Ætla að hefna sín á Bandaríkjamönnum Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, talar við Koro Bessho, fulltrúa Japana, og Matthew Rycroft, fulltrúa Breta, áður en fulltrúar kusu um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. vísir/epa Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa hótað því að hefna sín og láta Bandaríkin kenna á því fyrir að hafa skipulagt hertar viðskiptaþvinganir til að bregðast við kjarnorkuáætlunum þeirra. Norður-Kóreumenn telja að viðskiptaþvinganirnar sem voru samþykktar samhljóða af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn hafi verið gróft brot gegn fullveldi Norður-Kóreu. Með aðgerðum Sameinuðu þjóðanna er markmiðið sett á að draga úr útflutningstekjum Norður-Kóreu um þriðjung. Ákvörðun um að grípa til nýrra viðskiptaþvingana var tekin eftir ítrekaðar kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna sem hafa orðið til þess að auka mjög á spennuna á Kóreuskaganum að undanförnu. BBC-fréttastofan segir frá því í gær að Norður-Kóreumenn hafi heitið því að halda áfram með kjarnorkuvopnaáætlun sína. Vísað er í ríkisfjölmiðilinn KCNA þar sem fram kemur að stjórnvöld í Norður-Kóreu muni ekki semja um kjarnorkuáætlun sína á meðan Bandaríkin ógna þeim. Þá hóta stjórnvöld í Norður-Kóreu því að láta Bandaríkjamenn standa reikningsskil gjörða sinna þúsundfalt Í samtali við blaðamenn á fundi í Manila, höfuðborg Filippseyja, sagði Bang Kwang Hyuk, talsmaður Norður-Kóreustjórnar, að aukin spenna á Kóreuskaganum og deilur vegna kjarnorkumála væru á ábyrgð Bandaríkjanna. „Við staðfestum að við munum aldrei semja um kjarnorkuáætlun okkar og munum ekki gefa neitt eftir,“ segir Kwang Hyuk opinberlega. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er í Manila. Hann vakti athygli á því að bæði Rússar og Kínverjar styddu viðskiptaþvinganirnar og sagði að það þyrfti enginn að velkjast í vafa um að það væri vilji alþjóðasamfélagsins að Norður-Kóreumenn létu af kjarnorkuvopnatilraunum sínum. Rússar og Kínverjar hafa hingað til deilt um það hvernig ætti að taka á málefnum Norður-Kóreu en á síðustu mánuðum hafa bæði ríkin hvatt til þess að kjarnorkuvopnatilraunum verði hætt. En ríkin hafa líka hvatt Bandaríkin og Suður-Kóreumenn til þess að bíða með allar varnaræfingar og draga til baka eldflaugavarnarkerfi sitt frá Suður-Kóreu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa hótað því að hefna sín og láta Bandaríkin kenna á því fyrir að hafa skipulagt hertar viðskiptaþvinganir til að bregðast við kjarnorkuáætlunum þeirra. Norður-Kóreumenn telja að viðskiptaþvinganirnar sem voru samþykktar samhljóða af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn hafi verið gróft brot gegn fullveldi Norður-Kóreu. Með aðgerðum Sameinuðu þjóðanna er markmiðið sett á að draga úr útflutningstekjum Norður-Kóreu um þriðjung. Ákvörðun um að grípa til nýrra viðskiptaþvingana var tekin eftir ítrekaðar kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna sem hafa orðið til þess að auka mjög á spennuna á Kóreuskaganum að undanförnu. BBC-fréttastofan segir frá því í gær að Norður-Kóreumenn hafi heitið því að halda áfram með kjarnorkuvopnaáætlun sína. Vísað er í ríkisfjölmiðilinn KCNA þar sem fram kemur að stjórnvöld í Norður-Kóreu muni ekki semja um kjarnorkuáætlun sína á meðan Bandaríkin ógna þeim. Þá hóta stjórnvöld í Norður-Kóreu því að láta Bandaríkjamenn standa reikningsskil gjörða sinna þúsundfalt Í samtali við blaðamenn á fundi í Manila, höfuðborg Filippseyja, sagði Bang Kwang Hyuk, talsmaður Norður-Kóreustjórnar, að aukin spenna á Kóreuskaganum og deilur vegna kjarnorkumála væru á ábyrgð Bandaríkjanna. „Við staðfestum að við munum aldrei semja um kjarnorkuáætlun okkar og munum ekki gefa neitt eftir,“ segir Kwang Hyuk opinberlega. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er í Manila. Hann vakti athygli á því að bæði Rússar og Kínverjar styddu viðskiptaþvinganirnar og sagði að það þyrfti enginn að velkjast í vafa um að það væri vilji alþjóðasamfélagsins að Norður-Kóreumenn létu af kjarnorkuvopnatilraunum sínum. Rússar og Kínverjar hafa hingað til deilt um það hvernig ætti að taka á málefnum Norður-Kóreu en á síðustu mánuðum hafa bæði ríkin hvatt til þess að kjarnorkuvopnatilraunum verði hætt. En ríkin hafa líka hvatt Bandaríkin og Suður-Kóreumenn til þess að bíða með allar varnaræfingar og draga til baka eldflaugavarnarkerfi sitt frá Suður-Kóreu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira