Segir fjárfestingarleiðina ekki jafn gagnlega og menn hefðu ætlað Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 19. júlí 2017 15:15 Benedikt vill fara sér hægt í að gagnrýna þá sem tóku ákvarðanir um leiðina við allt aðrar aðstæður. Markaðurinn - fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti greindi frá því í morgun að þeir fjárfestar sem komu með evrur hingað til lands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands á fyrri helmingi ársins 2012 geta nú innleyst rúma tuttugu milljarða króna í gengishagnað eftir að hafa bundið fjármagnið í innlendum eignum til fimm ára. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að hluti þeirra fjárfesta, sem nýttu sér fjárfestingarleiðina á fyrri hluta árs 2012, hafi selt fjárfestingar sínar og flutt gjaldeyrinn úr landi. Leiðin hefur ekki verið óumdeild en hún átti að hvetja til erlendrar fjárfestingar hér á landi. „Það kemur síðan í ljós að flestir þeirra sem koma hingað inn með fjármagn eru Íslendingar eða mjög tengdir Íslandi,“ segir Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. „En upp úr hruni voru menn í miklum vandræðum vegna þess að hér voru erlendir aðilar sem áttu svo ofboðslega mikið af krónum og þá var þessi snjóhengja þannig að hún hefði getað sett efnahagslífið á hliðina ef hún færi öll út í einu. Það er ekki mjög auðvelt að setja sig í fótspor þeirra sem voru að ákveða þessa leið fyrir fimm eða sex árum.“Félag í meirihlutaeigu Ólafs Ólafssonar, kom með tæplega tvo milljarða króna til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands í desember 2012. Félagið gæti innleyst yfir 800 milljóna króna gengishagnað síðar á árinu.vísir/vilhelmÞeir sem virðast hafa nýtt þessa leið í miklu mæli virðast vera dæmigerðir leikendur og gerendur í þekktum fjármálagjörningum fyrir og eftir hrun. Er þessi leið til þess fallin að gera þá sem fyrir voru ríkir enn ríkari? „Þetta er einmitt eitt af því sem að mönnum dettur í hug þegar að maður sér þetta núna og hvort að reglurnar hefðu átt að vera aðrar og strangari. Vissulega var þarna um mismunun að ræða,“ segir Benedikt. Hann segir að eftir á að hyggja hafi fjárfestingarleið Seðlabankans ekki spilað jafnmikið hlutverk við afnám hafta og reiknað var með að hún myndi gera. „Þessi útboð tíðkuðust í fyrsta lagi undir ríkisstjórn Jóhönnu og svo ríkisstjórn Sigmundar og menn töldu sig vera að leysa ákveðin vanda. Ef mig minnir rétt voru þetta á bilinu 60 til 70 milljarðar sem komu þarna inn með þessum hætti þannig að ég held að þetta hefur ekki verið aðalpúslið sem menn þurftu til að leysa vandann. En menn sáu þetta svona á sínum tíma. Eftir á að hyggja hefðu menn kannski betur haft reglurnar aðeins öðruvísi.“ Ríkisskattstjóri hefur staðfest að fjögur mál hafi verið tekin til skoðunar þar sem fjárfestingarleiðin kemur við sögu. Benedikt játar því aðspurður að það sé bagalegt ef opinber verkfæri sem þessi geti nýst við að skjóta undan skattayfirvöldum. „Ég veit hinsvegar ekki hvers eðlis tengingin er við fjárfestingarleiðina,“ segir hann. „Ég ímynda mér það að alvarlegasti hluti brotanna var þegar fólk var að flytja peninga til útlanda og leyna þeim með einhverjum hætti eða gefa aldrei upp tekjur hér á landi þó að þær væru til annarsstaðar í skattaskjólum erlendis. Þar hugsa ég að stærsti hlutinn liggi nú.“ Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, var fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem kallaði á eftir rannsókn á fjárfestingaleið Seðlabankans. Tillögunni var hafnað á síðasta þingi.Vísir/EyþórÞingflokkur Pírata lagði á síðasta þingi fram þingsályktunartillögu þess efnis að fjárfestingarleiðin yrði rannsökuð. Henni var meðal annars ætlað að varpa ljósi á hverjir nýttu sér fjárfestingarleiðina og hvaðan fjármagnið kom til landsins. Hún hlaut ekki brautargengi. Benedikt vill fara sér hægt í gagnrýni á fjárfestingarleiðina. „Ég er almennt talsmaður þess að viðskipti eigi að vera sem opnust og að það eigi að vera sem best vitneskja um það hverjir standi í viðskiptum. Tala nú ekki um þegar það er um að ræða svona ívilnandi leiðir með einhverjum hætti,“ segir hann. „Aftur á móti eiga menn að setja reglur í upphafi og fara svo eftir þeim. Þannig að ef menn eru óánægðir verða menn að snúa sér að þeim sem að settu reglurnar fyrst. Mér finnst meira við þá að sakast en þá sem nýttu sér reglurnar og fóru eftir þeim.“Nú ert það þú sem ert sitjandi fjármálaráðherra og skoðun þín á málinu skiptir miklu máli. Gætirðu hugsað þér að láta rannsaka fjárfestingarleiðina? „Eins og ég benti á áður. Það er svo erfitt að meta þetta eftir á,“ segir hann. “Núna sjáum við að það flæddi heilmikill gjaldeyrir inn í landið með allt öðrum hætti. Okkur tókst að aflétta höftum vegna þess að hingað barst gjaldeyrir með ferðamönnum en aðeins að litlu leiti vegna þessarar fjárfestingarleiðar. Hinsvegar hef ég verið hikandi við að vera gagnrýninn þegar aðstæður voru allt öðruvísi fyrir fimm til sex árum síðan þegar ákvarðanir voru teknar,“ segir Benedikt. Tengdar fréttir Geta innleyst um 20 milljarða gengishagnað eftir fjárfestingarleið Fjárfestar sem tóku þátt í fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands á fyrstu sex mánuðum ársins 2012 geta nú selt fjárfestingar sínar, skipt krónunum í evrur og farið af landi brott. Gengishagnaðurinn nemur rúmum tuttugu milljörðum. 19. júlí 2017 08:30 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Fleiri fréttir Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Sjá meira
Markaðurinn - fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti greindi frá því í morgun að þeir fjárfestar sem komu með evrur hingað til lands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands á fyrri helmingi ársins 2012 geta nú innleyst rúma tuttugu milljarða króna í gengishagnað eftir að hafa bundið fjármagnið í innlendum eignum til fimm ára. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að hluti þeirra fjárfesta, sem nýttu sér fjárfestingarleiðina á fyrri hluta árs 2012, hafi selt fjárfestingar sínar og flutt gjaldeyrinn úr landi. Leiðin hefur ekki verið óumdeild en hún átti að hvetja til erlendrar fjárfestingar hér á landi. „Það kemur síðan í ljós að flestir þeirra sem koma hingað inn með fjármagn eru Íslendingar eða mjög tengdir Íslandi,“ segir Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. „En upp úr hruni voru menn í miklum vandræðum vegna þess að hér voru erlendir aðilar sem áttu svo ofboðslega mikið af krónum og þá var þessi snjóhengja þannig að hún hefði getað sett efnahagslífið á hliðina ef hún færi öll út í einu. Það er ekki mjög auðvelt að setja sig í fótspor þeirra sem voru að ákveða þessa leið fyrir fimm eða sex árum.“Félag í meirihlutaeigu Ólafs Ólafssonar, kom með tæplega tvo milljarða króna til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands í desember 2012. Félagið gæti innleyst yfir 800 milljóna króna gengishagnað síðar á árinu.vísir/vilhelmÞeir sem virðast hafa nýtt þessa leið í miklu mæli virðast vera dæmigerðir leikendur og gerendur í þekktum fjármálagjörningum fyrir og eftir hrun. Er þessi leið til þess fallin að gera þá sem fyrir voru ríkir enn ríkari? „Þetta er einmitt eitt af því sem að mönnum dettur í hug þegar að maður sér þetta núna og hvort að reglurnar hefðu átt að vera aðrar og strangari. Vissulega var þarna um mismunun að ræða,“ segir Benedikt. Hann segir að eftir á að hyggja hafi fjárfestingarleið Seðlabankans ekki spilað jafnmikið hlutverk við afnám hafta og reiknað var með að hún myndi gera. „Þessi útboð tíðkuðust í fyrsta lagi undir ríkisstjórn Jóhönnu og svo ríkisstjórn Sigmundar og menn töldu sig vera að leysa ákveðin vanda. Ef mig minnir rétt voru þetta á bilinu 60 til 70 milljarðar sem komu þarna inn með þessum hætti þannig að ég held að þetta hefur ekki verið aðalpúslið sem menn þurftu til að leysa vandann. En menn sáu þetta svona á sínum tíma. Eftir á að hyggja hefðu menn kannski betur haft reglurnar aðeins öðruvísi.“ Ríkisskattstjóri hefur staðfest að fjögur mál hafi verið tekin til skoðunar þar sem fjárfestingarleiðin kemur við sögu. Benedikt játar því aðspurður að það sé bagalegt ef opinber verkfæri sem þessi geti nýst við að skjóta undan skattayfirvöldum. „Ég veit hinsvegar ekki hvers eðlis tengingin er við fjárfestingarleiðina,“ segir hann. „Ég ímynda mér það að alvarlegasti hluti brotanna var þegar fólk var að flytja peninga til útlanda og leyna þeim með einhverjum hætti eða gefa aldrei upp tekjur hér á landi þó að þær væru til annarsstaðar í skattaskjólum erlendis. Þar hugsa ég að stærsti hlutinn liggi nú.“ Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, var fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem kallaði á eftir rannsókn á fjárfestingaleið Seðlabankans. Tillögunni var hafnað á síðasta þingi.Vísir/EyþórÞingflokkur Pírata lagði á síðasta þingi fram þingsályktunartillögu þess efnis að fjárfestingarleiðin yrði rannsökuð. Henni var meðal annars ætlað að varpa ljósi á hverjir nýttu sér fjárfestingarleiðina og hvaðan fjármagnið kom til landsins. Hún hlaut ekki brautargengi. Benedikt vill fara sér hægt í gagnrýni á fjárfestingarleiðina. „Ég er almennt talsmaður þess að viðskipti eigi að vera sem opnust og að það eigi að vera sem best vitneskja um það hverjir standi í viðskiptum. Tala nú ekki um þegar það er um að ræða svona ívilnandi leiðir með einhverjum hætti,“ segir hann. „Aftur á móti eiga menn að setja reglur í upphafi og fara svo eftir þeim. Þannig að ef menn eru óánægðir verða menn að snúa sér að þeim sem að settu reglurnar fyrst. Mér finnst meira við þá að sakast en þá sem nýttu sér reglurnar og fóru eftir þeim.“Nú ert það þú sem ert sitjandi fjármálaráðherra og skoðun þín á málinu skiptir miklu máli. Gætirðu hugsað þér að láta rannsaka fjárfestingarleiðina? „Eins og ég benti á áður. Það er svo erfitt að meta þetta eftir á,“ segir hann. “Núna sjáum við að það flæddi heilmikill gjaldeyrir inn í landið með allt öðrum hætti. Okkur tókst að aflétta höftum vegna þess að hingað barst gjaldeyrir með ferðamönnum en aðeins að litlu leiti vegna þessarar fjárfestingarleiðar. Hinsvegar hef ég verið hikandi við að vera gagnrýninn þegar aðstæður voru allt öðruvísi fyrir fimm til sex árum síðan þegar ákvarðanir voru teknar,“ segir Benedikt.
Tengdar fréttir Geta innleyst um 20 milljarða gengishagnað eftir fjárfestingarleið Fjárfestar sem tóku þátt í fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands á fyrstu sex mánuðum ársins 2012 geta nú selt fjárfestingar sínar, skipt krónunum í evrur og farið af landi brott. Gengishagnaðurinn nemur rúmum tuttugu milljörðum. 19. júlí 2017 08:30 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Fleiri fréttir Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Sjá meira
Geta innleyst um 20 milljarða gengishagnað eftir fjárfestingarleið Fjárfestar sem tóku þátt í fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands á fyrstu sex mánuðum ársins 2012 geta nú selt fjárfestingar sínar, skipt krónunum í evrur og farið af landi brott. Gengishagnaðurinn nemur rúmum tuttugu milljörðum. 19. júlí 2017 08:30
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent