Nýtt úrræði til fyrstu íbúðakaupa gagnast tekjuháum best Heimir Már Pétursson skrifar 4. júlí 2017 18:45 Nýtt úrræði stjórnvalda til að létta undir með fólki til kaupa á fyrstu íbúð gagnast aðallega þeim sem eru með háar tekjur. Fólk með lægri tekjur þyrfti því að leggja til annan sparnað ásamt úrræði stjórnvalda til að eiga fyrir útborgun í íbúð. Samkvæmt þessu nýja úrræði stjórnvalda gæti einstaklingur með 400 hundruð þúsund krónur á mánuði einungis keypt sér íbúð á 14 milljónir króna. En slíka íbúð er varla að finna á höfuðborgarsvæðinu. Könnun Íbúðalánasjóðs leiðir einnig í ljós að sífellt færri eiga eigið húsnæði en viljinn er mikill hjá þeim sem leigja að komast í eigið húsnæði.Fólk getur hvenær sem er frá síðustu mánaðamótum og í allt að tíu ár, nýtt sér þessa leið sem gengur út á að einstaklingar nýti sér allt að fjögurra prósenta séreignarsparnað sinn og tveggja prósenta mótframlag vinnuveitenda til kaupa á fyrstu íbúð. Fólk getur farið þrjár megin leiðir, sparað í allt að tíu ár fyrir útborgun, greitt inn á höfuðstól láns sem þegar hefur verið tekið til kaupa á fyrstu íbúð eða farið blandaða leið. Hámarks söfnun eða afborgun með þessum hætti á ári er fimm hundruð þúsund krónur í allt að tíu ár, eða fimm milljónir á hvern einstakling. Hjón eða tveir aðilar sem kaupa sér íbúð saman geta hvort um sig fullnýtt úrræðið, að því gefnu að báðir aðilar sé hvor um sig skráður eigandi a.m.k 30 prósenta af íbúðinni.Úræðið er tekjutengt Þar sem þessi leið miðar við séreignarsparnað sem er hlutfall af launum fólks, gefur auga leið að eftir því sem laun fólks eru lægri getur það sett minna í séreignarsparnað. Una Jónsdóttir hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir að þannig þurfi einstaklingur að hafa tæplega sjö hundruð þúsund krónur á mánuði í laun til að fullnýta úrræðið.„Við sjáum að þetta er í rauninni bara eigin sparnaður og því lægri sem tekjurnar eru, því lægri er sparnaðurinn. Þar af leiðandi stuðningur hins opinbera í þessu tilfelli og það er ólíklegt að það (sparnaðurinn) nái upp í það 20 prósenta eiginfjárframlags sem þarf til kaupa á fasteignum,“ segir Una. Skoðum dæmi Íbúðalánasjóðs af Jóni með 400 þúsund krónur á mánuði. Hann gæti lagt til 288 þúsund krónur með þessari leið á ári, eða tvær milljónir áttahundruð og áttatíu þúsund krónur á tíu árum og gæti því ef enginn annar sparnaður eða eigiðfé kæmi til keypt sér íbúð á 14 milljónir króna. Ef Jón væri hins vegar að kaup t.d. með Rúnu sem hefði 600 þúsund í mánaraðarlaun gæt þau samanlagt nýtt sparnað upp á 7,2 milljónir króna. Stjórnvöld hafa boðað frekari aðgerðir til að styrkja sérstaklega þá tekjulægstu til kaupa á eigin húsnæði. En sífellt fleiri búa á ótryggum leigumarkaði, eða rúm 17 prósent flólks nú en voru um 12 prósent í lok árs 2006. Það ár voru 77,3 prósent í eigin húsnæði en í dag eru sjötíu prósent í eigin húsnæði, þótt viljinn til að losna úr leigunni sé mikill.* „Við sjáum það milli mælinga. Það eru alltaf fleiri og fleiri sem telja minni og minni líkur á að þeir verði á leigumarkaði næst þegar þeir skipta um húsnæði. Þannig að við sjáum að viljinn virðist vera fyrir hendi til að komast úr þessu óöryggi sem er á leigumarkaði,“ segir Una Jónsdóttir. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Nýtt úrræði stjórnvalda til að létta undir með fólki til kaupa á fyrstu íbúð gagnast aðallega þeim sem eru með háar tekjur. Fólk með lægri tekjur þyrfti því að leggja til annan sparnað ásamt úrræði stjórnvalda til að eiga fyrir útborgun í íbúð. Samkvæmt þessu nýja úrræði stjórnvalda gæti einstaklingur með 400 hundruð þúsund krónur á mánuði einungis keypt sér íbúð á 14 milljónir króna. En slíka íbúð er varla að finna á höfuðborgarsvæðinu. Könnun Íbúðalánasjóðs leiðir einnig í ljós að sífellt færri eiga eigið húsnæði en viljinn er mikill hjá þeim sem leigja að komast í eigið húsnæði.Fólk getur hvenær sem er frá síðustu mánaðamótum og í allt að tíu ár, nýtt sér þessa leið sem gengur út á að einstaklingar nýti sér allt að fjögurra prósenta séreignarsparnað sinn og tveggja prósenta mótframlag vinnuveitenda til kaupa á fyrstu íbúð. Fólk getur farið þrjár megin leiðir, sparað í allt að tíu ár fyrir útborgun, greitt inn á höfuðstól láns sem þegar hefur verið tekið til kaupa á fyrstu íbúð eða farið blandaða leið. Hámarks söfnun eða afborgun með þessum hætti á ári er fimm hundruð þúsund krónur í allt að tíu ár, eða fimm milljónir á hvern einstakling. Hjón eða tveir aðilar sem kaupa sér íbúð saman geta hvort um sig fullnýtt úrræðið, að því gefnu að báðir aðilar sé hvor um sig skráður eigandi a.m.k 30 prósenta af íbúðinni.Úræðið er tekjutengt Þar sem þessi leið miðar við séreignarsparnað sem er hlutfall af launum fólks, gefur auga leið að eftir því sem laun fólks eru lægri getur það sett minna í séreignarsparnað. Una Jónsdóttir hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir að þannig þurfi einstaklingur að hafa tæplega sjö hundruð þúsund krónur á mánuði í laun til að fullnýta úrræðið.„Við sjáum að þetta er í rauninni bara eigin sparnaður og því lægri sem tekjurnar eru, því lægri er sparnaðurinn. Þar af leiðandi stuðningur hins opinbera í þessu tilfelli og það er ólíklegt að það (sparnaðurinn) nái upp í það 20 prósenta eiginfjárframlags sem þarf til kaupa á fasteignum,“ segir Una. Skoðum dæmi Íbúðalánasjóðs af Jóni með 400 þúsund krónur á mánuði. Hann gæti lagt til 288 þúsund krónur með þessari leið á ári, eða tvær milljónir áttahundruð og áttatíu þúsund krónur á tíu árum og gæti því ef enginn annar sparnaður eða eigiðfé kæmi til keypt sér íbúð á 14 milljónir króna. Ef Jón væri hins vegar að kaup t.d. með Rúnu sem hefði 600 þúsund í mánaraðarlaun gæt þau samanlagt nýtt sparnað upp á 7,2 milljónir króna. Stjórnvöld hafa boðað frekari aðgerðir til að styrkja sérstaklega þá tekjulægstu til kaupa á eigin húsnæði. En sífellt fleiri búa á ótryggum leigumarkaði, eða rúm 17 prósent flólks nú en voru um 12 prósent í lok árs 2006. Það ár voru 77,3 prósent í eigin húsnæði en í dag eru sjötíu prósent í eigin húsnæði, þótt viljinn til að losna úr leigunni sé mikill.* „Við sjáum það milli mælinga. Það eru alltaf fleiri og fleiri sem telja minni og minni líkur á að þeir verði á leigumarkaði næst þegar þeir skipta um húsnæði. Þannig að við sjáum að viljinn virðist vera fyrir hendi til að komast úr þessu óöryggi sem er á leigumarkaði,“ segir Una Jónsdóttir.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira