Segir að fasteignasalar eigi að gæta hagsmuna bæði kaupanda og seljanda Hulda Hólmkelsdóttir og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifa 2. júlí 2017 20:03 Kona sem festi kaup á íbúð sem síðar kom í ljós að var heilsuspillandi og þarfnaðist kostnaðarsamra viðgerða vegna raka og mygluskemmda segir úrræðaleysið vera algjört fyrir fólk í slíkri stöðu. Hún gagnrýnir að hér á landi tíðkist að fasteignasalar eigi að gæta hagsmuna bæði seljanda og kaupanda. Árið 2014 festi Eva Björk Pétursdóttir kaup á lítilli íbúð á Akranesi fyrir sig og dóttur sína. Stuttu eftir að þær mæðgur fluttu inn komu í ljós ljótir blettir á veggjum og gólfi, en að sögn Evu tók fasteignasalinn, sem sá um söluna , fyrir að raki væri til staðar þegar hún spurði út í það. Hún lagðist því í nokkuð umfangsmiklar framkvæmdir á húsnæðinu, en ekki leið á löngu þar til þær mægður fóru að finna fyrir óþægindum. „Það var í öndunarfærum og útbrot. Alls konar svoleiðis kvillar. Þessir týpísku kvillar sem koma í svon,“ segir Eva. Eva fékk óháðan matsmann til að yfirfara eignina, sem svo staðfesti að um myglusvepp væri að ræða, og að aðgerðir til að fjarlægja hann myndu kosta um níu milljónir króna. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands staðfesti svo að raki og mygla væru í íbúðinni og sagði varhugavert að Eva dveldi þar með dóttur sína. Sýnileg mygla var í íbúðinni.Eva ráðfærði sig við lögfræðinga til að fá kaupunum rift en það gekk ekki eftir. Hún segir fasteignasalann hafa firrt sig allri ábyrgð. Þá hafi hann einfaldlega ráðlagt henni að selja íbúðina. „Ég virtist ekki getað losnað við hana. Það var ekki hægt að rifta einu né neinu, þó að þetta hafi komið upp svona fljótlega eftir kaup.“ Svo fór að íbúðalánasjóður tók íbúðina aftur yfir í lok síðasta árs en Evu brá í brún þegar hún sá eignina auglýsta til sölu fyrir skömmu. Það varð til þess að hún skrifaði færslu um málið á Facebook sem hefur vakið töluverða athygli. „Ég varð eiginlega pínu reið, ef ég á að segja alveg eins og er. Ástæðan fyrir því að ég skrifa það sem ég skrifa er bara í rauninni varúð, ekki neitt annað. Ekki til að vera með leiðindakast við einn né neinn. En þetta er meira en að segja það og maður á að því er virðist engan rétt þegar svona kemur.“ Hún segir að fasteignasalar eigi að gæta hagsmuna bæði kaupanda og seljanda en að það hafi ekki verið raunin í hennar tilviki. Úrræðaleysið sé algjört. „Mér finnst að það eigi að meta íbúðir. Ekki bara taka myndir af þeim og setja þær á sölu og vera ánægður af því þú selur íbúð. Mér finnst það eigi að skoða betur og sérstaklega við gömul húsnæði. Ef það er eitthvað sjáanlegt að allavega athuga með það.“ Færslu Evu má lesa hér fyrir neðan. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Kona sem festi kaup á íbúð sem síðar kom í ljós að var heilsuspillandi og þarfnaðist kostnaðarsamra viðgerða vegna raka og mygluskemmda segir úrræðaleysið vera algjört fyrir fólk í slíkri stöðu. Hún gagnrýnir að hér á landi tíðkist að fasteignasalar eigi að gæta hagsmuna bæði seljanda og kaupanda. Árið 2014 festi Eva Björk Pétursdóttir kaup á lítilli íbúð á Akranesi fyrir sig og dóttur sína. Stuttu eftir að þær mæðgur fluttu inn komu í ljós ljótir blettir á veggjum og gólfi, en að sögn Evu tók fasteignasalinn, sem sá um söluna , fyrir að raki væri til staðar þegar hún spurði út í það. Hún lagðist því í nokkuð umfangsmiklar framkvæmdir á húsnæðinu, en ekki leið á löngu þar til þær mægður fóru að finna fyrir óþægindum. „Það var í öndunarfærum og útbrot. Alls konar svoleiðis kvillar. Þessir týpísku kvillar sem koma í svon,“ segir Eva. Eva fékk óháðan matsmann til að yfirfara eignina, sem svo staðfesti að um myglusvepp væri að ræða, og að aðgerðir til að fjarlægja hann myndu kosta um níu milljónir króna. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands staðfesti svo að raki og mygla væru í íbúðinni og sagði varhugavert að Eva dveldi þar með dóttur sína. Sýnileg mygla var í íbúðinni.Eva ráðfærði sig við lögfræðinga til að fá kaupunum rift en það gekk ekki eftir. Hún segir fasteignasalann hafa firrt sig allri ábyrgð. Þá hafi hann einfaldlega ráðlagt henni að selja íbúðina. „Ég virtist ekki getað losnað við hana. Það var ekki hægt að rifta einu né neinu, þó að þetta hafi komið upp svona fljótlega eftir kaup.“ Svo fór að íbúðalánasjóður tók íbúðina aftur yfir í lok síðasta árs en Evu brá í brún þegar hún sá eignina auglýsta til sölu fyrir skömmu. Það varð til þess að hún skrifaði færslu um málið á Facebook sem hefur vakið töluverða athygli. „Ég varð eiginlega pínu reið, ef ég á að segja alveg eins og er. Ástæðan fyrir því að ég skrifa það sem ég skrifa er bara í rauninni varúð, ekki neitt annað. Ekki til að vera með leiðindakast við einn né neinn. En þetta er meira en að segja það og maður á að því er virðist engan rétt þegar svona kemur.“ Hún segir að fasteignasalar eigi að gæta hagsmuna bæði kaupanda og seljanda en að það hafi ekki verið raunin í hennar tilviki. Úrræðaleysið sé algjört. „Mér finnst að það eigi að meta íbúðir. Ekki bara taka myndir af þeim og setja þær á sölu og vera ánægður af því þú selur íbúð. Mér finnst það eigi að skoða betur og sérstaklega við gömul húsnæði. Ef það er eitthvað sjáanlegt að allavega athuga með það.“ Færslu Evu má lesa hér fyrir neðan.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira