Skagamenn tóku ríkan þátt í hátíðarhöldum Írskra daga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júlí 2017 19:10 Ella María Gunnarsdóttir, forstöðumaður menningar-og safnamála, segist ekki muna eftir viðlíka fjölda í Garðalundi. Leikhópurinn Lotta sýndi Litla andarungann. Ella María Gunnarsdóttir „Það hefur gengið lygilega vel,“ segir Ella María Gunnarsdóttir, forstöðumaður menningar-og safnamála hjá Akraneskaupstað um nýafstaðna bæjarhátíð. Írskir dagar voru haldnir í átjánda skiptið í ár og gekk hátíðin vonum framar. Ella María segir talsverðan fjölda hafa verið á hátíðinni en segir erfitt að áætla nákvæma tölu því mikið hafi verið um að vera á mörgum svæðum samtímis. „Það var fullt alls staðar,“ segir Ella. Aðspurð hvort mikið hafi verið um aðkomumenn svarar Ella María játandi. Hún segir einnig að brottfluttir Skagamenn hafi fjölmennt. Þeir hafi margir komið aftur á heimaslóðirnar ýmist með stórfjölskylduna eða vini úr háskólanum með í för.Grímar Teitsson og Petrún Berglind Sveinsdóttir hlutu flugmiða fyrir tvo til Írlands fyrir best skreytta húsið á Írskum dögum.Ella María GunnarsdóttirBlaðamaður Vísis tók eftir því að allur bærinn var skreyttur með írsku fánalitunum. Tóku bæjarbúar svona mikinn þátt í hátíðarhöldunum? „Þeir gera það alltaf,“ segir Ella María stolt. Hún segir það vera dagskrárlið hátíðarinnar að keppa í „best skreytta húsinu.“ Í ár voru það metnaðarfullu Skagamennirnir Grímar Teitsson og Petrún Berglind Sveinsdóttir sem hlutu verðlaun fyrir best skreytta húsið 2017. Þá var Sigurður Heiðar Valgeirsson krýndur rauðhærðasti Íslendingurinn 2017.Sigurður Heiðar Valgeirsson var krýndur rauðhærðasti Íslendingurinn 2017.Ella María GunnarsdóttirLopapeysuballið er fastur liður Írskra daga. Verður fólki ekki ofboðslega heitt á ballinu? „Það fer eftir því hvað þú ert „aktívur“ á dansgólfinu. Oft og tíðum er funheitt,“ segir Ella María. Fjölskylduhátíðin Írskir dagar býður upp á fjölbreytta skemmtun fyrir alla aldurshópa. Skagamenn segjast handvissir um að þeir séu af írskum uppruna og því flagga íbúar á Akranesi írska fánanum og skreyta með veifum. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
„Það hefur gengið lygilega vel,“ segir Ella María Gunnarsdóttir, forstöðumaður menningar-og safnamála hjá Akraneskaupstað um nýafstaðna bæjarhátíð. Írskir dagar voru haldnir í átjánda skiptið í ár og gekk hátíðin vonum framar. Ella María segir talsverðan fjölda hafa verið á hátíðinni en segir erfitt að áætla nákvæma tölu því mikið hafi verið um að vera á mörgum svæðum samtímis. „Það var fullt alls staðar,“ segir Ella. Aðspurð hvort mikið hafi verið um aðkomumenn svarar Ella María játandi. Hún segir einnig að brottfluttir Skagamenn hafi fjölmennt. Þeir hafi margir komið aftur á heimaslóðirnar ýmist með stórfjölskylduna eða vini úr háskólanum með í för.Grímar Teitsson og Petrún Berglind Sveinsdóttir hlutu flugmiða fyrir tvo til Írlands fyrir best skreytta húsið á Írskum dögum.Ella María GunnarsdóttirBlaðamaður Vísis tók eftir því að allur bærinn var skreyttur með írsku fánalitunum. Tóku bæjarbúar svona mikinn þátt í hátíðarhöldunum? „Þeir gera það alltaf,“ segir Ella María stolt. Hún segir það vera dagskrárlið hátíðarinnar að keppa í „best skreytta húsinu.“ Í ár voru það metnaðarfullu Skagamennirnir Grímar Teitsson og Petrún Berglind Sveinsdóttir sem hlutu verðlaun fyrir best skreytta húsið 2017. Þá var Sigurður Heiðar Valgeirsson krýndur rauðhærðasti Íslendingurinn 2017.Sigurður Heiðar Valgeirsson var krýndur rauðhærðasti Íslendingurinn 2017.Ella María GunnarsdóttirLopapeysuballið er fastur liður Írskra daga. Verður fólki ekki ofboðslega heitt á ballinu? „Það fer eftir því hvað þú ert „aktívur“ á dansgólfinu. Oft og tíðum er funheitt,“ segir Ella María. Fjölskylduhátíðin Írskir dagar býður upp á fjölbreytta skemmtun fyrir alla aldurshópa. Skagamenn segjast handvissir um að þeir séu af írskum uppruna og því flagga íbúar á Akranesi írska fánanum og skreyta með veifum.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira