80 deyi árlega vegna loftmengunar Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. júlí 2017 06:00 Það er bannað að skilja bílinn eftir í gangi á meðan ökumaður bregður sér út. Ragnhildur segir að það verði að upplýsa fólk betur. vísir/anton Áætlað er að 80 ótímabær dauðsföll verði árlega á Íslandi af völdum loftmengunar. Þetta kemur fram í skýrsludrögum um aðgerðaráætlun í loftslagsmálum Íslendinga. Doktor Ragnhildur Finnbjörnsdóttir, loftslagssérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir þá sem deyja ekki vera heilbrigða heldur einstaklinga sem eru veikir fyrir. Það flýti fyrir dauða þeirra.Ragnhildur FinnbjörnsdóttirRagnhildur segir tölurnar byggja á skýrslu sem Umhverfisstofnun Evrópu gefur út árlega. „Þau nota loftgæðamælingar í hverju landi fyrir sig og skoða fjöldatölur. Þau hafa þetta sem viðmið til að bera saman möguleg áhrif loftmengunar á milli landa,“ segir Ragnhildur. Samkvæmt lögum gefur umhverfis- og auðlindaráðherra út áætlun um loftgæði til 12 ára. Umhverfisstofnun hefur unnið drög að áætlun til 2030 að höfðu samráði við heilbrigðisnefndir sveitafélaga, Samtök atvinnulífsins og fleiri. Í áætluninni eru tvö markmið sett fram til að endurspegla það meginmarkmið að viðhalda góðum loftgæðum á Íslandi. Í skýrslunni kemur fram að heildarkostnaður sem fellur til vegna aðgerðanna sé að lágmarki 324,5 milljónir króna. Fyrsta markmiðið er að fækka árlegum ótímabærum dauðsföllum af völdum loftmengunar á Íslandi úr 80 í færri en fimm fyrir árið 2030. Annað markmið er að fækka árlegum fjölda daga þar sem svifryk fer yfir skilgreind heilsufarsmörk af völdum umferðar úr 7-20 skiptum niður í núll skipti fyrir árslok 2030. Í áætluninni eru settar fram þrettán aðgerðir sem ráðast mætti í til að ná fram fyrra markmiðinu og sjö aðgerðir sem ráðast mætti í til að ná seinna markmiðinu. Ragnhildur segir að ein stærsta aðgerðin sé að koma upp loftgæðaupplýsingakerfi. „Þar getum við spáð fyrir í framtíðinni um gæði andrúmsloftsins næstu daga. Þetta verður nokkurs konar veðurspá næstu tvo daga fram í tímann,“ segir Ragnhildur. Þá geti fólk tekið ákvarðanir um líf sitt á grundvelli þeirra spáa. „Ef þú ert að fara út að skokka næstu daga þá geturðu athugað hvernig loftgæðin verða á þessum tíma sem þú ætlaðir að fara að skokka,“ nefnir Ragnhildur sem dæmi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Áætlað er að 80 ótímabær dauðsföll verði árlega á Íslandi af völdum loftmengunar. Þetta kemur fram í skýrsludrögum um aðgerðaráætlun í loftslagsmálum Íslendinga. Doktor Ragnhildur Finnbjörnsdóttir, loftslagssérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir þá sem deyja ekki vera heilbrigða heldur einstaklinga sem eru veikir fyrir. Það flýti fyrir dauða þeirra.Ragnhildur FinnbjörnsdóttirRagnhildur segir tölurnar byggja á skýrslu sem Umhverfisstofnun Evrópu gefur út árlega. „Þau nota loftgæðamælingar í hverju landi fyrir sig og skoða fjöldatölur. Þau hafa þetta sem viðmið til að bera saman möguleg áhrif loftmengunar á milli landa,“ segir Ragnhildur. Samkvæmt lögum gefur umhverfis- og auðlindaráðherra út áætlun um loftgæði til 12 ára. Umhverfisstofnun hefur unnið drög að áætlun til 2030 að höfðu samráði við heilbrigðisnefndir sveitafélaga, Samtök atvinnulífsins og fleiri. Í áætluninni eru tvö markmið sett fram til að endurspegla það meginmarkmið að viðhalda góðum loftgæðum á Íslandi. Í skýrslunni kemur fram að heildarkostnaður sem fellur til vegna aðgerðanna sé að lágmarki 324,5 milljónir króna. Fyrsta markmiðið er að fækka árlegum ótímabærum dauðsföllum af völdum loftmengunar á Íslandi úr 80 í færri en fimm fyrir árið 2030. Annað markmið er að fækka árlegum fjölda daga þar sem svifryk fer yfir skilgreind heilsufarsmörk af völdum umferðar úr 7-20 skiptum niður í núll skipti fyrir árslok 2030. Í áætluninni eru settar fram þrettán aðgerðir sem ráðast mætti í til að ná fram fyrra markmiðinu og sjö aðgerðir sem ráðast mætti í til að ná seinna markmiðinu. Ragnhildur segir að ein stærsta aðgerðin sé að koma upp loftgæðaupplýsingakerfi. „Þar getum við spáð fyrir í framtíðinni um gæði andrúmsloftsins næstu daga. Þetta verður nokkurs konar veðurspá næstu tvo daga fram í tímann,“ segir Ragnhildur. Þá geti fólk tekið ákvarðanir um líf sitt á grundvelli þeirra spáa. „Ef þú ert að fara út að skokka næstu daga þá geturðu athugað hvernig loftgæðin verða á þessum tíma sem þú ætlaðir að fara að skokka,“ nefnir Ragnhildur sem dæmi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira