Lífið

Blac Chyna íhugar að lögsækja Kardashian-bróðurinn fyrir stafrænt kynferðisofbeldi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Blac Chyna og Robert Kardashian voru viðstödd afmælisfögnuð í maí 2016.
Blac Chyna og Robert Kardashian voru viðstödd afmælisfögnuð í maí 2016. Vísir/Getty
Blac Chyna, fyrrverandi unnusta Roberts Kardashian, íhugar nú að lögsækja Kardashian vegna mynda sem hann setti af henni inn á samfélagsmiðilinn Instagram í gær. Þetta staðfestir lögfræðingur hennar í samtali við ABC-fréttastofuna.

Kardashian hlóð myndum af Chyna inn á Instagram-reikning sinn í gærkvöldi. Myndirnar sýndu nakinn líkama hennar en hann setti þar að auki inn skjáskot af texta þar sem hann sakaði Chyna um framhjáhald. Instagram-aðgangi Kardashian var í kjölfarið lokað en hann hlóð myndunum að því búnu inn á Twitter. Chyna íhugar nú að lögsækja Kardashian vegna myndanna.

Samkvæmt löggjöf í Kaliforníu-fylki í Bandaríkjunum, þar sem Kardashian og Chyna búa, er ólöglegt að dreifa af ásetningi „myndum af persónulegum líkamshlutum annarrar manneskju sem hægt er að nafngreina.“

Kardashian og Chyna tilkynntu um trúlofun sína í apríl árið 2016 og eignuðust saman dótturina Dream í nóvember sama ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×