Þorsteinn býður sig fram til þings með Sigmundi Hersir Aron Ólafsson skrifar 25. september 2017 20:00 Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir stöðu flokksins skelfilega vegna hinna miklu innanflokksátaka sem þar hafa geisað undanfarna daga. Framkvæmdastjóri flokksins vildi ekki veita fréttastofu upplýsingar um hversu margir hafa skráð sig úr flokknum í dag og bar við trúnaði. Ljóst er þó að þeir eru fjölmargir og má nefna formenn framsóknarfélaga og ungliðahreyfinga víða um land auk stjórnar framsóknarfélagsins í Mosfellsbæ eins og hún leggur sig. Regína Helgadóttir, formaður framsóknarfélags Akureyrar og nágrennis sagði sig úr flokknum í dag, en hún segir stórt skarð höggvið í hann með brotthvarfi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sagði hún m.a. að hann væri einhver mesti leiðtogi sem flokkurinn hefði haft. Þá tilkynnti fyrrum þingmaðurinn Þorsteinn Sæmundsson jafnframt um úrsögn sína í dag. Hann hyggst bjóða sig fram til þings fyrir hreyfingu Sigmundar Davíðs. Ekki hefur enn komið fram undir hvaða heiti framboð Sigmundar býður fram og hann hefur ekki viljað svara því hvort framboðið tengist áður tilkynntum flokki Björns Inga Hrafnssonar. Aftur á móti skráði Sigurbjörn Magnús Gunnlaugsson, bróðir Sigmundar, lénið midflokkurinn.is fyrr í dag. Ekki náðist samband við Sigurbjörn við vinnslu fréttarinnar og Sigmundur Davíð vildi ekki staðfesta að þetta yrði endanlegt heiti flokksins. Á því stutta kjörtímabili sem nú er að líða hafa átta manns setið á þingi fyrir Framsóknarflokkinn. Þar af er ljóst að minnst þrír hverfa frá, en auk Sigmundar höfðu þær Eygló Harðardóttir og Elsa Lára Arnardóttir tilkynnt á síðustu vikum að þær hygðust ekki gefa kost á sér áfram. Varaformaðurinn Lilja Alfreðsdóttir vildi ekki veita viðtal í dag og hefur ekki sent frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins. Hún hefur þó ekkert sagt sem bendir til þess að hún muni segja sig úr flokknum. Eftir standa þá formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson, þingflokksformaðurinn Þórunn Egilsdóttir og varaþingflokksformaðurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir – sem ætla má að öll verði á listum flokksins áfram. Þá hyggst Gunnar Bragi Sveinsson áfram kljást við Ásmund Einar Daðason um fyrsta sæti í norðvesturkjördæmi. Hann segir þó ljóst að staða flokksins sé afar slæm vegna hinna miklu innanflokksátaka. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir stöðu flokksins skelfilega vegna hinna miklu innanflokksátaka sem þar hafa geisað undanfarna daga. Framkvæmdastjóri flokksins vildi ekki veita fréttastofu upplýsingar um hversu margir hafa skráð sig úr flokknum í dag og bar við trúnaði. Ljóst er þó að þeir eru fjölmargir og má nefna formenn framsóknarfélaga og ungliðahreyfinga víða um land auk stjórnar framsóknarfélagsins í Mosfellsbæ eins og hún leggur sig. Regína Helgadóttir, formaður framsóknarfélags Akureyrar og nágrennis sagði sig úr flokknum í dag, en hún segir stórt skarð höggvið í hann með brotthvarfi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sagði hún m.a. að hann væri einhver mesti leiðtogi sem flokkurinn hefði haft. Þá tilkynnti fyrrum þingmaðurinn Þorsteinn Sæmundsson jafnframt um úrsögn sína í dag. Hann hyggst bjóða sig fram til þings fyrir hreyfingu Sigmundar Davíðs. Ekki hefur enn komið fram undir hvaða heiti framboð Sigmundar býður fram og hann hefur ekki viljað svara því hvort framboðið tengist áður tilkynntum flokki Björns Inga Hrafnssonar. Aftur á móti skráði Sigurbjörn Magnús Gunnlaugsson, bróðir Sigmundar, lénið midflokkurinn.is fyrr í dag. Ekki náðist samband við Sigurbjörn við vinnslu fréttarinnar og Sigmundur Davíð vildi ekki staðfesta að þetta yrði endanlegt heiti flokksins. Á því stutta kjörtímabili sem nú er að líða hafa átta manns setið á þingi fyrir Framsóknarflokkinn. Þar af er ljóst að minnst þrír hverfa frá, en auk Sigmundar höfðu þær Eygló Harðardóttir og Elsa Lára Arnardóttir tilkynnt á síðustu vikum að þær hygðust ekki gefa kost á sér áfram. Varaformaðurinn Lilja Alfreðsdóttir vildi ekki veita viðtal í dag og hefur ekki sent frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins. Hún hefur þó ekkert sagt sem bendir til þess að hún muni segja sig úr flokknum. Eftir standa þá formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson, þingflokksformaðurinn Þórunn Egilsdóttir og varaþingflokksformaðurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir – sem ætla má að öll verði á listum flokksins áfram. Þá hyggst Gunnar Bragi Sveinsson áfram kljást við Ásmund Einar Daðason um fyrsta sæti í norðvesturkjördæmi. Hann segir þó ljóst að staða flokksins sé afar slæm vegna hinna miklu innanflokksátaka.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira