Rússar auka eftirlit með þorsklifur frá Akranesi Haraldur Guðmundsson skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Hjá Akraborg starfa tæplega 40 manns og nemur heildarframleiðslan um ellefu milljónum dósa á ári. MAST mun nú greina niðurstöður frá Rússlandi. Rússneska matvælastofnunin hefur aukið eftirlit sitt með innflutningi á framleiðsluvörum niðursuðuverksmiðjunnar Akraborgar á Akranesi. Ástæðan er sú að eitraði þungmálmurinn kadmíum fannst yfir leyfilegum mörkum í niðursoðinni íslenskri þorsklifur sem fyrirtækið seldi til Rússlands. Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar, er vinstra megin á myndinni.Eftirlit með vörum Akraborgar var aukið þann 18. júlí síðastliðinn. Samkvæmt tilkynningu á vef rússnesku stofnunarinnar voru þrjú sýni tekin. Fyrirtækið, sem er í eigu Lýsis og er stærsti framleiðandi á niðursoðinni þorsklifur í heiminum, megi enn flytja vörur til Rússlands en með því skilyrði að sýni séu tekin úr öllum sendingum. Um tíu prósent af framleiðslu Akraborgar, rúmlega milljón dósir af lifur á ári, fara til Tollabandalags Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans og sér matvælastofnunin rússneska um eftirlit fyrir ríkin þrjú. „Samkvæmt því sem ég hef séð hefur þetta eitthvað með magn kadmíums að gera. Við erum að bíða eftir frekari upplýsingum,“ segir Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar, í samtali við Fréttablaðið. „Hér eru sumarfrí og við höfum því ekki náð að skoða þetta neitt frekar. Þetta er að öllum líkindum vegna einhverra snefilmælinga en það er misjafnt hvernig þetta er mælt á milli landa og hvaða útkoma kemur út úr því,“ segir Rolf. Þorvaldur Þórðarson, framkvæmdastjóri markaðsstofu Matvælastofnunar (MAST), staðfestir að stofnuninni hafi borist erindi frá Rússlandi vegna Akraborgar. Í því komi ekkert nýtt fram umfram tilkynninguna á vef rússnesku systurstofnunarinnar. „Þetta snýst um að þeir greina kadmíum í afurðum frá þeim. Það eru ákveðin mörk fyrir því og þetta mál er til skoðunar hjá okkur og við reynum að meta hvernig þetta lítur út,“ segir Þorvaldur. Aðspurður segir hann ekki ákveðið hvort starfsmenn Matvælastofnunar verði sendir í eftirlitsferð og sýni tekin úr vörum Akraborgar hér á landi. „Við munum greina niðurstöður rannsóknanna frá Rússlandi og miða þær við þau mörk sem við vinnum eftir. Svo munum við bregðast við eftir því hvernig niðurstaðan verður úr þeirri skoðun okkar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Sjá meira
Rússneska matvælastofnunin hefur aukið eftirlit sitt með innflutningi á framleiðsluvörum niðursuðuverksmiðjunnar Akraborgar á Akranesi. Ástæðan er sú að eitraði þungmálmurinn kadmíum fannst yfir leyfilegum mörkum í niðursoðinni íslenskri þorsklifur sem fyrirtækið seldi til Rússlands. Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar, er vinstra megin á myndinni.Eftirlit með vörum Akraborgar var aukið þann 18. júlí síðastliðinn. Samkvæmt tilkynningu á vef rússnesku stofnunarinnar voru þrjú sýni tekin. Fyrirtækið, sem er í eigu Lýsis og er stærsti framleiðandi á niðursoðinni þorsklifur í heiminum, megi enn flytja vörur til Rússlands en með því skilyrði að sýni séu tekin úr öllum sendingum. Um tíu prósent af framleiðslu Akraborgar, rúmlega milljón dósir af lifur á ári, fara til Tollabandalags Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans og sér matvælastofnunin rússneska um eftirlit fyrir ríkin þrjú. „Samkvæmt því sem ég hef séð hefur þetta eitthvað með magn kadmíums að gera. Við erum að bíða eftir frekari upplýsingum,“ segir Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar, í samtali við Fréttablaðið. „Hér eru sumarfrí og við höfum því ekki náð að skoða þetta neitt frekar. Þetta er að öllum líkindum vegna einhverra snefilmælinga en það er misjafnt hvernig þetta er mælt á milli landa og hvaða útkoma kemur út úr því,“ segir Rolf. Þorvaldur Þórðarson, framkvæmdastjóri markaðsstofu Matvælastofnunar (MAST), staðfestir að stofnuninni hafi borist erindi frá Rússlandi vegna Akraborgar. Í því komi ekkert nýtt fram umfram tilkynninguna á vef rússnesku systurstofnunarinnar. „Þetta snýst um að þeir greina kadmíum í afurðum frá þeim. Það eru ákveðin mörk fyrir því og þetta mál er til skoðunar hjá okkur og við reynum að meta hvernig þetta lítur út,“ segir Þorvaldur. Aðspurður segir hann ekki ákveðið hvort starfsmenn Matvælastofnunar verði sendir í eftirlitsferð og sýni tekin úr vörum Akraborgar hér á landi. „Við munum greina niðurstöður rannsóknanna frá Rússlandi og miða þær við þau mörk sem við vinnum eftir. Svo munum við bregðast við eftir því hvernig niðurstaðan verður úr þeirri skoðun okkar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“