Gigtarlæknir sem elskar badminton og tónlist Landspítalinn kynnir 13. júlí 2017 11:00 Guðrún Björk kveður frábært samstarfsfólk og góðan starfsanda það besta við Landspítala. Hún segir stuttar boðleiðir einfalda öll samskipti. Mannauðsramminn: Þegar Laugardalsbúinn Guðrún Björk Reynisdóttir er ekki að hrista hármakkann á tónlistarhátíðum með hinu unga fólkinu, þá er hún vís með að vera í badminton að velta fyrir sér möguleikum sínum á atvinnumennsku eða að sinna hundsígildinu Línu, sem er hamstur að upplagi... Guðrún Björk er læknir og nánar tiltekið sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum á gigtardeild Landspítala. "Ég hef starfað á gigtardeildinni frá 2014 þegar ég kom heim úr sérnámi eftir 9 ára dvöl í Stokkhólmi. Áður en ég flutti út hafði ég unnið hérna sem unglæknir í nokkur ár." Hún segir starfið fjölbreytt og að stór hluti þess felist í vinnu á göngu- og dagdeild. "Þar fer uppvinnsla, meðferð og eftirlit gigtarsjúklinga að mestu fram þar sem þessir sjúklingar þurfa æ sjaldnar að liggja inni, þökk sé miklum framförum í meðferð gigtarsjúkdóma. Svo sinni ég alltaf reglulega legudeildinni okkar, B7." Guðrún Björk kveður frábært samstarfsfólk og góðan starfsanda það besta við Landspítala. "Í samanburði við Karolinska í Stokkhólmi þar sem ég vann áður eru hinar stuttu boðleiðir hérna mikill kostur og einfalda öll samskipti." "Ég ólst upp í Árbænum og Ártúnsholtinu en fluttist í miðborgina þegar ég fór að búa. Eftir heimkomuna frá Stokkhólmi fluttumst við í Laugardalinn sem er algerlega draumahverfið. Þar er góð íþróttaaðstaða fyrir börnin, sundlaug í göngufjarlægð og svo er dalurinn frábært útivistarsvæði. Ekki spillir fyrir að það er stutt í miðborgina. Ég er gift Fellavillingnum Sigurði Má Jóhannessyni og við eigum þrjú börn á aldrinum 8 til 15 ára. Við höfum ekki enn staðið við það loforð að kaupa hund fyrir krakkana þegar við flyttum til Íslands... en vonum að okkur hafi tekist að kaupa smá tíma með hamstrinum Línu." Hægt er að skoða fleiri mannauðsramma frá Landspítala hér. Þessi grein er unnin í samstarfi við Landspítalann. Mest lesið Umbreyta Þjóðleikhúskjallaranum í kabarettklúbbinn Kit Kat Lífið Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Matur Öðruvísi líf: „Veistu Hrund, þú ert eiginlega eins og Forrest Gump“ Áskorun Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Tónlist Eitt lag með eiginmanninum varð að vínylplötu Lífið „Þetta er bara það sem mig hefur langað alla ævi“ Lífið Krakkatían: Leðurblökumaðurinn, Elli Egils og 17. júní Lífið Í hennar anda að vera ein slakasta brúður sögunnar Lífið Íslensk áhöfn tekur þátt í endurvakningu Pan Am Lífið „Eini maðurinn sem er bókaður í golf undir dauðahótunum“ Lífið Fleiri fréttir Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Taktu þátt í sumarbókaviku á Bylgjunni og Vísi Aukasýningu bætt við á vinsælustu ABBA sýningu heims Iðnaðarmaður ársins fer í frí – sjáumst að ári! Bylgjulestin tók þátt í Bíladögum - myndaveisla Myndband við Þjóðhátíðarlagið frumsýnt á Vísi Iðnaðarmaður ársins hlustar á IceGuys til að koma sér í stuð Bylgjulestin verður í stuði á Bíladögum á Akureyri Myndaveisla frá Hveragerði þar sem Bylgjulestin var í beinni Ferð þú til Ástralíu með Bondi Sands og KILROY? Stálheppinn viðskiptavinur N1 vann frítt flug í heilt ár með PLAY Einn heppinn vinnur frítt flug í heilt ár með PLAY Bylgjulestin brunar af stað inn í sumarið Vinsælasta ABBA sýning heims kemur til Íslands Unga fólkið sækir í svissnesk TAG Heuer A Country Night in Nashville kemur í Hörpu Orsakir flösu og áhrifarík meðferð „Það er alls ekki í tísku að brenna“ Iðnaðarmaður ársins 2025 - Þorlákur er kominn í úrslit Heilög tvenna fyrir hlauparann! Yfir tvö hundruð tryllitæki sýnd um helgina Iðnaðarmaður ársins 2025 - Máni er kominn í úrslit Bakið er hætt að hefna sín Iðnaðarmaður ársins 2025 - Þorleifur er kominn í úrslit Iðnaðarmaður ársins 2025 - Eyjólfur er kominn í úrslit Iðnaðarmaður ársins 2025 – Róbert er kominn í úrslit Iðnaðarmaður ársins 2025 - Þór er kominn í úrslit Með andlit sem fleiri en bara mæður þeirra geta elskað Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Sjá meira
Mannauðsramminn: Þegar Laugardalsbúinn Guðrún Björk Reynisdóttir er ekki að hrista hármakkann á tónlistarhátíðum með hinu unga fólkinu, þá er hún vís með að vera í badminton að velta fyrir sér möguleikum sínum á atvinnumennsku eða að sinna hundsígildinu Línu, sem er hamstur að upplagi... Guðrún Björk er læknir og nánar tiltekið sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum á gigtardeild Landspítala. "Ég hef starfað á gigtardeildinni frá 2014 þegar ég kom heim úr sérnámi eftir 9 ára dvöl í Stokkhólmi. Áður en ég flutti út hafði ég unnið hérna sem unglæknir í nokkur ár." Hún segir starfið fjölbreytt og að stór hluti þess felist í vinnu á göngu- og dagdeild. "Þar fer uppvinnsla, meðferð og eftirlit gigtarsjúklinga að mestu fram þar sem þessir sjúklingar þurfa æ sjaldnar að liggja inni, þökk sé miklum framförum í meðferð gigtarsjúkdóma. Svo sinni ég alltaf reglulega legudeildinni okkar, B7." Guðrún Björk kveður frábært samstarfsfólk og góðan starfsanda það besta við Landspítala. "Í samanburði við Karolinska í Stokkhólmi þar sem ég vann áður eru hinar stuttu boðleiðir hérna mikill kostur og einfalda öll samskipti." "Ég ólst upp í Árbænum og Ártúnsholtinu en fluttist í miðborgina þegar ég fór að búa. Eftir heimkomuna frá Stokkhólmi fluttumst við í Laugardalinn sem er algerlega draumahverfið. Þar er góð íþróttaaðstaða fyrir börnin, sundlaug í göngufjarlægð og svo er dalurinn frábært útivistarsvæði. Ekki spillir fyrir að það er stutt í miðborgina. Ég er gift Fellavillingnum Sigurði Má Jóhannessyni og við eigum þrjú börn á aldrinum 8 til 15 ára. Við höfum ekki enn staðið við það loforð að kaupa hund fyrir krakkana þegar við flyttum til Íslands... en vonum að okkur hafi tekist að kaupa smá tíma með hamstrinum Línu." Hægt er að skoða fleiri mannauðsramma frá Landspítala hér. Þessi grein er unnin í samstarfi við Landspítalann.
Mest lesið Umbreyta Þjóðleikhúskjallaranum í kabarettklúbbinn Kit Kat Lífið Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Matur Öðruvísi líf: „Veistu Hrund, þú ert eiginlega eins og Forrest Gump“ Áskorun Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Tónlist Eitt lag með eiginmanninum varð að vínylplötu Lífið „Þetta er bara það sem mig hefur langað alla ævi“ Lífið Krakkatían: Leðurblökumaðurinn, Elli Egils og 17. júní Lífið Í hennar anda að vera ein slakasta brúður sögunnar Lífið Íslensk áhöfn tekur þátt í endurvakningu Pan Am Lífið „Eini maðurinn sem er bókaður í golf undir dauðahótunum“ Lífið Fleiri fréttir Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Taktu þátt í sumarbókaviku á Bylgjunni og Vísi Aukasýningu bætt við á vinsælustu ABBA sýningu heims Iðnaðarmaður ársins fer í frí – sjáumst að ári! Bylgjulestin tók þátt í Bíladögum - myndaveisla Myndband við Þjóðhátíðarlagið frumsýnt á Vísi Iðnaðarmaður ársins hlustar á IceGuys til að koma sér í stuð Bylgjulestin verður í stuði á Bíladögum á Akureyri Myndaveisla frá Hveragerði þar sem Bylgjulestin var í beinni Ferð þú til Ástralíu með Bondi Sands og KILROY? Stálheppinn viðskiptavinur N1 vann frítt flug í heilt ár með PLAY Einn heppinn vinnur frítt flug í heilt ár með PLAY Bylgjulestin brunar af stað inn í sumarið Vinsælasta ABBA sýning heims kemur til Íslands Unga fólkið sækir í svissnesk TAG Heuer A Country Night in Nashville kemur í Hörpu Orsakir flösu og áhrifarík meðferð „Það er alls ekki í tísku að brenna“ Iðnaðarmaður ársins 2025 - Þorlákur er kominn í úrslit Heilög tvenna fyrir hlauparann! Yfir tvö hundruð tryllitæki sýnd um helgina Iðnaðarmaður ársins 2025 - Máni er kominn í úrslit Bakið er hætt að hefna sín Iðnaðarmaður ársins 2025 - Þorleifur er kominn í úrslit Iðnaðarmaður ársins 2025 - Eyjólfur er kominn í úrslit Iðnaðarmaður ársins 2025 – Róbert er kominn í úrslit Iðnaðarmaður ársins 2025 - Þór er kominn í úrslit Með andlit sem fleiri en bara mæður þeirra geta elskað Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Sjá meira