Sextán ára stúlka með sjaldgæfan sjúkdóm fær að upplifa drauminn á Íslandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. júlí 2017 18:45 Íslenskir ferðaþjónustuaðilar hafa látið draum sextán ára stúlku um að koma til Íslands rætast en hingað kom hún í gær og fær að upplifa landið með einstökum hætti. Forsaga málsins er sú að í miðjan maí setti Margrét Inga Gísladóttir inn fyrirspurn á Facebooksíðuna Bakland ferðaþjónustunnar þar sem hún óskaði eftir hugmyndum um að ódýrum ferðum fyrir hina sextán ára Emily sem hefur lengi dreymt um að komast til Íslands en hún er frá Bandaríkjunum. Emily þjáist af slímseigjusjúkdómi líkt og dóttir Margrétar en mæður stelpnanna eru saman í foreldrahópi á Facebook en dætur þeirra beggja þjást af sjúkdómnum. Sjúkdómurinn sem um ræðir er sjaldgæfur og í Bandaríkjunum er dýrt að vera með veik börn á framfærslu og vildi Margrét Inga gera eitthvað til þess að lyfta undir með fjölskyldu Emily. „Ég fór svona eitthvað að leita en fann ekki mikið og setti bara inn fyrirspurn á Bakland ferðaþjónustunnar og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Það voru bara endalaus boð um einhverjar ferðir og gistingu og alls konar, út að borða, þannig að þetta vatt upp á sig,“ segir Margrét Inga Gísladóttir. „Við erum gagntekin af gestrisni allra hér á Íslandi,“ segir Donna Gray, ættingi Emily, sem er með í för. Hingað er fjölskyldan komin og fær að upplifa Ísland á einstakan hátt. „Mér skilst að við skoðum íshella á morgun. Síðan förum við á hestbak. Svo er það Bláa lónið og hvalaskoðun í dag,“ segir Emily Lawrence.Af hverju vildir þú koma til Íslands? „Í fyrstu var það landafræðin en svo lagðist ég í rannsóknir og fannst tilvalið að koma í heimsókn,“ segir Emily. Móðir Emily sagði þau djúpt snortin af hugulsemi og gjafmildi ferðaþjónustuaðila sem buðu fram þjónustu sína. „Við grétum talsvert um helgina þegar við fengum að vita þetta. Það er svo einstakt að frétta um allt sem okkur bauðst að gera. Fæst af þessu get ég boðið henni að gera. Hún er stundum svo heilsuveil að það er ekki hægt,“ segir Cheryl Lawrence, móðir Emily, sem einnig er með í för. Fjölskyldan segir að bæði landið og þjóðin hafa uppfyllt allar væntingar.Hvað með veðrið? „Kalt. Það er mjög heitt heima þannig að það er dálítið skrýtið að þurfa að klæða sig svo mikið að sumri til,“ segir Emily. Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtæki gera sextán ára stúlku kleift að láta draum sinn rætast Sextán ára stúlka frá Bandaríkjunum sem er með langvinnan sjúkdóm hefur fengið ósk sína, að ferðast um Ísland, uppfyllta. Hin ýmsu ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi hafa tekið höndum saman og bjóða henni í ferðir og uppihald eftir að auglýst var eftir ódýrum ferðahugmyndum á facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. 14. maí 2017 20:00 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Íslenskir ferðaþjónustuaðilar hafa látið draum sextán ára stúlku um að koma til Íslands rætast en hingað kom hún í gær og fær að upplifa landið með einstökum hætti. Forsaga málsins er sú að í miðjan maí setti Margrét Inga Gísladóttir inn fyrirspurn á Facebooksíðuna Bakland ferðaþjónustunnar þar sem hún óskaði eftir hugmyndum um að ódýrum ferðum fyrir hina sextán ára Emily sem hefur lengi dreymt um að komast til Íslands en hún er frá Bandaríkjunum. Emily þjáist af slímseigjusjúkdómi líkt og dóttir Margrétar en mæður stelpnanna eru saman í foreldrahópi á Facebook en dætur þeirra beggja þjást af sjúkdómnum. Sjúkdómurinn sem um ræðir er sjaldgæfur og í Bandaríkjunum er dýrt að vera með veik börn á framfærslu og vildi Margrét Inga gera eitthvað til þess að lyfta undir með fjölskyldu Emily. „Ég fór svona eitthvað að leita en fann ekki mikið og setti bara inn fyrirspurn á Bakland ferðaþjónustunnar og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Það voru bara endalaus boð um einhverjar ferðir og gistingu og alls konar, út að borða, þannig að þetta vatt upp á sig,“ segir Margrét Inga Gísladóttir. „Við erum gagntekin af gestrisni allra hér á Íslandi,“ segir Donna Gray, ættingi Emily, sem er með í för. Hingað er fjölskyldan komin og fær að upplifa Ísland á einstakan hátt. „Mér skilst að við skoðum íshella á morgun. Síðan förum við á hestbak. Svo er það Bláa lónið og hvalaskoðun í dag,“ segir Emily Lawrence.Af hverju vildir þú koma til Íslands? „Í fyrstu var það landafræðin en svo lagðist ég í rannsóknir og fannst tilvalið að koma í heimsókn,“ segir Emily. Móðir Emily sagði þau djúpt snortin af hugulsemi og gjafmildi ferðaþjónustuaðila sem buðu fram þjónustu sína. „Við grétum talsvert um helgina þegar við fengum að vita þetta. Það er svo einstakt að frétta um allt sem okkur bauðst að gera. Fæst af þessu get ég boðið henni að gera. Hún er stundum svo heilsuveil að það er ekki hægt,“ segir Cheryl Lawrence, móðir Emily, sem einnig er með í för. Fjölskyldan segir að bæði landið og þjóðin hafa uppfyllt allar væntingar.Hvað með veðrið? „Kalt. Það er mjög heitt heima þannig að það er dálítið skrýtið að þurfa að klæða sig svo mikið að sumri til,“ segir Emily.
Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtæki gera sextán ára stúlku kleift að láta draum sinn rætast Sextán ára stúlka frá Bandaríkjunum sem er með langvinnan sjúkdóm hefur fengið ósk sína, að ferðast um Ísland, uppfyllta. Hin ýmsu ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi hafa tekið höndum saman og bjóða henni í ferðir og uppihald eftir að auglýst var eftir ódýrum ferðahugmyndum á facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. 14. maí 2017 20:00 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki gera sextán ára stúlku kleift að láta draum sinn rætast Sextán ára stúlka frá Bandaríkjunum sem er með langvinnan sjúkdóm hefur fengið ósk sína, að ferðast um Ísland, uppfyllta. Hin ýmsu ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi hafa tekið höndum saman og bjóða henni í ferðir og uppihald eftir að auglýst var eftir ódýrum ferðahugmyndum á facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. 14. maí 2017 20:00