Tvöfalt fleiri afplána nú með ökklaband Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. september 2017 06:00 Þegar fangi afplánar með rafrænu eftirliti er hann með ökklaband. vísir/gva Það sem af er ári hafa að meðaltali 17 manns afplánað fangelsisdóma sína með rafrænu eftirliti á hverjum degi. Í fyrra voru það hins vegar að meðaltali sjö. Alls hafa 198 manns hafið afplánun með rafrænu eftirliti frá því að úrræðið var tekið í notkun árið 2012. Með þessu úrræði geta fangarnir afplánað utan veggja fangelsa en bera ökklabönd meðan á afplánun stendur. Níu manns hafa þurft að fara aftur í fangelsi vegna rofs á skilyrðum sem um slíkt eftirlit gildir. Hlutfall þeirra sem afplána með rafrænu eftirliti hefur verið á bilinu 12 til 21 prósent af heildarfjölda fanga frá því að úrræðið var tekið í notkun. Það er sífellt meira notað og hefur fjöldi þeirra sem nýta sér úrræðið tekið stórt stökk í ár. Ástæðuna má einkum rekja til lagabreytingar þar sem heimildir fanga til að nýta sér það voru rýmkaðar í fyrra.Páll Winkel fangelsismálastjóri.vísir/andri marinóPáll Winkel fangelsismálastjóri segir að í dag geti fangar með sex ára fangelsisrefsingu eða lengri verið allt að tólf síðustu mánuðina undir rafrænu eftirliti. Hann segir úrræðið hafa gengið vel. Það sé nauðsynlegur liður í þrepaskiptri aðlögun fanga að samfélaginu að nýju. „Mikilvægt er að fangar með langa refsingu lagist hægt en örugglega að samfélaginu að nýju,“ segir Páll í skriflegu svari til Fréttablaðsins. Í lögum um fullnustu refsinga er kveðið á um heimild til að ljúka afplánun með rafrænu eftirliti. En þar er líka kveðið á um skilyrði fyrir því að slíkt rafrænt eftirlit fari fram. Jafnframt segir að rjúfa megi rafrænt eftirlit þegar fangi stundar ekki vinnu, nám eða starfsþjálfun eða meðferð sem var forsenda fullnustu utan fangelsis. Hið sama á við þegar fangi strýkur frá stofnun eða heimili, brýtur reglur þess eða rýfur skilyrði fyrir fullnustu. Sama gildir telji stofnun eða heimili brostnar forsendur fyrir áframhaldandi dvöl fanga þar. Við slíkar aðstæður er fangi fluttur aftur til afplánunar í fangelsi. Árið 2012 rauf einn fangi skilyrði rafræns eftirlits, árin 2013-2016 rufu árlega tveir fangar þessi skilyrði en í ár hefur enginn rofið þau. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Það sem af er ári hafa að meðaltali 17 manns afplánað fangelsisdóma sína með rafrænu eftirliti á hverjum degi. Í fyrra voru það hins vegar að meðaltali sjö. Alls hafa 198 manns hafið afplánun með rafrænu eftirliti frá því að úrræðið var tekið í notkun árið 2012. Með þessu úrræði geta fangarnir afplánað utan veggja fangelsa en bera ökklabönd meðan á afplánun stendur. Níu manns hafa þurft að fara aftur í fangelsi vegna rofs á skilyrðum sem um slíkt eftirlit gildir. Hlutfall þeirra sem afplána með rafrænu eftirliti hefur verið á bilinu 12 til 21 prósent af heildarfjölda fanga frá því að úrræðið var tekið í notkun. Það er sífellt meira notað og hefur fjöldi þeirra sem nýta sér úrræðið tekið stórt stökk í ár. Ástæðuna má einkum rekja til lagabreytingar þar sem heimildir fanga til að nýta sér það voru rýmkaðar í fyrra.Páll Winkel fangelsismálastjóri.vísir/andri marinóPáll Winkel fangelsismálastjóri segir að í dag geti fangar með sex ára fangelsisrefsingu eða lengri verið allt að tólf síðustu mánuðina undir rafrænu eftirliti. Hann segir úrræðið hafa gengið vel. Það sé nauðsynlegur liður í þrepaskiptri aðlögun fanga að samfélaginu að nýju. „Mikilvægt er að fangar með langa refsingu lagist hægt en örugglega að samfélaginu að nýju,“ segir Páll í skriflegu svari til Fréttablaðsins. Í lögum um fullnustu refsinga er kveðið á um heimild til að ljúka afplánun með rafrænu eftirliti. En þar er líka kveðið á um skilyrði fyrir því að slíkt rafrænt eftirlit fari fram. Jafnframt segir að rjúfa megi rafrænt eftirlit þegar fangi stundar ekki vinnu, nám eða starfsþjálfun eða meðferð sem var forsenda fullnustu utan fangelsis. Hið sama á við þegar fangi strýkur frá stofnun eða heimili, brýtur reglur þess eða rýfur skilyrði fyrir fullnustu. Sama gildir telji stofnun eða heimili brostnar forsendur fyrir áframhaldandi dvöl fanga þar. Við slíkar aðstæður er fangi fluttur aftur til afplánunar í fangelsi. Árið 2012 rauf einn fangi skilyrði rafræns eftirlits, árin 2013-2016 rufu árlega tveir fangar þessi skilyrði en í ár hefur enginn rofið þau.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira