Fleiri hjá Hrími telja brotið á sér Sæunn Gísladóttir skrifar 13. júlí 2017 06:00 Hrím rekur þrjár verslanir í Reykjavík. vísir/pjetur Á annan tug fyrrverandi og núverandi starfsmanna Hríms hafa rætt saman um óánægju sína er varðar launakjör og framgöngu eigenda samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Að minnsta kosti tveir þeirra ætla að leita til stéttarfélagsins VR vegna ógreiddrar yfirvinnu. Nú þegar hefur einn starfsmaður kvartað. Fjármálastjóri Hríms telur að fyrirtækið sé með allt á þurru í launamálum starfsmanna. Enginn hafi kvartað við hann varðandi álag. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær braut Hrím hönnunarhús gegn ákvæðum jafnréttislaga með því að borga kvenkyns starfsmanni lægri laun en starfsbróður hennar. Fram kemur í úrskurðinum að kærandi hafi heyrt frá öðrum starfsmönnum að launamisrétti hafi viðgengist hjá Hrími um langa hríð. Þannig hafi fleiri starfsmenn sagt starfi sínu lausu vegna óréttlátra launakjara og mismununar. Fyrrverandi verslunarstjóri í Hrími sem starfaði skamma hríð þar til í byrjun þessa árs segir sína launareynslu hafa verið jákvæða vegna þess að hún samdi um eigin laun. Hún segir þó hafa komið í ljós að byrjunarlaun hennar voru hærri en verslunarstjórans sem var að hætta. Auk þess hafi sá maður, sem um var að ræða í jafnréttisúrskurðinum, verið með hærri byrjunarlaun sem venjulegur starfsmaður en verslunarstjórinn fyrrverandi. Hún segir starfsmenn aldrei hafa mátt ræða laun sín á milli. Hún hafi verið skömmuð fyrir að ræða um þau vegna þess að þau væru trúnaðarmál, sem hún telur að sé ekki rétt. Verslunarstjórinn segir að síðan hún lét af störfum hafi margir gengið út, fólk sé miður sín yfir að hafa unnið þarna. Það sé óánægja með launamál og framkomu eigenda í garð starfsmanna það sé ekkert grín að starfsmannaveltan þarna sé svona hröð. Annar starfsmaður sem vildi ekki koma fram undir nafni segir að í desember hafi stundum gleymst að borga yfirvinnutíma. Hún segist alltaf hafa þurft að fara yfir launaseðilinn sinn í byrjun mánaðar og fá einhverjar lagfæringar á meðan hún vann þarna. Einnig bendir hún á að starfsmönnum hafi verið mismunað er kom að jólagjöfum. Einhverjir uppáhaldsstarfsmenn fengu miklu stærri gjafir og það hafi ekki farið eftir því hvort þeir væru fastir starfsmenn eða ekki. Þriðji starfsmaður bendir á að haft hafi verið eftirlit með starfsmönnum með öryggismyndavél í versluninni og þyki mörgum það óþægilegt. Samkvæmt upplýsingum frá Persónuvernd getur þetta verið heimilt en það er alltaf mælst til þess að vöktun fari fram með vægustu úrræðum á hverjum tíma. Fjórði starfsmaður greindi frá samskiptum vegna launahækkunar og sagði að illa hefði gengið að fá umrædda launahækkun greidda að fullu. Einnig hefði verið ætlast til mikils af starfsmanni sem var oft einn á vakt í versluninni. „Ég held að við séum með allt á þurru í þessum efnum. Varðandi launamál eru allir hjá okkur á svipuðum launum. Fólk hækkar ef það stendur sig vel,“ segir Einar Örn Einarsson, fjármálastjóri Hríms. „Ég hef ekki heyrt neinn kvarta yfir einhverjum álagsgreiðslum, það hefur allavega enginn starfsmaður kvartað við mig varðandi eitthvað slíkt. Ef hafa verið gerð einhver mistök hvað það varðar þyrfti ég að skoða það. Við erum með bókara sem sér um launin hjá okkur. Við gerum okkar besta í því og erum alltaf tilbúin til að skoða ef einhver misbrestur hefur orðið.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hrím hönnunarhús braut lög með hærri launum til karls Kærunefnd jafnréttismála segir að Hrím hönnunarhús hafi gerst brotlegt við jafnréttislög. Kærandi segir málið ekki snúast um peninga heldur réttlæti. Eigendurnir eru vonsviknir en þeir töldu sig vera að fara eftir lögum í einu og öllu. 12. júlí 2017 07:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Á annan tug fyrrverandi og núverandi starfsmanna Hríms hafa rætt saman um óánægju sína er varðar launakjör og framgöngu eigenda samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Að minnsta kosti tveir þeirra ætla að leita til stéttarfélagsins VR vegna ógreiddrar yfirvinnu. Nú þegar hefur einn starfsmaður kvartað. Fjármálastjóri Hríms telur að fyrirtækið sé með allt á þurru í launamálum starfsmanna. Enginn hafi kvartað við hann varðandi álag. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær braut Hrím hönnunarhús gegn ákvæðum jafnréttislaga með því að borga kvenkyns starfsmanni lægri laun en starfsbróður hennar. Fram kemur í úrskurðinum að kærandi hafi heyrt frá öðrum starfsmönnum að launamisrétti hafi viðgengist hjá Hrími um langa hríð. Þannig hafi fleiri starfsmenn sagt starfi sínu lausu vegna óréttlátra launakjara og mismununar. Fyrrverandi verslunarstjóri í Hrími sem starfaði skamma hríð þar til í byrjun þessa árs segir sína launareynslu hafa verið jákvæða vegna þess að hún samdi um eigin laun. Hún segir þó hafa komið í ljós að byrjunarlaun hennar voru hærri en verslunarstjórans sem var að hætta. Auk þess hafi sá maður, sem um var að ræða í jafnréttisúrskurðinum, verið með hærri byrjunarlaun sem venjulegur starfsmaður en verslunarstjórinn fyrrverandi. Hún segir starfsmenn aldrei hafa mátt ræða laun sín á milli. Hún hafi verið skömmuð fyrir að ræða um þau vegna þess að þau væru trúnaðarmál, sem hún telur að sé ekki rétt. Verslunarstjórinn segir að síðan hún lét af störfum hafi margir gengið út, fólk sé miður sín yfir að hafa unnið þarna. Það sé óánægja með launamál og framkomu eigenda í garð starfsmanna það sé ekkert grín að starfsmannaveltan þarna sé svona hröð. Annar starfsmaður sem vildi ekki koma fram undir nafni segir að í desember hafi stundum gleymst að borga yfirvinnutíma. Hún segist alltaf hafa þurft að fara yfir launaseðilinn sinn í byrjun mánaðar og fá einhverjar lagfæringar á meðan hún vann þarna. Einnig bendir hún á að starfsmönnum hafi verið mismunað er kom að jólagjöfum. Einhverjir uppáhaldsstarfsmenn fengu miklu stærri gjafir og það hafi ekki farið eftir því hvort þeir væru fastir starfsmenn eða ekki. Þriðji starfsmaður bendir á að haft hafi verið eftirlit með starfsmönnum með öryggismyndavél í versluninni og þyki mörgum það óþægilegt. Samkvæmt upplýsingum frá Persónuvernd getur þetta verið heimilt en það er alltaf mælst til þess að vöktun fari fram með vægustu úrræðum á hverjum tíma. Fjórði starfsmaður greindi frá samskiptum vegna launahækkunar og sagði að illa hefði gengið að fá umrædda launahækkun greidda að fullu. Einnig hefði verið ætlast til mikils af starfsmanni sem var oft einn á vakt í versluninni. „Ég held að við séum með allt á þurru í þessum efnum. Varðandi launamál eru allir hjá okkur á svipuðum launum. Fólk hækkar ef það stendur sig vel,“ segir Einar Örn Einarsson, fjármálastjóri Hríms. „Ég hef ekki heyrt neinn kvarta yfir einhverjum álagsgreiðslum, það hefur allavega enginn starfsmaður kvartað við mig varðandi eitthvað slíkt. Ef hafa verið gerð einhver mistök hvað það varðar þyrfti ég að skoða það. Við erum með bókara sem sér um launin hjá okkur. Við gerum okkar besta í því og erum alltaf tilbúin til að skoða ef einhver misbrestur hefur orðið.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hrím hönnunarhús braut lög með hærri launum til karls Kærunefnd jafnréttismála segir að Hrím hönnunarhús hafi gerst brotlegt við jafnréttislög. Kærandi segir málið ekki snúast um peninga heldur réttlæti. Eigendurnir eru vonsviknir en þeir töldu sig vera að fara eftir lögum í einu og öllu. 12. júlí 2017 07:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Hrím hönnunarhús braut lög með hærri launum til karls Kærunefnd jafnréttismála segir að Hrím hönnunarhús hafi gerst brotlegt við jafnréttislög. Kærandi segir málið ekki snúast um peninga heldur réttlæti. Eigendurnir eru vonsviknir en þeir töldu sig vera að fara eftir lögum í einu og öllu. 12. júlí 2017 07:00