Skipuleggur karlmannslausa tónlistarhátíð eftir tíð kynferðisbrot á Bråvalla-hátíðinni Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2017 13:14 Emma Knyckare varpaði fyrst fram hugmyndinni á Twitter á sunnudagskvöld. Wikipedia Commons/EPA Sænski grínistinn og útvarpskonan Emma Knyckare stefnir nú að því að halda tónlistarhátíð þar sem öllum karlmönnum verður meinaður aðgangur. Þetta gerir hún í kjölfar fjölda ofbeldisbrota á nýafstaðinni Bråvalla-hátíðinni þar sem tilkynnt var um 22 líkamsárásir og fjórar nauðganir. Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa þegar sagt að hún verði ekki haldin að ári. Knyckare varpaði fyrst fram hugmyndinni á Twitter á sunnudagskvöldinu. „Hvað finnst ykkur um við hendum upp svakalegri hátíð þar sem aðrir en karlmenn eru velkomnir og sem við höldum gangandi þar til að ALLIR karlmenn læri hvernig eigi að haga sér?“ sagði Knyckare.Vad tror ni om att vi styr ihop en asfet festival dit bara icke män är välkomna som vi kör tills ALLA män har lärt sig hur en beter sig?— Emma Knyckare (@Knyckare) July 2, 2017 Og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. „Þetta varð að alveg risadæmi á örfáum klukkustundum,“ segir Knyckare í samtali við DN. „Nærri þúsund manns hafa verið í sambandi og vilja hjálpa til, allt frá almannatengslum til hreinsunarstarfs.“ Knyckare segir jafnframt að listakonur eins og Linnea Henriksson, Julia Frej og Cleo Missaoui hafi nú þegar samþykkt að troða upp.Að konur finni fyrir öryggi „Hverjir eru það sem nauðga? Jú, karlmenn. En ef við skipuleggjum tónlistarhátíð þar sem þeir mega ekki koma? Það var þannig sem ég hugsaði. Mér finnst það hræðilegt að hálf þjóðin skuli finna fyrir óöryggi. Þannig að þegar á næsta ári verður annar möguleiki í boði: Rokkhátíð þar sem stelpur geta fundið fyrir öryggi,“ segir Knyckare. Aðspurð um hvort ekki sé verið að mismuna með slíkri hátíð segist hún ekki líta þannig á málið. „En af því að það virðist vera í góðu lagi að mismuna konum að staðaldri þá er það kannski í lagi að útiloka karlmenn í þrjá daga. Ég myndi ekki kalla það árás að fá ekki að fara á tónlistarhátíð. Auk þess hefur Magnus Betnér [sænskur grínisti] boðist til að þrífa svæðið eftir hátíðina. Þannig að þetta verður ekki algerlega laust við karlmenn,“ segir Knyckare. Ekki er komin tímasetning á fyrirhugaða tónlistarhátíð. Tengdar fréttir Sex nauðganir til rannsóknar hjá lögreglu eftir Hróarskelduhátíðina Sex nauðganir eru til rannsóknar hjá lögreglu á Sjálandi í kjölfar Hróarskelduhátíðarinnar. 3. júlí 2017 20:04 Svíar aflýsa tónlistarhátíð vegna kynferðisofbeldis Í framhaldi af því að kynferðisbrot voru framin á tónlistarhátíðinni Bråvalla í Svíþjóð var ákveðið að aflýsa með öllu hátíðinni. Þetta kemur fram á vef sænska ríkisútvarpsins. 1. júlí 2017 15:58 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Sænski grínistinn og útvarpskonan Emma Knyckare stefnir nú að því að halda tónlistarhátíð þar sem öllum karlmönnum verður meinaður aðgangur. Þetta gerir hún í kjölfar fjölda ofbeldisbrota á nýafstaðinni Bråvalla-hátíðinni þar sem tilkynnt var um 22 líkamsárásir og fjórar nauðganir. Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa þegar sagt að hún verði ekki haldin að ári. Knyckare varpaði fyrst fram hugmyndinni á Twitter á sunnudagskvöldinu. „Hvað finnst ykkur um við hendum upp svakalegri hátíð þar sem aðrir en karlmenn eru velkomnir og sem við höldum gangandi þar til að ALLIR karlmenn læri hvernig eigi að haga sér?“ sagði Knyckare.Vad tror ni om att vi styr ihop en asfet festival dit bara icke män är välkomna som vi kör tills ALLA män har lärt sig hur en beter sig?— Emma Knyckare (@Knyckare) July 2, 2017 Og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. „Þetta varð að alveg risadæmi á örfáum klukkustundum,“ segir Knyckare í samtali við DN. „Nærri þúsund manns hafa verið í sambandi og vilja hjálpa til, allt frá almannatengslum til hreinsunarstarfs.“ Knyckare segir jafnframt að listakonur eins og Linnea Henriksson, Julia Frej og Cleo Missaoui hafi nú þegar samþykkt að troða upp.Að konur finni fyrir öryggi „Hverjir eru það sem nauðga? Jú, karlmenn. En ef við skipuleggjum tónlistarhátíð þar sem þeir mega ekki koma? Það var þannig sem ég hugsaði. Mér finnst það hræðilegt að hálf þjóðin skuli finna fyrir óöryggi. Þannig að þegar á næsta ári verður annar möguleiki í boði: Rokkhátíð þar sem stelpur geta fundið fyrir öryggi,“ segir Knyckare. Aðspurð um hvort ekki sé verið að mismuna með slíkri hátíð segist hún ekki líta þannig á málið. „En af því að það virðist vera í góðu lagi að mismuna konum að staðaldri þá er það kannski í lagi að útiloka karlmenn í þrjá daga. Ég myndi ekki kalla það árás að fá ekki að fara á tónlistarhátíð. Auk þess hefur Magnus Betnér [sænskur grínisti] boðist til að þrífa svæðið eftir hátíðina. Þannig að þetta verður ekki algerlega laust við karlmenn,“ segir Knyckare. Ekki er komin tímasetning á fyrirhugaða tónlistarhátíð.
Tengdar fréttir Sex nauðganir til rannsóknar hjá lögreglu eftir Hróarskelduhátíðina Sex nauðganir eru til rannsóknar hjá lögreglu á Sjálandi í kjölfar Hróarskelduhátíðarinnar. 3. júlí 2017 20:04 Svíar aflýsa tónlistarhátíð vegna kynferðisofbeldis Í framhaldi af því að kynferðisbrot voru framin á tónlistarhátíðinni Bråvalla í Svíþjóð var ákveðið að aflýsa með öllu hátíðinni. Þetta kemur fram á vef sænska ríkisútvarpsins. 1. júlí 2017 15:58 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Sex nauðganir til rannsóknar hjá lögreglu eftir Hróarskelduhátíðina Sex nauðganir eru til rannsóknar hjá lögreglu á Sjálandi í kjölfar Hróarskelduhátíðarinnar. 3. júlí 2017 20:04
Svíar aflýsa tónlistarhátíð vegna kynferðisofbeldis Í framhaldi af því að kynferðisbrot voru framin á tónlistarhátíðinni Bråvalla í Svíþjóð var ákveðið að aflýsa með öllu hátíðinni. Þetta kemur fram á vef sænska ríkisútvarpsins. 1. júlí 2017 15:58