Efnahagsleg hagsæld verði að skila sér inn í velferðarkerfið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2017 22:22 Katrín Jakobsdóttir vill að almenningur njóti góðs af góðærinu. Vísir/Ernir Eyjólfsson „Það eru raunverulegar áhyggjur af því að við séum ekki að nýta það góðæri sem okkur er sagt að hér sé í landinu til þess í raun og veru að rétta okkur við, til þess að rétta við þessa innviði samfélagsins sem eru það sem gera þetta samfélag.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Hún var gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni. Flokkurinn hefur átt góðu gengi að fagna í skoðanakönnunum upp á síðkastið. Í nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið kom í ljós að Vinstri græn njóta stuðnings 28,2% kjósenda og þannig langstærsti flokkurinn. Katrín segist bæði finna ákall um stefnubreytingu í stjórnmálum og að Vinstri græn komi að forystu í samfélaginu. Hún segir flokkinn vera tilbúinn til að takast á við það verkefni. „Við finnum það að sú stefna sem við töluðum fyrir fyrir síðustu kosningar og tölum enn fyrir, það er að segja þessi efnahagslega hagsæld sem við sjáum, sem allir mælikvarðar sína, hún verður að skila sér í auknum mæli til fólksins í landinu. Hún verður að skila sér inn í heilbrigðiskerfið, skólana og velferðarsamfélagið,“ segir Katrín. Hún segir auk þess að almenningur kalli eftir breyttum stjórnunarháttum. „Ég hef auðvitað bent á það að ríkisstjórnin sem nú er að fara frá sem sat með minnsta mögulega meirihluta en lagði sig ekki fram við það, að mínu viti, að reyna að skapa breiða samstöðu um mál og ég heyri það mjög mikið á fólki að það segir: „Við viljum ekki endilega kollsteypur í hvert sinn sem kosið er, við viljum að fólk leggi það á sig að ná meiri samstöðu um mál,“ og það er líka okkar leiðarljós inn í þessar kosningar,“ segir Katrín. Katrín lætur engan í vafa um stefnu Vinstri grænna í skattamálum. „Við ætlum ekki að hækka skatta á almenning í landinu en við teljum að það sé hægt að hliðra til í skattkerfinu þannig að það verði réttlátara og sanngjarnara en við segjum líka að við viljum efna til samtals stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins, verkalýðshreyfinguna og samtaka atvinnulífsins um þessa framtíðarsýn fyrir skattkerfið í landinu.“Hægt að horfa á viðtalið við Katrínu Jakobsdóttur í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
„Það eru raunverulegar áhyggjur af því að við séum ekki að nýta það góðæri sem okkur er sagt að hér sé í landinu til þess í raun og veru að rétta okkur við, til þess að rétta við þessa innviði samfélagsins sem eru það sem gera þetta samfélag.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Hún var gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni. Flokkurinn hefur átt góðu gengi að fagna í skoðanakönnunum upp á síðkastið. Í nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið kom í ljós að Vinstri græn njóta stuðnings 28,2% kjósenda og þannig langstærsti flokkurinn. Katrín segist bæði finna ákall um stefnubreytingu í stjórnmálum og að Vinstri græn komi að forystu í samfélaginu. Hún segir flokkinn vera tilbúinn til að takast á við það verkefni. „Við finnum það að sú stefna sem við töluðum fyrir fyrir síðustu kosningar og tölum enn fyrir, það er að segja þessi efnahagslega hagsæld sem við sjáum, sem allir mælikvarðar sína, hún verður að skila sér í auknum mæli til fólksins í landinu. Hún verður að skila sér inn í heilbrigðiskerfið, skólana og velferðarsamfélagið,“ segir Katrín. Hún segir auk þess að almenningur kalli eftir breyttum stjórnunarháttum. „Ég hef auðvitað bent á það að ríkisstjórnin sem nú er að fara frá sem sat með minnsta mögulega meirihluta en lagði sig ekki fram við það, að mínu viti, að reyna að skapa breiða samstöðu um mál og ég heyri það mjög mikið á fólki að það segir: „Við viljum ekki endilega kollsteypur í hvert sinn sem kosið er, við viljum að fólk leggi það á sig að ná meiri samstöðu um mál,“ og það er líka okkar leiðarljós inn í þessar kosningar,“ segir Katrín. Katrín lætur engan í vafa um stefnu Vinstri grænna í skattamálum. „Við ætlum ekki að hækka skatta á almenning í landinu en við teljum að það sé hægt að hliðra til í skattkerfinu þannig að það verði réttlátara og sanngjarnara en við segjum líka að við viljum efna til samtals stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins, verkalýðshreyfinguna og samtaka atvinnulífsins um þessa framtíðarsýn fyrir skattkerfið í landinu.“Hægt að horfa á viðtalið við Katrínu Jakobsdóttur í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira