Yfir þrjátíu hafa kvartað undan lögreglu til nýrrar nefndar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. ágúst 2017 06:00 Trausti Fannar Valsson, formaður nefndar um eftirlit með lögreglu. Sérstakri nefnd um eftirlit með lögreglu hafa borist 33 formleg erindi frá því hún tók til starfa 1. janúar síðastliðinn. Nefndin hefur það hlutverk að taka við tilkynningum sem varða ætlaða refsiverða háttsemi lögreglumanna, starfsaðferðir lögreglu eða framkomu starfsmanna lögreglumanna. Nefndin hefur ekki sjálfstætt rannsóknarhlutverk en vísar málum til meðferðar hjá viðeigandi embættum innan réttarkerfisins. Hlutverki nefndarinnar er þó ekki lokið þótt erindi hafi verið sent til viðeigandi meðferðar hjá saksóknara eða tilteknum lögregluembættum segir Trausti Fannar Valsson, formaður nefndarinnar. „Við fylgjumst með gangi einstakra mála og getum tekið þau til meðhöndlunar eftir á, til dæmis ef við teljum tilefni til annarra viðbragða en viðhöfð voru og beinum því til viðkomandi embætta eða ef við teljum að eitthvað þurfi að laga til framtíðar,“ segir Trausti Fannar og bætir við: „Nefndinni er falið að fylgjast með því að mál séu ekki látin niður falla; þau fari ekki undir teppið eða ofan í skúffu.“ Af þeim 184 málum sem kærð voru á árunum 2011 til 2016, vegna ætlaðrar refsiverðrar háttsemi lögreglumanna, leiddu einungis sjö mál til ákæru, eða tæp fjögur prósent mála, samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara og héraðssaksóknara.Tölur fengnar úr Tölfræði ákæruvaldsins 2015. Tölur fyrir árið 2016 fengust hjá embætti Héraðssaksóknara.Stærstur hluti þessara kærumála varðar handtökur eða aðrar þvingunarráðstafanir sem lögregla beitir en þau varða líka meint auðgunarbrot lögreglumanna, misnotkun á tækjabúnaði, þagnarskyldubrot og fleira. Spurður hvort tilkoma nefndarinnar sé líkleg til að hafa áhrif á afdrif mála af þessum toga, leggur Trausti Fannar áherslu á að nefndin geti ekki endurskoðað eða breytt ákvörðun saksóknara um hvort gefa skuli út ákæru í máli. Hins vegar geti nefndin, auk almennra tilmæla um verklag, beint því til yfirmanna hjá lögregluembættum að taka til skoðunar hvort beita eigi tiltekna starfsmenn einhverjum agaviðurlögum, eins og áminningu til dæmis, segir Trausti Fannar og bætir við að árangur af starfi nefndarinnar komi ekki í ljós strax heldur þurfi að sjá tölulegar upplýsingar næstu ára til hafa einhvern samanburð. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Sérstakri nefnd um eftirlit með lögreglu hafa borist 33 formleg erindi frá því hún tók til starfa 1. janúar síðastliðinn. Nefndin hefur það hlutverk að taka við tilkynningum sem varða ætlaða refsiverða háttsemi lögreglumanna, starfsaðferðir lögreglu eða framkomu starfsmanna lögreglumanna. Nefndin hefur ekki sjálfstætt rannsóknarhlutverk en vísar málum til meðferðar hjá viðeigandi embættum innan réttarkerfisins. Hlutverki nefndarinnar er þó ekki lokið þótt erindi hafi verið sent til viðeigandi meðferðar hjá saksóknara eða tilteknum lögregluembættum segir Trausti Fannar Valsson, formaður nefndarinnar. „Við fylgjumst með gangi einstakra mála og getum tekið þau til meðhöndlunar eftir á, til dæmis ef við teljum tilefni til annarra viðbragða en viðhöfð voru og beinum því til viðkomandi embætta eða ef við teljum að eitthvað þurfi að laga til framtíðar,“ segir Trausti Fannar og bætir við: „Nefndinni er falið að fylgjast með því að mál séu ekki látin niður falla; þau fari ekki undir teppið eða ofan í skúffu.“ Af þeim 184 málum sem kærð voru á árunum 2011 til 2016, vegna ætlaðrar refsiverðrar háttsemi lögreglumanna, leiddu einungis sjö mál til ákæru, eða tæp fjögur prósent mála, samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara og héraðssaksóknara.Tölur fengnar úr Tölfræði ákæruvaldsins 2015. Tölur fyrir árið 2016 fengust hjá embætti Héraðssaksóknara.Stærstur hluti þessara kærumála varðar handtökur eða aðrar þvingunarráðstafanir sem lögregla beitir en þau varða líka meint auðgunarbrot lögreglumanna, misnotkun á tækjabúnaði, þagnarskyldubrot og fleira. Spurður hvort tilkoma nefndarinnar sé líkleg til að hafa áhrif á afdrif mála af þessum toga, leggur Trausti Fannar áherslu á að nefndin geti ekki endurskoðað eða breytt ákvörðun saksóknara um hvort gefa skuli út ákæru í máli. Hins vegar geti nefndin, auk almennra tilmæla um verklag, beint því til yfirmanna hjá lögregluembættum að taka til skoðunar hvort beita eigi tiltekna starfsmenn einhverjum agaviðurlögum, eins og áminningu til dæmis, segir Trausti Fannar og bætir við að árangur af starfi nefndarinnar komi ekki í ljós strax heldur þurfi að sjá tölulegar upplýsingar næstu ára til hafa einhvern samanburð.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira