Langflestir dómarar í landinu skipaðir af Sjálfstæðismönnum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. september 2017 07:00 Ögmundur Jónasson skipaði flesta sitjandi dómara Hæstaréttar. Dómarar mega sitja til sjötugs í Hæstarétti en ráðherra er heimilt að veita þeim lausn við 65 ára aldur. Sjálfstæðismenn hafa skipað þrjá af hverjum fjórum dómurum sem sæti eiga við íslenska dómstóla, að sérdómstólum undanskildum. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skipuðu 30 af 42 héraðsdómurum, alla fimmtán dómara Landsréttar og þrjá af átta dómurum Hæstaréttar. Þetta háa hlutfall dómaraskipana Sjálfstæðismanna skýrist af því að flokkurinn hefur stýrt ráðuneyti dómsmála nær sleitulaust frá lokum níunda áratugar síðustu aldar. Einu frávikin frá yfirstjórn flokksins á málaflokknum á þessu tímabili eru ráðherratíð Ögmundar Jónassonar og Rögnu Árnadóttur á árunum 2009 til 2013. Ögmundur sat ekki aðgerðarlaus í sinni ráðherratíð og skipaði fimm af þeim átta dómurum sem sitja í Hæstarétti. Þrír ráðherrar hafa setið í ráðuneyti dómsmála frá því Ögmundur lét af embætti; Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ólöf Nordal og Sigríður Andersen. Aðeins einn Hæstaréttardómari hefur verið skipaður á þessum tíma; Karl Axelsson, sem skipaður var af Ólöfu Nordal.Vegna mikils álags í kjölfar hrunsins var dómurum fjölgað tímabundið, sem skýrir fjölda þeirra dómara sem skipaðir voru í stuttri ráðherratíð Rögnu Árnadóttur. Fréttablaðið/Anton BrinkMeð nýjum lögum um dómstóla var dómurum í Hæstarétti fækkað úr tíu í sjö. Dómarar í Hæstarétti eru æviráðnir og fækkun dómara niður í sjö mun því gerast þannig að ekki verður skipaður dómari í Hæstarétt fyrr en réttum fjölda verður náð. Dómararnir eru átta í dag og því verður ekki skipað í stað þess sem næstur hverfur á braut úr réttinum, heldur þess sem yfirgefur dóminn þar á eftir. Hæstaréttardómurum hefur fækkað um þrjá í þessum mánuði. Eiríki Tómassyni var veitt lausn frá embætti fyrsta þessa mánaðar en hann er orðinn 67 ára gamall. Páll Hreinsson staðfesti við Vísi í vikunni að hann snúi ekki aftur í Hæstarétt en hann hefur verið í leyfi frá árinu 2011 vegna starfa sinna við EFTA-dómstólinn. Þá lét Ingveldur Einarsdóttir af störfum síðastliðinn föstudag en hún var settur Hæstaréttardómari með tímabundna ráðningu. Hún hefur nú verið skipuð dómari í Landsrétti. Átta héraðsdómarar verða skipaðir á næstunni í stað þeirra dómara sem flytjast upp í Landsrétt. Ástráður Haraldsson er meðal umsækjenda um eitt þessara embætta og vegna málaferla Ástráðs um skipun dómara í Landsrétt, ákvað Sigríður Andersen dómsmálaráðherra að víkja sæti og mun ekki skipa í umræddar dómarastöður. „Telur hún að fyrir hendi séu aðstæður sem séu til þess fallnar að umsækjendur dragi óhlutlægni hennar í efa,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins sem birt var í vikunni. Forsætisráðherra mun því ákveða hvaða ráðherra verður falið að skipa þessa átta dómara, ef til þess kemur áður en ný ríkisstjórn verður skipuð. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Sjálfstæðismenn hafa skipað þrjá af hverjum fjórum dómurum sem sæti eiga við íslenska dómstóla, að sérdómstólum undanskildum. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skipuðu 30 af 42 héraðsdómurum, alla fimmtán dómara Landsréttar og þrjá af átta dómurum Hæstaréttar. Þetta háa hlutfall dómaraskipana Sjálfstæðismanna skýrist af því að flokkurinn hefur stýrt ráðuneyti dómsmála nær sleitulaust frá lokum níunda áratugar síðustu aldar. Einu frávikin frá yfirstjórn flokksins á málaflokknum á þessu tímabili eru ráðherratíð Ögmundar Jónassonar og Rögnu Árnadóttur á árunum 2009 til 2013. Ögmundur sat ekki aðgerðarlaus í sinni ráðherratíð og skipaði fimm af þeim átta dómurum sem sitja í Hæstarétti. Þrír ráðherrar hafa setið í ráðuneyti dómsmála frá því Ögmundur lét af embætti; Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ólöf Nordal og Sigríður Andersen. Aðeins einn Hæstaréttardómari hefur verið skipaður á þessum tíma; Karl Axelsson, sem skipaður var af Ólöfu Nordal.Vegna mikils álags í kjölfar hrunsins var dómurum fjölgað tímabundið, sem skýrir fjölda þeirra dómara sem skipaðir voru í stuttri ráðherratíð Rögnu Árnadóttur. Fréttablaðið/Anton BrinkMeð nýjum lögum um dómstóla var dómurum í Hæstarétti fækkað úr tíu í sjö. Dómarar í Hæstarétti eru æviráðnir og fækkun dómara niður í sjö mun því gerast þannig að ekki verður skipaður dómari í Hæstarétt fyrr en réttum fjölda verður náð. Dómararnir eru átta í dag og því verður ekki skipað í stað þess sem næstur hverfur á braut úr réttinum, heldur þess sem yfirgefur dóminn þar á eftir. Hæstaréttardómurum hefur fækkað um þrjá í þessum mánuði. Eiríki Tómassyni var veitt lausn frá embætti fyrsta þessa mánaðar en hann er orðinn 67 ára gamall. Páll Hreinsson staðfesti við Vísi í vikunni að hann snúi ekki aftur í Hæstarétt en hann hefur verið í leyfi frá árinu 2011 vegna starfa sinna við EFTA-dómstólinn. Þá lét Ingveldur Einarsdóttir af störfum síðastliðinn föstudag en hún var settur Hæstaréttardómari með tímabundna ráðningu. Hún hefur nú verið skipuð dómari í Landsrétti. Átta héraðsdómarar verða skipaðir á næstunni í stað þeirra dómara sem flytjast upp í Landsrétt. Ástráður Haraldsson er meðal umsækjenda um eitt þessara embætta og vegna málaferla Ástráðs um skipun dómara í Landsrétt, ákvað Sigríður Andersen dómsmálaráðherra að víkja sæti og mun ekki skipa í umræddar dómarastöður. „Telur hún að fyrir hendi séu aðstæður sem séu til þess fallnar að umsækjendur dragi óhlutlægni hennar í efa,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins sem birt var í vikunni. Forsætisráðherra mun því ákveða hvaða ráðherra verður falið að skipa þessa átta dómara, ef til þess kemur áður en ný ríkisstjórn verður skipuð.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira