Gunnar: Conor klárar Mayweather með rothöggi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2017 06:00 Gunni og Conor eru góðir félagar. vísir/getty Einn stærsti íþróttaviðburður síðustu ára fer fram aðfaranótt sunnudags þegar Conor McGregor, skærasta UFC-stjarna heims, stígur úr búrinu inn í hnefaleikahringinn þar sem hann mun mæta Floyd Mayweather, einum besta boxara sögunnar. Mayweather er enn ósigraður og tók hanskana niður úr hillunni til að berjast við Írann kjaftfora. Ef Mayweather ber sigur úr býtum mun hann ljúka ferlinum á 50 sigrum í 50 bardögum. Fyrirfram mætti telja að besti hnefaleikamaður heims ætti ekki að lenda í vandræðum með mann sem hefur aldrei barist sem atvinnumaður í íþróttinni. En Gunnar Nelson, fremsti bardagakappi Íslands og æfingafélagi Conors til margra ára, segir í samtali við Fréttablaðið að hann telji möguleika síns manns góða og að bardagastíll hans henti Mayweather illa.Espar hann upp „Conor mun reyna að setja pressu á Mayweather því hann gerir sér grein fyrir að Mayweather mun ekki koma inn í bardagann og reyna að rota hann þrátt fyrir yfirlýsingar um það,“ segir Gunnar. „Mayweather mun halda sér við sitt og reyna að vinna tólf lotu bardaga með dómaraákvörðun.“ Gunnar segir að fyrstu loturnar verði áhugaverðar og að Conor muni reyna að espa Mayweather upp, sem muni svara með því að reyna að láta Írann slá vindhögg –þreyta hann og hægja á honum. „En Conor er góður í að slá menn þegar þeir eiga síst von á því. Hann mun líka reyna að espa hann upp til að fá hann til að sækja. Þá getur Conor bakkað og svarað með þessari vinstri sleggju sem hann er alþekktur fyrir.“Getur klárað heilan bardaga Gunnar bendir á að Conor búi yfir ýmislegu í vopnabúri sínu sem muni henta Mayweather illa. Svo sem yfirhandarhöggi sem hefur verið áður notað gegn Bandaríkjamanninum með góðum árangri. En ef Mayweather tekst að verjast því, mun hann hafa úthald og þol til að endast í tólf lotu bardaga og vinna á stigum? „Já, það tel ég. Conor hefur aldrei verið í betra formi og á að baki 50-60 bardaga sem áhugamaður í hnefaleikum. Sem MMA-maður er hann alltaf betri standandi og er með skrokkinn í það. Ég hugsa að hann geti komið honum í vandræði snemma, unnið fyrstu loturnar og jafnvel þær síðustu líka,“ segir Gunnar. „Mér finnst skemmtilegt að hugsa til þess að hann klári bardagann í fyrstu lotunum og sé fyrir mér að það gæti gerst. Ég veit líka að Mayweather hefur aldrei farið gegn svona bardagamanni áður. Conor er ekki boxari þó svo að hann kunni það ótrúlega vel. Það er bara svo margt í stíl hans sem Mayweather hefur ekki séð. Hann hefur aldrei skipst á höggum við MMA-bardagamann. Það er bara öðruvísi.“Engin látalæti Óhætt er að segja að Conor McGregor njóti sín í sviðsljósinu. Hann hefur verið óhræddur við yfirlýsingar og lofar því að hann muni slá Mayweather í rot í fyrstu lotunum, fjórðu eða jafnvel annarri. En Gunnar bendir á að Conor hafi góða stjórn á tilfinningum sínum. „Hann er mjög rólegur og yfirvegaður þegar hann þarf að vera það. Svona er hann bara. Þetta eru ekki látalæti, hann er eins og hann hefur alltaf verið,“ segir Gunnar sem spáir vitaskuld sínum manni sigri. „Ég ætla að segja að hann klári Mayweather í sjöttu lotu með rothöggi.“ MMA Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
