Lögregluaðgerðir gegn hænsnaflokki velkjast um í dómskerfinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. september 2017 23:15 Kristján Ingi Jónsson og eiginmaður hans halda umræddan hænsnaflokk en nágrannar þeirra í Mosfellsbæ eiga mjög erfitt með að þola hávaða í hönum flokksins og hafa því beitt sér fyrir því á undanförnum árum að þeir verði fjarlægðir. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur þarf að fjalla efnislega um heimildir til lögregluaðgerða gegn Landnámshænsnaflokki í Mosfellsbæ, samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar í dag. Kærumál vegna hænsnaflokksins hafa rekist milli stofnanna í stjórnsýslunni í nokkur ár og flakka nú milli dómstiga. Meðal stofnanna sem fjallað hafa um örlög hænsnaflokksins eru bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ, Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðisins, Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur Íslands. Ekki sér fyrir endann á deilunni og örlög hænsnaflokksins því enn óráðin. Málið á sér orðið fimm ára langa sögu. Kristján Ingi Jónsson og eiginmaður hans halda umræddan hænsnaflokk en nágrannar þeirra í Mosfellsbæ eiga mjög erfitt með að þola hávaða í hönum flokksins og hafa því beitt sér fyrir því á undanförnum árum að þeir verði fjarlægðir. Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðisins kærði hænsnabændurna til lögreglu Nýjustu vendingar í málinu eru þær að Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðisins kærði hænsnabændurna til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og óskaði eftir því að lögreglan aflaði dómsúrskurðar til að fjarlægja mætti hænsnaflokkinn. Í kærunni segir meðal annars: „Að fengnum dómsúrskurði myndi dýraeftirlitsmaður með aðstoð lögreglu handsama umrædda fugla og koma fyrir í þar til gerðum búrum. Í framhaldi er gert ráð fyrir að fuglarnir verði fluttir til dýralæknis til aflífunar.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu snéri sér til Héraðsdóms Reykjavíkur með kröfu um húsleit við bæinn og á lóð umhverfis húsnæðið á heimili hænsnabónda, og að hænsnabóndinn afhendi lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu umræddar óskráðar hænur og tvo óleyfishana sem hann heldur. Héraðsdómur vísaði kröfu lögreglunnar frá dómi, aðallega á þeim grundvelli að umkrafnar heimildir til lögregluaðgerða gegn hænsnaflokknum og eiganda þeirra séu ekki gerðar með því markmiði að handtaka varnaraðila eða rannsaka andlag brots og önnur ummerki eða hafa uppi á munum sem rannsaka á. Þá séu heldur engir rannsóknarhagsmunir í húfi enda ekkert í málinu sem teljist óupplýst og þarfnist rannsóknaraðgerða í þágu lögreglurannsóknar. Þá verði heldur ekki séð að þolandi umkrafinna rannsóknaraðgerða sé grunaður um refsiverða háttsemi, eða í öllu falli ekki grunaður um háttsemi sem varðað geti fangelsisvist. Lögreglan kærði úrskurðinn til Hæstaréttar, sem felldi úrskurð Héraðsdóms úr gildi á þeim grundvelli ástæðurnar sem tilgreindar eru í úrskurðinum eigi ekki að valda frávísun. Hér vísar Hæstiréttur til þess að umræddar ástæður eigi að leiða til efnislegrar niðurstöðu um beiðni lögreglunnar en ekki frávísun málsins. Nú fer málið því aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur til efnislegrar meðferðar á kröfu lögreglunnar um húsleit og afhendingu hænsnaflokksins. Tengdar fréttir Hanar að gala eigandann út af lögbýlaskrá Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ vilja að lögbýli í þéttbýli verði aflögð. Þá geti þau beitt sér gegn tveimur landnámshönum sem nágranni í Reykjahverfi segir sígalandi. Eigandi hananna segist ekki gefa lögbýlisréttinn eftir nema Alþingi breyti lögum. 29. ágúst 2014 07:30 Haninn Kristján hefur ekki galað sitt síðasta Nágrannar, bæjarfélagið og úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál vilja tvo hana brott af Syðri-Reykjum 3. Eigandi fuglanna telur að lögbýlaskrá hafi verið breytt til að losna við hanana. Nágrannar þreyttir á fimm ára hanagali. 9. mars 2017 07:00 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur þarf að fjalla efnislega um heimildir til lögregluaðgerða gegn Landnámshænsnaflokki í Mosfellsbæ, samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar í dag. Kærumál vegna hænsnaflokksins hafa rekist milli stofnanna í stjórnsýslunni í nokkur ár og flakka nú milli dómstiga. Meðal stofnanna sem fjallað hafa um örlög hænsnaflokksins eru bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ, Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðisins, Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur Íslands. Ekki sér fyrir endann á deilunni og örlög hænsnaflokksins því enn óráðin. Málið á sér orðið fimm ára langa sögu. Kristján Ingi Jónsson og eiginmaður hans halda umræddan hænsnaflokk en nágrannar þeirra í Mosfellsbæ eiga mjög erfitt með að þola hávaða í hönum flokksins og hafa því beitt sér fyrir því á undanförnum árum að þeir verði fjarlægðir. Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðisins kærði hænsnabændurna til lögreglu Nýjustu vendingar í málinu eru þær að Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðisins kærði hænsnabændurna til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og óskaði eftir því að lögreglan aflaði dómsúrskurðar til að fjarlægja mætti hænsnaflokkinn. Í kærunni segir meðal annars: „Að fengnum dómsúrskurði myndi dýraeftirlitsmaður með aðstoð lögreglu handsama umrædda fugla og koma fyrir í þar til gerðum búrum. Í framhaldi er gert ráð fyrir að fuglarnir verði fluttir til dýralæknis til aflífunar.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu snéri sér til Héraðsdóms Reykjavíkur með kröfu um húsleit við bæinn og á lóð umhverfis húsnæðið á heimili hænsnabónda, og að hænsnabóndinn afhendi lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu umræddar óskráðar hænur og tvo óleyfishana sem hann heldur. Héraðsdómur vísaði kröfu lögreglunnar frá dómi, aðallega á þeim grundvelli að umkrafnar heimildir til lögregluaðgerða gegn hænsnaflokknum og eiganda þeirra séu ekki gerðar með því markmiði að handtaka varnaraðila eða rannsaka andlag brots og önnur ummerki eða hafa uppi á munum sem rannsaka á. Þá séu heldur engir rannsóknarhagsmunir í húfi enda ekkert í málinu sem teljist óupplýst og þarfnist rannsóknaraðgerða í þágu lögreglurannsóknar. Þá verði heldur ekki séð að þolandi umkrafinna rannsóknaraðgerða sé grunaður um refsiverða háttsemi, eða í öllu falli ekki grunaður um háttsemi sem varðað geti fangelsisvist. Lögreglan kærði úrskurðinn til Hæstaréttar, sem felldi úrskurð Héraðsdóms úr gildi á þeim grundvelli ástæðurnar sem tilgreindar eru í úrskurðinum eigi ekki að valda frávísun. Hér vísar Hæstiréttur til þess að umræddar ástæður eigi að leiða til efnislegrar niðurstöðu um beiðni lögreglunnar en ekki frávísun málsins. Nú fer málið því aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur til efnislegrar meðferðar á kröfu lögreglunnar um húsleit og afhendingu hænsnaflokksins.
Tengdar fréttir Hanar að gala eigandann út af lögbýlaskrá Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ vilja að lögbýli í þéttbýli verði aflögð. Þá geti þau beitt sér gegn tveimur landnámshönum sem nágranni í Reykjahverfi segir sígalandi. Eigandi hananna segist ekki gefa lögbýlisréttinn eftir nema Alþingi breyti lögum. 29. ágúst 2014 07:30 Haninn Kristján hefur ekki galað sitt síðasta Nágrannar, bæjarfélagið og úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál vilja tvo hana brott af Syðri-Reykjum 3. Eigandi fuglanna telur að lögbýlaskrá hafi verið breytt til að losna við hanana. Nágrannar þreyttir á fimm ára hanagali. 9. mars 2017 07:00 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Hanar að gala eigandann út af lögbýlaskrá Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ vilja að lögbýli í þéttbýli verði aflögð. Þá geti þau beitt sér gegn tveimur landnámshönum sem nágranni í Reykjahverfi segir sígalandi. Eigandi hananna segist ekki gefa lögbýlisréttinn eftir nema Alþingi breyti lögum. 29. ágúst 2014 07:30
Haninn Kristján hefur ekki galað sitt síðasta Nágrannar, bæjarfélagið og úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál vilja tvo hana brott af Syðri-Reykjum 3. Eigandi fuglanna telur að lögbýlaskrá hafi verið breytt til að losna við hanana. Nágrannar þreyttir á fimm ára hanagali. 9. mars 2017 07:00