Unglingagengi halda Glæsibæ í heljargreipum Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2017 11:45 Byrjað er að loka aðalrými Glæsibæjar fyrr á kvöldin. Vísir/Vilhelm Hópar ungmenna hafa síðustu misseri hrellt verslunareigendur í Glæsibæ og er nú svo komið að utanaðkomandi er meinaður aðgangur að aðalrými hússins eftir klukkan 19 á kvöldin. Samkvæmt heimildum Vísis hafa krakkarnir framið margvísleg spellvirki í húsinu; skemmt hurðir, dreift rusli, fært húsgögn og uppstillingar húsenda á milli og stolið úr verslunum. Þá hafi skilti verslunar verið brotið í síðustu viku og braki þess kastað um gólf Glæsibæjar. Í samtali við Vísi segir einn verslunarstjóri að aðkoman hafi þannig oft verið ógeðfelld þegar hann hefur mætt til vinnu á morgnanna. Vísir hefur í morgun hringt í verslunareigendur í húsinu sem staðfesta frásögn hans.Lögregla kölluð til Haft hefur verið samband við lögreglu og barnaverndaryfirvöld vegna framgöngu ungmennanna og að sögn verslunareiganda var í sumar gripið til aðgerða til að sporna við ástandinu. Hægt hefur verið um árabil að ganga inn í aðalrými Glæsibæjar í gegnum verslanir Iceland, áður 10/11, og Tokyo Sushi eftir opnunartíma annarra verslana. Samkvæmt heimildum Vísis fengu forráðamenn þessara fyrirtækja fyrirmæli um að þeir skyldu loka inn í aðalrýmið eftir klukkan 19 á kvöldin. Það hafi ekki síst verið fyrir tilstuðlan annarra langþreyttra verslunareigenda í húsinu.Salernismálin ástæða lokunar Jón Grétar Jónsson, framkvæmdastjóri Eikar rekstrarfélags sem á og rekur Glæsibæ, segir þessar nýtilkomnu lokanir ekki vera vegna hegðunar ungmennanna. Aðalrýmið hafi fram til þessa verið opið á kvöldin til að viðskiptavinir veitingarstaðarins Tokyo Sushi kæmust á salernið sem þar má finna. Eftir stækkun staðarins hafi ekki lengur verið talin þörf á því að hafa rýmið opið þar sem búið sé að setja upp salerni inni á staðnum. Rétt er í þessu samhengi að nefna að Tokyo Sushi opnaði aftur eftir stækkun í byrjun marsmánaðar. Jón segir það ekki nýja sögu, hvorki í þessu húsi né öðrum, að það kunni að vera áreiti af hinu og þessu. Á opnum, opinberum stöðum sé víða verið að kljást við vanda sem þennan. Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst Sjá meira
Hópar ungmenna hafa síðustu misseri hrellt verslunareigendur í Glæsibæ og er nú svo komið að utanaðkomandi er meinaður aðgangur að aðalrými hússins eftir klukkan 19 á kvöldin. Samkvæmt heimildum Vísis hafa krakkarnir framið margvísleg spellvirki í húsinu; skemmt hurðir, dreift rusli, fært húsgögn og uppstillingar húsenda á milli og stolið úr verslunum. Þá hafi skilti verslunar verið brotið í síðustu viku og braki þess kastað um gólf Glæsibæjar. Í samtali við Vísi segir einn verslunarstjóri að aðkoman hafi þannig oft verið ógeðfelld þegar hann hefur mætt til vinnu á morgnanna. Vísir hefur í morgun hringt í verslunareigendur í húsinu sem staðfesta frásögn hans.Lögregla kölluð til Haft hefur verið samband við lögreglu og barnaverndaryfirvöld vegna framgöngu ungmennanna og að sögn verslunareiganda var í sumar gripið til aðgerða til að sporna við ástandinu. Hægt hefur verið um árabil að ganga inn í aðalrými Glæsibæjar í gegnum verslanir Iceland, áður 10/11, og Tokyo Sushi eftir opnunartíma annarra verslana. Samkvæmt heimildum Vísis fengu forráðamenn þessara fyrirtækja fyrirmæli um að þeir skyldu loka inn í aðalrýmið eftir klukkan 19 á kvöldin. Það hafi ekki síst verið fyrir tilstuðlan annarra langþreyttra verslunareigenda í húsinu.Salernismálin ástæða lokunar Jón Grétar Jónsson, framkvæmdastjóri Eikar rekstrarfélags sem á og rekur Glæsibæ, segir þessar nýtilkomnu lokanir ekki vera vegna hegðunar ungmennanna. Aðalrýmið hafi fram til þessa verið opið á kvöldin til að viðskiptavinir veitingarstaðarins Tokyo Sushi kæmust á salernið sem þar má finna. Eftir stækkun staðarins hafi ekki lengur verið talin þörf á því að hafa rýmið opið þar sem búið sé að setja upp salerni inni á staðnum. Rétt er í þessu samhengi að nefna að Tokyo Sushi opnaði aftur eftir stækkun í byrjun marsmánaðar. Jón segir það ekki nýja sögu, hvorki í þessu húsi né öðrum, að það kunni að vera áreiti af hinu og þessu. Á opnum, opinberum stöðum sé víða verið að kljást við vanda sem þennan.
Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent