum úr pósthólfinu við starfslok, sem voru í október 2016, auk þess sem kvartað er yfir því að pósthólf kvartanda sé enn opið og einkatölvupóstur hennar sé skoðaður og eftir atvikum framsendur á annað starfsfólk án nokkurs samráðs eða samþykkis frá kvartanda,“ að því er segir í úrskurði Persónuverndar um tildrög málsins.Lokað fyrir aðgang að tölvupósthólfi Þann 11. október hafði beiðni starfsmannsins varðandi vinnustaðasálfræðing ekki verið svarað en búið var að loka fyrir aðgang að tölvupósthólfi hennar. Í úrskurðinum eru raktar skýringar Stígamóta vegna kvörtunarinnar. Þar segir meðal annars að starfsmaðurinn hafi átt bókuð viðtöl við skjólstæðinga auk þess sem von var á tveimur hópum frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í fræðslu til hennar. „Bar því nauðsyn til að hafa samband við þessa aðila. Enginn tengiliður var bókaður við FB í dagbók sem allir hafa aðgang að en venjan er að skrá þar tengiliði svo hafa megi samband ef eitthvað kemur upp á. Af þeim sökum fór starfsmaður inn í tölvu [A], með hjálp tölvumanns, og áframsendi póstinn frá FB á netfangið sitt. Að því búnu lét hún [A] vita með skilaboðum á Facebook að aðgangi hennar hefði verið breytt og hvert nýja aðgangsorðið væri,“ segir í bréfi Stígamóta en A er starfsmaðurinn sem um ræðir. Þá segir jafnframt að starfsmaðurinn hafi haft aðgang að tölvupóstinum frá 26. október 2016 og henni hefði þá verið „í lófa lagið að eyða eða taka afrit af þeim tölvupósti sem ekki tengdist starfsemi Stígamóta og að virkja sjálfvirka svörun úr pósthólfinu. Þann 9. nóvember s.á. hafi öllum tölvupósti sem barst á tölvupósthólf kvartanda verið beint til annars starfsmanns Stígamóta til að bregðast mætti við honum, enda brýnt að enginn póstur færi forgörðum því um gæti verið að ræða einstakling sem ákveðið hefði að leita sér aðstoðar.“ Það er niðurstaða Persónuverndar að Stígamót hafi brotið lög um persónuvernd með skoðun á pósthólfi starfsmannsins. Þá var framsending tölvupósts sem barst í pósthólf starfsmannsins fyrrverandi frá 9. nóvember og meðferð pósthólfsins eftir starfslok hennar ekki í samræmi við reglur um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga sem til verða við rafræna vöktun.
Tengdar fréttir „Að okkar mati hefur óheilbrigð vinnustaðarmenning verið viðvarandi innan Stígamóta til fjölmargra ára“ Fimm konur sem starfað hafa á vettvangi Stígamóta segja að niðurstaða mats á starfsumhverfi Stígamóta hafi valdið þeim miklum vonbrigðum. 28. júlí 2017 13:23 „Ég óttast sífellt að rekast á Stígamótafólk eða femínista sem hata mig“ Helga Baldvins Bjargar, sem steig fram fyrir skömmu og sagði frá reynslu sinni af því að starfa fyrir Stígamót, lýsir því hvaða áhrif málið hefur haft á hana í nýjum pistli á femíniska vefritinu Knúz. 26. júlí 2017 10:33 Vonsvikin með rannsókn Stígamóta "Það kemur mér ekki á óvart að hún hafi afgreitt þetta svona,“ segir Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, fyrrverandi starfskona Stígamóta, um það að Guðrún Jónsdóttir muni taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta. 22. júlí 2017 07:00 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
„Að okkar mati hefur óheilbrigð vinnustaðarmenning verið viðvarandi innan Stígamóta til fjölmargra ára“ Fimm konur sem starfað hafa á vettvangi Stígamóta segja að niðurstaða mats á starfsumhverfi Stígamóta hafi valdið þeim miklum vonbrigðum. 28. júlí 2017 13:23
„Ég óttast sífellt að rekast á Stígamótafólk eða femínista sem hata mig“ Helga Baldvins Bjargar, sem steig fram fyrir skömmu og sagði frá reynslu sinni af því að starfa fyrir Stígamót, lýsir því hvaða áhrif málið hefur haft á hana í nýjum pistli á femíniska vefritinu Knúz. 26. júlí 2017 10:33
Vonsvikin með rannsókn Stígamóta "Það kemur mér ekki á óvart að hún hafi afgreitt þetta svona,“ segir Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, fyrrverandi starfskona Stígamóta, um það að Guðrún Jónsdóttir muni taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta. 22. júlí 2017 07:00