Einn stærsti íþróttaviðburður síðustu ára fer fram aðfaranótt sunnudags þegar Conor McGregor, skærasta UFC-stjarna heims, stígur úr búrinu inn í hnefaleikahringinn þar sem hann mun mæta Floyd Mayweather, einum besta boxara sögunnar. Mayweather er enn ósigraður og tók hanskana niður úr hillunni til að berjast við Írann kjaftfora. Ef Mayweather ber sigur úr býtum mun hann ljúka ferlinum á 50 sigrum í 50 bardögum. Fyrirfram mætti telja að besti hnefaleikamaður heims ætti ekki að lenda í vandræðum með mann sem hefur aldrei barist sem atvinnumaður í íþróttinni. En Gunnar Nelson, fremsti bardagakappi Íslands og æfingafélagi Conors til margra ára, segir í samtali við Fréttablaðið að hann telji möguleika síns manns góða og að bardagastíll hans henti Mayweather illa.Espar hann upp „Conor mun reyna að setja pressu á Mayweather því hann gerir sér grein fyrir að Mayweather mun ekki koma inn í bardagann og reyna að rota hann þrátt fyrir yfirlýsingar um það,“ segir Gunnar. „Mayweather mun halda sér við sitt og reyna að vinna tólf lotu bardaga með dómaraákvörðun.“ Gunnar segir að fyrstu loturnar verði áhugaverðar og að Conor muni reyna að espa Mayweather upp, sem muni svara með því að reyna að láta Írann slá vindhögg –þreyta hann og hægja á honum. „En Conor er góður í að slá menn þegar þeir eiga síst von á því. Hann mun líka reyna að espa hann upp til að fá hann til að sækja. Þá getur Conor bakkað og svarað með þessari vinstri sleggju sem hann er alþekktur fyrir.“Getur klárað heilan bardaga Gunnar bendir á að Conor búi yfir ýmislegu í vopnabúri sínu sem muni henta Mayweather illa. Svo sem yfirhandarhöggi sem hefur verið áður notað gegn Bandaríkjamanninum með góðum árangri. En ef Mayweather tekst að verjast því, mun hann hafa úthald og þol til að endast í tólf lotu bardaga og vinna á stigum? „Já, það tel ég. Conor hefur aldrei verið í betra formi og á að baki 50-60 bardaga sem áhugamaður í hnefaleikum. Sem MMA-maður er hann alltaf betri standandi og er með skrokkinn í það. Ég hugsa að hann geti komið honum í vandræði snemma, unnið fyrstu loturnar og jafnvel þær síðustu líka,“ segir Gunnar. „Mér finnst skemmtilegt að hugsa til þess að hann klári bardagann í fyrstu lotunum og sé fyrir mér að það gæti gerst. Ég veit líka að Mayweather hefur aldrei farið gegn svona bardagamanni áður. Conor er ekki boxari þó svo að hann kunni það ótrúlega vel. Það er bara svo margt í stíl hans sem Mayweather hefur ekki séð. Hann hefur aldrei skipst á höggum við MMA-bardagamann. Það er bara öðruvísi.“Engin látalæti Óhætt er að segja að Conor McGregor njóti sín í sviðsljósinu. Hann hefur verið óhræddur við yfirlýsingar og lofar því að hann muni slá Mayweather í rot í fyrstu lotunum, fjórðu eða jafnvel annarri. En Gunnar bendir á að Conor hafi góða stjórn á tilfinningum sínum. „Hann er mjög rólegur og yfirvegaður þegar hann þarf að vera það. Svona er hann bara. Þetta eru ekki látalæti, hann er eins og hann hefur alltaf verið,“ segir Gunnar sem spáir vitaskuld sínum manni sigri. „Ég ætla að segja að hann klári Mayweather í sjöttu lotu með rothöggi.“
MMA Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira