Segir fjárfestingarleiðina ekki jafn gagnlega og menn hefðu ætlað Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 19. júlí 2017 15:15 Benedikt vill fara sér hægt í að gagnrýna þá sem tóku ákvarðanir um leiðina við allt aðrar aðstæður. Markaðurinn - fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti greindi frá því í morgun að þeir fjárfestar sem komu með evrur hingað til lands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands á fyrri helmingi ársins 2012 geta nú innleyst rúma tuttugu milljarða króna í gengishagnað eftir að hafa bundið fjármagnið í innlendum eignum til fimm ára. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að hluti þeirra fjárfesta, sem nýttu sér fjárfestingarleiðina á fyrri hluta árs 2012, hafi selt fjárfestingar sínar og flutt gjaldeyrinn úr landi. Leiðin hefur ekki verið óumdeild en hún átti að hvetja til erlendrar fjárfestingar hér á landi. „Það kemur síðan í ljós að flestir þeirra sem koma hingað inn með fjármagn eru Íslendingar eða mjög tengdir Íslandi,“ segir Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. „En upp úr hruni voru menn í miklum vandræðum vegna þess að hér voru erlendir aðilar sem áttu svo ofboðslega mikið af krónum og þá var þessi snjóhengja þannig að hún hefði getað sett efnahagslífið á hliðina ef hún færi öll út í einu. Það er ekki mjög auðvelt að setja sig í fótspor þeirra sem voru að ákveða þessa leið fyrir fimm eða sex árum.“Félag í meirihlutaeigu Ólafs Ólafssonar, kom með tæplega tvo milljarða króna til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands í desember 2012. Félagið gæti innleyst yfir 800 milljóna króna gengishagnað síðar á árinu.vísir/vilhelmÞeir sem virðast hafa nýtt þessa leið í miklu mæli virðast vera dæmigerðir leikendur og gerendur í þekktum fjármálagjörningum fyrir og eftir hrun. Er þessi leið til þess fallin að gera þá sem fyrir voru ríkir enn ríkari? „Þetta er einmitt eitt af því sem að mönnum dettur í hug þegar að maður sér þetta núna og hvort að reglurnar hefðu átt að vera aðrar og strangari. Vissulega var þarna um mismunun að ræða,“ segir Benedikt. Hann segir að eftir á að hyggja hafi fjárfestingarleið Seðlabankans ekki spilað jafnmikið hlutverk við afnám hafta og reiknað var með að hún myndi gera. „Þessi útboð tíðkuðust í fyrsta lagi undir ríkisstjórn Jóhönnu og svo ríkisstjórn Sigmundar og menn töldu sig vera að leysa ákveðin vanda. Ef mig minnir rétt voru þetta á bilinu 60 til 70 milljarðar sem komu þarna inn með þessum hætti þannig að ég held að þetta hefur ekki verið aðalpúslið sem menn þurftu til að leysa vandann. En menn sáu þetta svona á sínum tíma. Eftir á að hyggja hefðu menn kannski betur haft reglurnar aðeins öðruvísi.“ Ríkisskattstjóri hefur staðfest að fjögur mál hafi verið tekin til skoðunar þar sem fjárfestingarleiðin kemur við sögu. Benedikt játar því aðspurður að það sé bagalegt ef opinber verkfæri sem þessi geti nýst við að skjóta undan skattayfirvöldum. „Ég veit hinsvegar ekki hvers eðlis tengingin er við fjárfestingarleiðina,“ segir hann. „Ég ímynda mér það að alvarlegasti hluti brotanna var þegar fólk var að flytja peninga til útlanda og leyna þeim með einhverjum hætti eða gefa aldrei upp tekjur hér á landi þó að þær væru til annarsstaðar í skattaskjólum erlendis. Þar hugsa ég að stærsti hlutinn liggi nú.“ Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, var fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem kallaði á eftir rannsókn á fjárfestingaleið Seðlabankans. Tillögunni var hafnað á síðasta þingi.Vísir/EyþórÞingflokkur Pírata lagði á síðasta þingi fram þingsályktunartillögu þess efnis að fjárfestingarleiðin yrði rannsökuð. Henni var meðal annars ætlað að varpa ljósi á hverjir nýttu sér fjárfestingarleiðina og hvaðan fjármagnið kom til landsins. Hún hlaut ekki brautargengi. Benedikt vill fara sér hægt í gagnrýni á fjárfestingarleiðina. „Ég er almennt talsmaður þess að viðskipti eigi að vera sem opnust og að það eigi að vera sem best vitneskja um það hverjir standi í viðskiptum. Tala nú ekki um þegar það er um að ræða svona ívilnandi leiðir með einhverjum hætti,“ segir hann. „Aftur á móti eiga menn að setja reglur í upphafi og fara svo eftir þeim. Þannig að ef menn eru óánægðir verða menn að snúa sér að þeim sem að settu reglurnar fyrst. Mér finnst meira við þá að sakast en þá sem nýttu sér reglurnar og fóru eftir þeim.“Nú ert það þú sem ert sitjandi fjármálaráðherra og skoðun þín á málinu skiptir miklu máli. Gætirðu hugsað þér að láta rannsaka fjárfestingarleiðina? „Eins og ég benti á áður. Það er svo erfitt að meta þetta eftir á,“ segir hann. “Núna sjáum við að það flæddi heilmikill gjaldeyrir inn í landið með allt öðrum hætti. Okkur tókst að aflétta höftum vegna þess að hingað barst gjaldeyrir með ferðamönnum en aðeins að litlu leiti vegna þessarar fjárfestingarleiðar. Hinsvegar hef ég verið hikandi við að vera gagnrýninn þegar aðstæður voru allt öðruvísi fyrir fimm til sex árum síðan þegar ákvarðanir voru teknar,“ segir Benedikt. Tengdar fréttir Geta innleyst um 20 milljarða gengishagnað eftir fjárfestingarleið Fjárfestar sem tóku þátt í fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands á fyrstu sex mánuðum ársins 2012 geta nú selt fjárfestingar sínar, skipt krónunum í evrur og farið af landi brott. Gengishagnaðurinn nemur rúmum tuttugu milljörðum. 19. júlí 2017 08:30 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Markaðurinn - fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti greindi frá því í morgun að þeir fjárfestar sem komu með evrur hingað til lands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands á fyrri helmingi ársins 2012 geta nú innleyst rúma tuttugu milljarða króna í gengishagnað eftir að hafa bundið fjármagnið í innlendum eignum til fimm ára. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að hluti þeirra fjárfesta, sem nýttu sér fjárfestingarleiðina á fyrri hluta árs 2012, hafi selt fjárfestingar sínar og flutt gjaldeyrinn úr landi. Leiðin hefur ekki verið óumdeild en hún átti að hvetja til erlendrar fjárfestingar hér á landi. „Það kemur síðan í ljós að flestir þeirra sem koma hingað inn með fjármagn eru Íslendingar eða mjög tengdir Íslandi,“ segir Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. „En upp úr hruni voru menn í miklum vandræðum vegna þess að hér voru erlendir aðilar sem áttu svo ofboðslega mikið af krónum og þá var þessi snjóhengja þannig að hún hefði getað sett efnahagslífið á hliðina ef hún færi öll út í einu. Það er ekki mjög auðvelt að setja sig í fótspor þeirra sem voru að ákveða þessa leið fyrir fimm eða sex árum.“Félag í meirihlutaeigu Ólafs Ólafssonar, kom með tæplega tvo milljarða króna til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands í desember 2012. Félagið gæti innleyst yfir 800 milljóna króna gengishagnað síðar á árinu.vísir/vilhelmÞeir sem virðast hafa nýtt þessa leið í miklu mæli virðast vera dæmigerðir leikendur og gerendur í þekktum fjármálagjörningum fyrir og eftir hrun. Er þessi leið til þess fallin að gera þá sem fyrir voru ríkir enn ríkari? „Þetta er einmitt eitt af því sem að mönnum dettur í hug þegar að maður sér þetta núna og hvort að reglurnar hefðu átt að vera aðrar og strangari. Vissulega var þarna um mismunun að ræða,“ segir Benedikt. Hann segir að eftir á að hyggja hafi fjárfestingarleið Seðlabankans ekki spilað jafnmikið hlutverk við afnám hafta og reiknað var með að hún myndi gera. „Þessi útboð tíðkuðust í fyrsta lagi undir ríkisstjórn Jóhönnu og svo ríkisstjórn Sigmundar og menn töldu sig vera að leysa ákveðin vanda. Ef mig minnir rétt voru þetta á bilinu 60 til 70 milljarðar sem komu þarna inn með þessum hætti þannig að ég held að þetta hefur ekki verið aðalpúslið sem menn þurftu til að leysa vandann. En menn sáu þetta svona á sínum tíma. Eftir á að hyggja hefðu menn kannski betur haft reglurnar aðeins öðruvísi.“ Ríkisskattstjóri hefur staðfest að fjögur mál hafi verið tekin til skoðunar þar sem fjárfestingarleiðin kemur við sögu. Benedikt játar því aðspurður að það sé bagalegt ef opinber verkfæri sem þessi geti nýst við að skjóta undan skattayfirvöldum. „Ég veit hinsvegar ekki hvers eðlis tengingin er við fjárfestingarleiðina,“ segir hann. „Ég ímynda mér það að alvarlegasti hluti brotanna var þegar fólk var að flytja peninga til útlanda og leyna þeim með einhverjum hætti eða gefa aldrei upp tekjur hér á landi þó að þær væru til annarsstaðar í skattaskjólum erlendis. Þar hugsa ég að stærsti hlutinn liggi nú.“ Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, var fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem kallaði á eftir rannsókn á fjárfestingaleið Seðlabankans. Tillögunni var hafnað á síðasta þingi.Vísir/EyþórÞingflokkur Pírata lagði á síðasta þingi fram þingsályktunartillögu þess efnis að fjárfestingarleiðin yrði rannsökuð. Henni var meðal annars ætlað að varpa ljósi á hverjir nýttu sér fjárfestingarleiðina og hvaðan fjármagnið kom til landsins. Hún hlaut ekki brautargengi. Benedikt vill fara sér hægt í gagnrýni á fjárfestingarleiðina. „Ég er almennt talsmaður þess að viðskipti eigi að vera sem opnust og að það eigi að vera sem best vitneskja um það hverjir standi í viðskiptum. Tala nú ekki um þegar það er um að ræða svona ívilnandi leiðir með einhverjum hætti,“ segir hann. „Aftur á móti eiga menn að setja reglur í upphafi og fara svo eftir þeim. Þannig að ef menn eru óánægðir verða menn að snúa sér að þeim sem að settu reglurnar fyrst. Mér finnst meira við þá að sakast en þá sem nýttu sér reglurnar og fóru eftir þeim.“Nú ert það þú sem ert sitjandi fjármálaráðherra og skoðun þín á málinu skiptir miklu máli. Gætirðu hugsað þér að láta rannsaka fjárfestingarleiðina? „Eins og ég benti á áður. Það er svo erfitt að meta þetta eftir á,“ segir hann. “Núna sjáum við að það flæddi heilmikill gjaldeyrir inn í landið með allt öðrum hætti. Okkur tókst að aflétta höftum vegna þess að hingað barst gjaldeyrir með ferðamönnum en aðeins að litlu leiti vegna þessarar fjárfestingarleiðar. Hinsvegar hef ég verið hikandi við að vera gagnrýninn þegar aðstæður voru allt öðruvísi fyrir fimm til sex árum síðan þegar ákvarðanir voru teknar,“ segir Benedikt.
Tengdar fréttir Geta innleyst um 20 milljarða gengishagnað eftir fjárfestingarleið Fjárfestar sem tóku þátt í fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands á fyrstu sex mánuðum ársins 2012 geta nú selt fjárfestingar sínar, skipt krónunum í evrur og farið af landi brott. Gengishagnaðurinn nemur rúmum tuttugu milljörðum. 19. júlí 2017 08:30 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Geta innleyst um 20 milljarða gengishagnað eftir fjárfestingarleið Fjárfestar sem tóku þátt í fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands á fyrstu sex mánuðum ársins 2012 geta nú selt fjárfestingar sínar, skipt krónunum í evrur og farið af landi brott. Gengishagnaðurinn nemur rúmum tuttugu milljörðum. 19. júlí 2017 08:30