Fengu sjokk við þríburafréttirnar Guðný Hrönn skrifar 15. júlí 2017 11:00 Aron Örn, Helga Jóney og Markús Máni eru þríeggja þríburar. vísir/ANDRI MARINÓ Fyrir átta mánuðum urðu þau Anna Lísa Rikharðsdóttir og Hólmar Freyr Sigfússon foreldrar í fyrsta sinn þegar þríburar þeirra fæddust. Anna Lísa segir það hafa verið sjokk að komast að því að þau ættu von á þremur börnum. „Það var mjög mikið sjokk,“ segir þríburamamman Anna Lísa spurð út í hvernig var að komast að því að hún ætti von á þríburum. Anna Lísa er í sambúð með kærasta sínum til fimm ára, Hólmari Frey, og búa þau í Hafnarfirði. Hún segir þau Hólmar hafa hlegið þegar þau fengu staðfest að Anna Lísa væri ólétt og að fleira en eitt barn væri á leiðinni. „Við fórum í snemmsónar þegar ég var komin sjö vikur á leið. Kvensjúkdómalæknirinn sem skoðaði mig varð svolítið skrítin á svipinn þegar hún var að skoða mig. Hún sagði svo: „Búið ykkur undir smá sjokk.“ Svo segir hún okkur að hún sjái tvo fóstursekki og heyri tvo hjartslætti. Og við fórum bara að hlæja.“ „Svo sneri hún skjánum að okkur og leyfði okkur að sjá. Það er þá sem við Hólmar Freyr sjáum einhverja skuggamynd aðeins ofar. Þá spyr Hólmar hvort þetta sé nokkuð þriðja barnið. Læknirinn skoðar þetta betur og verður hálforðlaus. Svo staðfestir hún við okkur að þau séu jú, þrjú. Það var smá sjokk að heyra að þetta væru tvíburar, og svo þríburar. Þá var eiginlega bara skellihlegið.“ Anna Lísa segir það hafa tekið nokkra daga að átta sig á fréttunum.„Það var eiginlega bara nokkrum dögum seinna sem maður áttaði sig á þessu, þeir dagar eru hálfpartinn í móðu.“ Anna Lísa segir fréttirnar um þríburana hafa verið sjokk en að þau Hólmar hafi verið nokkuð fljót að setja sig í stellingar. „Við vorum strax frá upphafi tilbúin til að takast á við þetta, eftir þessa daga sem við vorum að melta fréttirnar. Svo fórum við bara í undirbúningsgír og fórum að lesa okkur til,“ útskýrir Anna Lísa. Auðveldara en þau þorðu að vonaÞríburarnir Aron Örn, Helga Jóney og Markús Máni.vísir/ANDRI MARINÓAnna Lísa segir meðgönguna hafa gengið vel og að börnin braggist vel. „Við erum búin að vera mjög heppin. Fyrir það fyrsta þá gekk meðgangan alveg rosalega vel en þríburameðganga flokkast sem hááhættumeðganga. Ég gat ekki kvartað. Ég ældi aldrei á meðgöngunni og mér leið vel. Svo komu börnin í heiminn og við vorum í átta daga inni á vökudeild, því þau fæddust snemma, eða eftir 34 vikna meðgöngu. Inni á vökudeild komumst við strax inn í rútínu með börnin og við höfum náð að halda henni alveg síðan.“ Anna Lísa segir þessa átta mánuði hafa verið auðveldari en hún þorði að vona áður en börnin komu í heiminn. „Já, algjörlega. En ég finn það samt núna, eftir því sem þau eldast, þá er þetta að verða aðeins þyngra. Þetta er að breytast en samt bara á skemmtilegan hátt.“ Heppin með sína nánustuAnna Lísa og Hólmar hafa fengið mikla aðstoð frá sínum nánustu. „Við erum alveg gríðarlega heppin með okkar nánustu. Við höfum fengið mikla hjálp frá foreldrum okkar, fjölskyldu og vinum. Það hafa allir reynst okkur vel og við höfum líka fengið gjafir úr ótrúlegustu áttum. Margt fólk hefur sett sig í samband við okkur og vill aðstoða. Það hafa allir stutt vel við bakið á okkur.“ Aðspurð hvort hún sé byrjuð að hugsa mikið um framtíðina segir hún: „Alveg smá. Það er aðallega leikskólinn og skólinn sem maður er að hugsa um. Okkur líður vel í hverfinu sem við búum í og við sjáum fyrir okkur að vera hérna áfram.“ Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Sjá meira
Fyrir átta mánuðum urðu þau Anna Lísa Rikharðsdóttir og Hólmar Freyr Sigfússon foreldrar í fyrsta sinn þegar þríburar þeirra fæddust. Anna Lísa segir það hafa verið sjokk að komast að því að þau ættu von á þremur börnum. „Það var mjög mikið sjokk,“ segir þríburamamman Anna Lísa spurð út í hvernig var að komast að því að hún ætti von á þríburum. Anna Lísa er í sambúð með kærasta sínum til fimm ára, Hólmari Frey, og búa þau í Hafnarfirði. Hún segir þau Hólmar hafa hlegið þegar þau fengu staðfest að Anna Lísa væri ólétt og að fleira en eitt barn væri á leiðinni. „Við fórum í snemmsónar þegar ég var komin sjö vikur á leið. Kvensjúkdómalæknirinn sem skoðaði mig varð svolítið skrítin á svipinn þegar hún var að skoða mig. Hún sagði svo: „Búið ykkur undir smá sjokk.“ Svo segir hún okkur að hún sjái tvo fóstursekki og heyri tvo hjartslætti. Og við fórum bara að hlæja.“ „Svo sneri hún skjánum að okkur og leyfði okkur að sjá. Það er þá sem við Hólmar Freyr sjáum einhverja skuggamynd aðeins ofar. Þá spyr Hólmar hvort þetta sé nokkuð þriðja barnið. Læknirinn skoðar þetta betur og verður hálforðlaus. Svo staðfestir hún við okkur að þau séu jú, þrjú. Það var smá sjokk að heyra að þetta væru tvíburar, og svo þríburar. Þá var eiginlega bara skellihlegið.“ Anna Lísa segir það hafa tekið nokkra daga að átta sig á fréttunum.„Það var eiginlega bara nokkrum dögum seinna sem maður áttaði sig á þessu, þeir dagar eru hálfpartinn í móðu.“ Anna Lísa segir fréttirnar um þríburana hafa verið sjokk en að þau Hólmar hafi verið nokkuð fljót að setja sig í stellingar. „Við vorum strax frá upphafi tilbúin til að takast á við þetta, eftir þessa daga sem við vorum að melta fréttirnar. Svo fórum við bara í undirbúningsgír og fórum að lesa okkur til,“ útskýrir Anna Lísa. Auðveldara en þau þorðu að vonaÞríburarnir Aron Örn, Helga Jóney og Markús Máni.vísir/ANDRI MARINÓAnna Lísa segir meðgönguna hafa gengið vel og að börnin braggist vel. „Við erum búin að vera mjög heppin. Fyrir það fyrsta þá gekk meðgangan alveg rosalega vel en þríburameðganga flokkast sem hááhættumeðganga. Ég gat ekki kvartað. Ég ældi aldrei á meðgöngunni og mér leið vel. Svo komu börnin í heiminn og við vorum í átta daga inni á vökudeild, því þau fæddust snemma, eða eftir 34 vikna meðgöngu. Inni á vökudeild komumst við strax inn í rútínu með börnin og við höfum náð að halda henni alveg síðan.“ Anna Lísa segir þessa átta mánuði hafa verið auðveldari en hún þorði að vona áður en börnin komu í heiminn. „Já, algjörlega. En ég finn það samt núna, eftir því sem þau eldast, þá er þetta að verða aðeins þyngra. Þetta er að breytast en samt bara á skemmtilegan hátt.“ Heppin með sína nánustuAnna Lísa og Hólmar hafa fengið mikla aðstoð frá sínum nánustu. „Við erum alveg gríðarlega heppin með okkar nánustu. Við höfum fengið mikla hjálp frá foreldrum okkar, fjölskyldu og vinum. Það hafa allir reynst okkur vel og við höfum líka fengið gjafir úr ótrúlegustu áttum. Margt fólk hefur sett sig í samband við okkur og vill aðstoða. Það hafa allir stutt vel við bakið á okkur.“ Aðspurð hvort hún sé byrjuð að hugsa mikið um framtíðina segir hún: „Alveg smá. Það er aðallega leikskólinn og skólinn sem maður er að hugsa um. Okkur líður vel í hverfinu sem við búum í og við sjáum fyrir okkur að vera hérna áfram.“
Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Sjá meira