Ólafur H. Torfason rithöfundur er látinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júlí 2017 11:37 Ólafur H. Torfason. aðsend Ólafur H. Torfason, rithöfundur, fjölmiðlamaður og kvikmyndafræðingur, lést í gær þann 17. júlí, á sjötugasta aldursári. Ólafur fæddist í Reykjavík 27. júlí 1947. Ólafur varð stúdent frá MR 1969 og stundaði nám í kvikmynda- og fjölmiðlafræði við Kaupmannahafnarháskóla 1970-73. Ólafur starfaði meðal annars sem kennari, fjölmiðlamaður, kvikmyndafræðingur og kvikmyndagagnrýnandi. Auk þess lagði hann stund á myndlist og fékkst við fræðistörf og ritstörf af ýmsu tagi. Ólafur var kennari í Stykkishólmi 1975-82 og fréttaritari DV og Þjóðviljans þar. Hann var blaða- og fréttamaður á Akureyri 1982-86, sá um útgáfu á tímaritinu Heima er bezt og Árbók Akureyrar, var dagskrárgerðarmaður fyrir RÚVAK og fréttamaður Ríkissjónvarpsins á Akureyri. Hann var forstöðumaður Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins 1986-89. Hann var ritstjóri Þjóðviljans 1989-91, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV 1991-92 og kvikmyndagagnrýnandi Rásar 2 frá 1987 og textavarps Ríkissjónvarpsins frá upphafi 1993. Hann starfaði einnig að kynningarmálum fyrir Listasafn Íslands. Ólafur gerði stuttræmur, sjónvarpsþætti og fjölda útvarpsþátta, hélt átta myndlistarsýningar og tók þátt í samsýningum. Hann kynnti íslenska kvikmyndagerð í ræðu og riti, jafnt hérlendis sem erlendis, var einn aðstandenda Heimildar- og stuttmyndahátíðar í Reykjavík, sat í dómnefnd Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og var um hríð formaður Hins íslenska kvikmyndafræðafélags. Út komu eftir Ólaf bækurnar Kaþólskur annáll Íslands, Heimildarskrá um Rómarkirkju á Íslandi, Ekkert mál, ævisaga Jóns Páls Sigmarssonar, Heilagur Marteinn frá Tours, St. Jósefssystur á Íslandi 1896-1996 og Nokkrir Íslandskrossar. Ólafur var kvæntur Signýju Pálsdóttur, skrifstofustjóra skrifstofu menningarmála hjá Reykjavíkurborg (f. 1950), frá 1969 til 1991. Börn þeirra eru 1) Melkorka Tekla, leiklistarráðunautur Þjóðleikhússins (f. 1970), gift Kristjáni Þórði Hrafnssyni rithöfundi (f. 1968), dóttir þeirra er Thea Snæfríður (f. 2005), 2) Guðrún, (f. og d. 1973), 3) Torfi Frans, viðskiptaþróunarstjóri CCP í Bandaríkjunum (f. 1975), búsettur í Seattle, kvæntur Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttur stjórnmálafræðingi (f. 1977), synir þeirra eru Konráð Bjartur (f. 2006) og Árni Ólafur (f. 2010), 4) Guðrún Jóhanna söngkona (f. 1977), búsett í Madrid, gift Francisco Javier Jáuregui gítarleikara (f. 1974), börn þeirra eru Eva (f. 2008) og Leó (f. 2012). Sambýliskona Ólafs 1995-2003 var Þorgerður Sigurðardóttir myndlistarmaður (f. 1945, d. 2003). Sonur hennar og Gylfa Jónssonar prests (f. 1945) er Jón Gunnar Gylfason kerfisfræðingur (f. 1973). Sambýliskona Ólafs frá árinu 2005 var Sigríður Dóra Jóhannsdóttir myndlistarmaður (f. 1948). Börn hennar og Gylfa Þórs Magnússonar viðskiptafræðings (f. 1942, d. 1998) eru 1) Magnús Þór viðskiptafræðingur (f. 1974), börn Magnúsar Þórs og Elvu Daggar Melsteð skipulagsstjóra (f. 1979) eru Matthildur María (f. 2002), Gylfi Þór (f. 2004) og Egill Tómas (f. 2009), 2) Egill Örn Gylfason (f. og d. 1979), 3) Helga Björg Gylfadóttir myndlistarmaður (f. 1983). Faðir Ólafs var Torfi Ólafsson, deildarstjóri í Seðlabanka Íslands (f. 1919, d. 2014) og móðir hans er Jóhanna Gunnars húsmóðir (f. 1922). Alsystkini Ólafs eru dr. Helgi Torfason jarðfræðingur (f. 1949) og Anna Guðrún myndlistarmaður (f. 1954). Hálfbræður Ólafs, sammæðra, eru Baldur Hermannsson eðlisfræðingur (f. 1942) og Flosi Þorgeirsson tónlistarmaður (f. 1968). Árið 2009 greindist Ólafur með Parkinsonssjúkdóm, og síðar með krabbamein og Lewy body heilabilunarsjúkdóm. Hann dvaldi á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum síðustu ár ævinnar. Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Ólafur H. Torfason, rithöfundur, fjölmiðlamaður og kvikmyndafræðingur, lést í gær þann 17. júlí, á sjötugasta aldursári. Ólafur fæddist í Reykjavík 27. júlí 1947. Ólafur varð stúdent frá MR 1969 og stundaði nám í kvikmynda- og fjölmiðlafræði við Kaupmannahafnarháskóla 1970-73. Ólafur starfaði meðal annars sem kennari, fjölmiðlamaður, kvikmyndafræðingur og kvikmyndagagnrýnandi. Auk þess lagði hann stund á myndlist og fékkst við fræðistörf og ritstörf af ýmsu tagi. Ólafur var kennari í Stykkishólmi 1975-82 og fréttaritari DV og Þjóðviljans þar. Hann var blaða- og fréttamaður á Akureyri 1982-86, sá um útgáfu á tímaritinu Heima er bezt og Árbók Akureyrar, var dagskrárgerðarmaður fyrir RÚVAK og fréttamaður Ríkissjónvarpsins á Akureyri. Hann var forstöðumaður Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins 1986-89. Hann var ritstjóri Þjóðviljans 1989-91, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV 1991-92 og kvikmyndagagnrýnandi Rásar 2 frá 1987 og textavarps Ríkissjónvarpsins frá upphafi 1993. Hann starfaði einnig að kynningarmálum fyrir Listasafn Íslands. Ólafur gerði stuttræmur, sjónvarpsþætti og fjölda útvarpsþátta, hélt átta myndlistarsýningar og tók þátt í samsýningum. Hann kynnti íslenska kvikmyndagerð í ræðu og riti, jafnt hérlendis sem erlendis, var einn aðstandenda Heimildar- og stuttmyndahátíðar í Reykjavík, sat í dómnefnd Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og var um hríð formaður Hins íslenska kvikmyndafræðafélags. Út komu eftir Ólaf bækurnar Kaþólskur annáll Íslands, Heimildarskrá um Rómarkirkju á Íslandi, Ekkert mál, ævisaga Jóns Páls Sigmarssonar, Heilagur Marteinn frá Tours, St. Jósefssystur á Íslandi 1896-1996 og Nokkrir Íslandskrossar. Ólafur var kvæntur Signýju Pálsdóttur, skrifstofustjóra skrifstofu menningarmála hjá Reykjavíkurborg (f. 1950), frá 1969 til 1991. Börn þeirra eru 1) Melkorka Tekla, leiklistarráðunautur Þjóðleikhússins (f. 1970), gift Kristjáni Þórði Hrafnssyni rithöfundi (f. 1968), dóttir þeirra er Thea Snæfríður (f. 2005), 2) Guðrún, (f. og d. 1973), 3) Torfi Frans, viðskiptaþróunarstjóri CCP í Bandaríkjunum (f. 1975), búsettur í Seattle, kvæntur Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttur stjórnmálafræðingi (f. 1977), synir þeirra eru Konráð Bjartur (f. 2006) og Árni Ólafur (f. 2010), 4) Guðrún Jóhanna söngkona (f. 1977), búsett í Madrid, gift Francisco Javier Jáuregui gítarleikara (f. 1974), börn þeirra eru Eva (f. 2008) og Leó (f. 2012). Sambýliskona Ólafs 1995-2003 var Þorgerður Sigurðardóttir myndlistarmaður (f. 1945, d. 2003). Sonur hennar og Gylfa Jónssonar prests (f. 1945) er Jón Gunnar Gylfason kerfisfræðingur (f. 1973). Sambýliskona Ólafs frá árinu 2005 var Sigríður Dóra Jóhannsdóttir myndlistarmaður (f. 1948). Börn hennar og Gylfa Þórs Magnússonar viðskiptafræðings (f. 1942, d. 1998) eru 1) Magnús Þór viðskiptafræðingur (f. 1974), börn Magnúsar Þórs og Elvu Daggar Melsteð skipulagsstjóra (f. 1979) eru Matthildur María (f. 2002), Gylfi Þór (f. 2004) og Egill Tómas (f. 2009), 2) Egill Örn Gylfason (f. og d. 1979), 3) Helga Björg Gylfadóttir myndlistarmaður (f. 1983). Faðir Ólafs var Torfi Ólafsson, deildarstjóri í Seðlabanka Íslands (f. 1919, d. 2014) og móðir hans er Jóhanna Gunnars húsmóðir (f. 1922). Alsystkini Ólafs eru dr. Helgi Torfason jarðfræðingur (f. 1949) og Anna Guðrún myndlistarmaður (f. 1954). Hálfbræður Ólafs, sammæðra, eru Baldur Hermannsson eðlisfræðingur (f. 1942) og Flosi Þorgeirsson tónlistarmaður (f. 1968). Árið 2009 greindist Ólafur með Parkinsonssjúkdóm, og síðar með krabbamein og Lewy body heilabilunarsjúkdóm. Hann dvaldi á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum síðustu ár ævinnar.
Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira