Efnahagsleg hagsæld verði að skila sér inn í velferðarkerfið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2017 22:22 Katrín Jakobsdóttir vill að almenningur njóti góðs af góðærinu. Vísir/Ernir Eyjólfsson „Það eru raunverulegar áhyggjur af því að við séum ekki að nýta það góðæri sem okkur er sagt að hér sé í landinu til þess í raun og veru að rétta okkur við, til þess að rétta við þessa innviði samfélagsins sem eru það sem gera þetta samfélag.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Hún var gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni. Flokkurinn hefur átt góðu gengi að fagna í skoðanakönnunum upp á síðkastið. Í nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið kom í ljós að Vinstri græn njóta stuðnings 28,2% kjósenda og þannig langstærsti flokkurinn. Katrín segist bæði finna ákall um stefnubreytingu í stjórnmálum og að Vinstri græn komi að forystu í samfélaginu. Hún segir flokkinn vera tilbúinn til að takast á við það verkefni. „Við finnum það að sú stefna sem við töluðum fyrir fyrir síðustu kosningar og tölum enn fyrir, það er að segja þessi efnahagslega hagsæld sem við sjáum, sem allir mælikvarðar sína, hún verður að skila sér í auknum mæli til fólksins í landinu. Hún verður að skila sér inn í heilbrigðiskerfið, skólana og velferðarsamfélagið,“ segir Katrín. Hún segir auk þess að almenningur kalli eftir breyttum stjórnunarháttum. „Ég hef auðvitað bent á það að ríkisstjórnin sem nú er að fara frá sem sat með minnsta mögulega meirihluta en lagði sig ekki fram við það, að mínu viti, að reyna að skapa breiða samstöðu um mál og ég heyri það mjög mikið á fólki að það segir: „Við viljum ekki endilega kollsteypur í hvert sinn sem kosið er, við viljum að fólk leggi það á sig að ná meiri samstöðu um mál,“ og það er líka okkar leiðarljós inn í þessar kosningar,“ segir Katrín. Katrín lætur engan í vafa um stefnu Vinstri grænna í skattamálum. „Við ætlum ekki að hækka skatta á almenning í landinu en við teljum að það sé hægt að hliðra til í skattkerfinu þannig að það verði réttlátara og sanngjarnara en við segjum líka að við viljum efna til samtals stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins, verkalýðshreyfinguna og samtaka atvinnulífsins um þessa framtíðarsýn fyrir skattkerfið í landinu.“Hægt að horfa á viðtalið við Katrínu Jakobsdóttur í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
„Það eru raunverulegar áhyggjur af því að við séum ekki að nýta það góðæri sem okkur er sagt að hér sé í landinu til þess í raun og veru að rétta okkur við, til þess að rétta við þessa innviði samfélagsins sem eru það sem gera þetta samfélag.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Hún var gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni. Flokkurinn hefur átt góðu gengi að fagna í skoðanakönnunum upp á síðkastið. Í nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið kom í ljós að Vinstri græn njóta stuðnings 28,2% kjósenda og þannig langstærsti flokkurinn. Katrín segist bæði finna ákall um stefnubreytingu í stjórnmálum og að Vinstri græn komi að forystu í samfélaginu. Hún segir flokkinn vera tilbúinn til að takast á við það verkefni. „Við finnum það að sú stefna sem við töluðum fyrir fyrir síðustu kosningar og tölum enn fyrir, það er að segja þessi efnahagslega hagsæld sem við sjáum, sem allir mælikvarðar sína, hún verður að skila sér í auknum mæli til fólksins í landinu. Hún verður að skila sér inn í heilbrigðiskerfið, skólana og velferðarsamfélagið,“ segir Katrín. Hún segir auk þess að almenningur kalli eftir breyttum stjórnunarháttum. „Ég hef auðvitað bent á það að ríkisstjórnin sem nú er að fara frá sem sat með minnsta mögulega meirihluta en lagði sig ekki fram við það, að mínu viti, að reyna að skapa breiða samstöðu um mál og ég heyri það mjög mikið á fólki að það segir: „Við viljum ekki endilega kollsteypur í hvert sinn sem kosið er, við viljum að fólk leggi það á sig að ná meiri samstöðu um mál,“ og það er líka okkar leiðarljós inn í þessar kosningar,“ segir Katrín. Katrín lætur engan í vafa um stefnu Vinstri grænna í skattamálum. „Við ætlum ekki að hækka skatta á almenning í landinu en við teljum að það sé hægt að hliðra til í skattkerfinu þannig að það verði réttlátara og sanngjarnara en við segjum líka að við viljum efna til samtals stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins, verkalýðshreyfinguna og samtaka atvinnulífsins um þessa framtíðarsýn fyrir skattkerfið í landinu.“Hægt að horfa á viðtalið við Katrínu Jakobsdóttur í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira