80 deyi árlega vegna loftmengunar Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. júlí 2017 06:00 Það er bannað að skilja bílinn eftir í gangi á meðan ökumaður bregður sér út. Ragnhildur segir að það verði að upplýsa fólk betur. vísir/anton Áætlað er að 80 ótímabær dauðsföll verði árlega á Íslandi af völdum loftmengunar. Þetta kemur fram í skýrsludrögum um aðgerðaráætlun í loftslagsmálum Íslendinga. Doktor Ragnhildur Finnbjörnsdóttir, loftslagssérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir þá sem deyja ekki vera heilbrigða heldur einstaklinga sem eru veikir fyrir. Það flýti fyrir dauða þeirra.Ragnhildur FinnbjörnsdóttirRagnhildur segir tölurnar byggja á skýrslu sem Umhverfisstofnun Evrópu gefur út árlega. „Þau nota loftgæðamælingar í hverju landi fyrir sig og skoða fjöldatölur. Þau hafa þetta sem viðmið til að bera saman möguleg áhrif loftmengunar á milli landa,“ segir Ragnhildur. Samkvæmt lögum gefur umhverfis- og auðlindaráðherra út áætlun um loftgæði til 12 ára. Umhverfisstofnun hefur unnið drög að áætlun til 2030 að höfðu samráði við heilbrigðisnefndir sveitafélaga, Samtök atvinnulífsins og fleiri. Í áætluninni eru tvö markmið sett fram til að endurspegla það meginmarkmið að viðhalda góðum loftgæðum á Íslandi. Í skýrslunni kemur fram að heildarkostnaður sem fellur til vegna aðgerðanna sé að lágmarki 324,5 milljónir króna. Fyrsta markmiðið er að fækka árlegum ótímabærum dauðsföllum af völdum loftmengunar á Íslandi úr 80 í færri en fimm fyrir árið 2030. Annað markmið er að fækka árlegum fjölda daga þar sem svifryk fer yfir skilgreind heilsufarsmörk af völdum umferðar úr 7-20 skiptum niður í núll skipti fyrir árslok 2030. Í áætluninni eru settar fram þrettán aðgerðir sem ráðast mætti í til að ná fram fyrra markmiðinu og sjö aðgerðir sem ráðast mætti í til að ná seinna markmiðinu. Ragnhildur segir að ein stærsta aðgerðin sé að koma upp loftgæðaupplýsingakerfi. „Þar getum við spáð fyrir í framtíðinni um gæði andrúmsloftsins næstu daga. Þetta verður nokkurs konar veðurspá næstu tvo daga fram í tímann,“ segir Ragnhildur. Þá geti fólk tekið ákvarðanir um líf sitt á grundvelli þeirra spáa. „Ef þú ert að fara út að skokka næstu daga þá geturðu athugað hvernig loftgæðin verða á þessum tíma sem þú ætlaðir að fara að skokka,“ nefnir Ragnhildur sem dæmi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Áætlað er að 80 ótímabær dauðsföll verði árlega á Íslandi af völdum loftmengunar. Þetta kemur fram í skýrsludrögum um aðgerðaráætlun í loftslagsmálum Íslendinga. Doktor Ragnhildur Finnbjörnsdóttir, loftslagssérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir þá sem deyja ekki vera heilbrigða heldur einstaklinga sem eru veikir fyrir. Það flýti fyrir dauða þeirra.Ragnhildur FinnbjörnsdóttirRagnhildur segir tölurnar byggja á skýrslu sem Umhverfisstofnun Evrópu gefur út árlega. „Þau nota loftgæðamælingar í hverju landi fyrir sig og skoða fjöldatölur. Þau hafa þetta sem viðmið til að bera saman möguleg áhrif loftmengunar á milli landa,“ segir Ragnhildur. Samkvæmt lögum gefur umhverfis- og auðlindaráðherra út áætlun um loftgæði til 12 ára. Umhverfisstofnun hefur unnið drög að áætlun til 2030 að höfðu samráði við heilbrigðisnefndir sveitafélaga, Samtök atvinnulífsins og fleiri. Í áætluninni eru tvö markmið sett fram til að endurspegla það meginmarkmið að viðhalda góðum loftgæðum á Íslandi. Í skýrslunni kemur fram að heildarkostnaður sem fellur til vegna aðgerðanna sé að lágmarki 324,5 milljónir króna. Fyrsta markmiðið er að fækka árlegum ótímabærum dauðsföllum af völdum loftmengunar á Íslandi úr 80 í færri en fimm fyrir árið 2030. Annað markmið er að fækka árlegum fjölda daga þar sem svifryk fer yfir skilgreind heilsufarsmörk af völdum umferðar úr 7-20 skiptum niður í núll skipti fyrir árslok 2030. Í áætluninni eru settar fram þrettán aðgerðir sem ráðast mætti í til að ná fram fyrra markmiðinu og sjö aðgerðir sem ráðast mætti í til að ná seinna markmiðinu. Ragnhildur segir að ein stærsta aðgerðin sé að koma upp loftgæðaupplýsingakerfi. „Þar getum við spáð fyrir í framtíðinni um gæði andrúmsloftsins næstu daga. Þetta verður nokkurs konar veðurspá næstu tvo daga fram í tímann,“ segir Ragnhildur. Þá geti fólk tekið ákvarðanir um líf sitt á grundvelli þeirra spáa. „Ef þú ert að fara út að skokka næstu daga þá geturðu athugað hvernig loftgæðin verða á þessum tíma sem þú ætlaðir að fara að skokka,“ nefnir Ragnhildur sem dæmi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira