Sextán ára stúlka með sjaldgæfan sjúkdóm fær að upplifa drauminn á Íslandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. júlí 2017 18:45 Íslenskir ferðaþjónustuaðilar hafa látið draum sextán ára stúlku um að koma til Íslands rætast en hingað kom hún í gær og fær að upplifa landið með einstökum hætti. Forsaga málsins er sú að í miðjan maí setti Margrét Inga Gísladóttir inn fyrirspurn á Facebooksíðuna Bakland ferðaþjónustunnar þar sem hún óskaði eftir hugmyndum um að ódýrum ferðum fyrir hina sextán ára Emily sem hefur lengi dreymt um að komast til Íslands en hún er frá Bandaríkjunum. Emily þjáist af slímseigjusjúkdómi líkt og dóttir Margrétar en mæður stelpnanna eru saman í foreldrahópi á Facebook en dætur þeirra beggja þjást af sjúkdómnum. Sjúkdómurinn sem um ræðir er sjaldgæfur og í Bandaríkjunum er dýrt að vera með veik börn á framfærslu og vildi Margrét Inga gera eitthvað til þess að lyfta undir með fjölskyldu Emily. „Ég fór svona eitthvað að leita en fann ekki mikið og setti bara inn fyrirspurn á Bakland ferðaþjónustunnar og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Það voru bara endalaus boð um einhverjar ferðir og gistingu og alls konar, út að borða, þannig að þetta vatt upp á sig,“ segir Margrét Inga Gísladóttir. „Við erum gagntekin af gestrisni allra hér á Íslandi,“ segir Donna Gray, ættingi Emily, sem er með í för. Hingað er fjölskyldan komin og fær að upplifa Ísland á einstakan hátt. „Mér skilst að við skoðum íshella á morgun. Síðan förum við á hestbak. Svo er það Bláa lónið og hvalaskoðun í dag,“ segir Emily Lawrence.Af hverju vildir þú koma til Íslands? „Í fyrstu var það landafræðin en svo lagðist ég í rannsóknir og fannst tilvalið að koma í heimsókn,“ segir Emily. Móðir Emily sagði þau djúpt snortin af hugulsemi og gjafmildi ferðaþjónustuaðila sem buðu fram þjónustu sína. „Við grétum talsvert um helgina þegar við fengum að vita þetta. Það er svo einstakt að frétta um allt sem okkur bauðst að gera. Fæst af þessu get ég boðið henni að gera. Hún er stundum svo heilsuveil að það er ekki hægt,“ segir Cheryl Lawrence, móðir Emily, sem einnig er með í för. Fjölskyldan segir að bæði landið og þjóðin hafa uppfyllt allar væntingar.Hvað með veðrið? „Kalt. Það er mjög heitt heima þannig að það er dálítið skrýtið að þurfa að klæða sig svo mikið að sumri til,“ segir Emily. Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtæki gera sextán ára stúlku kleift að láta draum sinn rætast Sextán ára stúlka frá Bandaríkjunum sem er með langvinnan sjúkdóm hefur fengið ósk sína, að ferðast um Ísland, uppfyllta. Hin ýmsu ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi hafa tekið höndum saman og bjóða henni í ferðir og uppihald eftir að auglýst var eftir ódýrum ferðahugmyndum á facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. 14. maí 2017 20:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Íslenskir ferðaþjónustuaðilar hafa látið draum sextán ára stúlku um að koma til Íslands rætast en hingað kom hún í gær og fær að upplifa landið með einstökum hætti. Forsaga málsins er sú að í miðjan maí setti Margrét Inga Gísladóttir inn fyrirspurn á Facebooksíðuna Bakland ferðaþjónustunnar þar sem hún óskaði eftir hugmyndum um að ódýrum ferðum fyrir hina sextán ára Emily sem hefur lengi dreymt um að komast til Íslands en hún er frá Bandaríkjunum. Emily þjáist af slímseigjusjúkdómi líkt og dóttir Margrétar en mæður stelpnanna eru saman í foreldrahópi á Facebook en dætur þeirra beggja þjást af sjúkdómnum. Sjúkdómurinn sem um ræðir er sjaldgæfur og í Bandaríkjunum er dýrt að vera með veik börn á framfærslu og vildi Margrét Inga gera eitthvað til þess að lyfta undir með fjölskyldu Emily. „Ég fór svona eitthvað að leita en fann ekki mikið og setti bara inn fyrirspurn á Bakland ferðaþjónustunnar og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Það voru bara endalaus boð um einhverjar ferðir og gistingu og alls konar, út að borða, þannig að þetta vatt upp á sig,“ segir Margrét Inga Gísladóttir. „Við erum gagntekin af gestrisni allra hér á Íslandi,“ segir Donna Gray, ættingi Emily, sem er með í för. Hingað er fjölskyldan komin og fær að upplifa Ísland á einstakan hátt. „Mér skilst að við skoðum íshella á morgun. Síðan förum við á hestbak. Svo er það Bláa lónið og hvalaskoðun í dag,“ segir Emily Lawrence.Af hverju vildir þú koma til Íslands? „Í fyrstu var það landafræðin en svo lagðist ég í rannsóknir og fannst tilvalið að koma í heimsókn,“ segir Emily. Móðir Emily sagði þau djúpt snortin af hugulsemi og gjafmildi ferðaþjónustuaðila sem buðu fram þjónustu sína. „Við grétum talsvert um helgina þegar við fengum að vita þetta. Það er svo einstakt að frétta um allt sem okkur bauðst að gera. Fæst af þessu get ég boðið henni að gera. Hún er stundum svo heilsuveil að það er ekki hægt,“ segir Cheryl Lawrence, móðir Emily, sem einnig er með í för. Fjölskyldan segir að bæði landið og þjóðin hafa uppfyllt allar væntingar.Hvað með veðrið? „Kalt. Það er mjög heitt heima þannig að það er dálítið skrýtið að þurfa að klæða sig svo mikið að sumri til,“ segir Emily.
Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtæki gera sextán ára stúlku kleift að láta draum sinn rætast Sextán ára stúlka frá Bandaríkjunum sem er með langvinnan sjúkdóm hefur fengið ósk sína, að ferðast um Ísland, uppfyllta. Hin ýmsu ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi hafa tekið höndum saman og bjóða henni í ferðir og uppihald eftir að auglýst var eftir ódýrum ferðahugmyndum á facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. 14. maí 2017 20:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki gera sextán ára stúlku kleift að láta draum sinn rætast Sextán ára stúlka frá Bandaríkjunum sem er með langvinnan sjúkdóm hefur fengið ósk sína, að ferðast um Ísland, uppfyllta. Hin ýmsu ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi hafa tekið höndum saman og bjóða henni í ferðir og uppihald eftir að auglýst var eftir ódýrum ferðahugmyndum á facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. 14. maí 2017 20:00