Fá hálfa milljón í styrk til að finna vistvæna leið til að halda hundaskít af götunum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. október 2017 15:05 Hundaeigendur nota jafnan plastpoka til að hreinsa upp skít eftir hunda sína. Vísir/Getty Borgarráð hefur samþykkt að tólf verkefni verði styrkt að upphæð 24.9 milljónum króna úr Miðborgarsjóði. Af þeirri upphæð fær eitt verkefni 15 milljónir. Alls bárust 35 umsóknir um styrki úr sjóðnum, samtals að fjárhæð 119 milljón króna. Auglýst var eftir styrkjum frá Miðborgarsjóði í sumar og var umsóknartími frá 15. júní til 5. júlí. Til úthlutunar voru 30 milljónir króna samkvæmt fjárhagsætlun Reykjavíkurborgar. Verkefnið Skítamix var á meðal þeirra sem fengu úthlutað styrk í ár. Það er nýsköpunarverkefni sem gengur út á að finna vistvæna leið til að halda hundaskít af götum borgarinnar. Hundaeigendur nota jafnan plastpoka til að hreinsa upp skít eftir hunda sína.Miðborgin okkar fær 15 milljónirArkitektafélag Íslands fær tvær milljónir til að gera fimm myndbönd um arkitektúr og þróun bygginga í miðborginni. Myndböndin eiga að fræða, auka samtal og vekja áhuga almennings á arkitektúr og sögu miðborgarinnar. Verkefnið Miðborgin okkar fær 15 milljónir króna en samtökin hafa stuðlaða að samstarfi rekstraraðila í miðborginni síðastliðin ár og markaðssett miðborgina sem miðstöð mannlífs, menningar, verslunar og þjónustu. Samtökin eru með nálægt 150 meðlimi sem starfa í miðborginni. Miðbæjarfélagið í Reykjavík fær hálfa milljón króna til rannsóknar fyrir verkefnið Konur í kaupmennsku og Samtök um bíllausan lífsstíl fá fjögur hundruð þúsund til að halda málþing um fjölbreytta samgönguhætti. Verkefnið Slökun í borg fær eina milljón króna til að efna til slökunarstunda á mismunandi stöðum í miðborginni á tímabilinu ágúst 2017 fram í ágúst 2018. Nánar má lesa um verkefnin á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Sjá meira
Borgarráð hefur samþykkt að tólf verkefni verði styrkt að upphæð 24.9 milljónum króna úr Miðborgarsjóði. Af þeirri upphæð fær eitt verkefni 15 milljónir. Alls bárust 35 umsóknir um styrki úr sjóðnum, samtals að fjárhæð 119 milljón króna. Auglýst var eftir styrkjum frá Miðborgarsjóði í sumar og var umsóknartími frá 15. júní til 5. júlí. Til úthlutunar voru 30 milljónir króna samkvæmt fjárhagsætlun Reykjavíkurborgar. Verkefnið Skítamix var á meðal þeirra sem fengu úthlutað styrk í ár. Það er nýsköpunarverkefni sem gengur út á að finna vistvæna leið til að halda hundaskít af götum borgarinnar. Hundaeigendur nota jafnan plastpoka til að hreinsa upp skít eftir hunda sína.Miðborgin okkar fær 15 milljónirArkitektafélag Íslands fær tvær milljónir til að gera fimm myndbönd um arkitektúr og þróun bygginga í miðborginni. Myndböndin eiga að fræða, auka samtal og vekja áhuga almennings á arkitektúr og sögu miðborgarinnar. Verkefnið Miðborgin okkar fær 15 milljónir króna en samtökin hafa stuðlaða að samstarfi rekstraraðila í miðborginni síðastliðin ár og markaðssett miðborgina sem miðstöð mannlífs, menningar, verslunar og þjónustu. Samtökin eru með nálægt 150 meðlimi sem starfa í miðborginni. Miðbæjarfélagið í Reykjavík fær hálfa milljón króna til rannsóknar fyrir verkefnið Konur í kaupmennsku og Samtök um bíllausan lífsstíl fá fjögur hundruð þúsund til að halda málþing um fjölbreytta samgönguhætti. Verkefnið Slökun í borg fær eina milljón króna til að efna til slökunarstunda á mismunandi stöðum í miðborginni á tímabilinu ágúst 2017 fram í ágúst 2018. Nánar má lesa um verkefnin á vefsíðu Reykjavíkurborgar.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Sjá meira