Sextán ára stúlka með sjaldgæfan sjúkdóm fær að upplifa drauminn á Íslandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. júlí 2017 18:45 Íslenskir ferðaþjónustuaðilar hafa látið draum sextán ára stúlku um að koma til Íslands rætast en hingað kom hún í gær og fær að upplifa landið með einstökum hætti. Forsaga málsins er sú að í miðjan maí setti Margrét Inga Gísladóttir inn fyrirspurn á Facebooksíðuna Bakland ferðaþjónustunnar þar sem hún óskaði eftir hugmyndum um að ódýrum ferðum fyrir hina sextán ára Emily sem hefur lengi dreymt um að komast til Íslands en hún er frá Bandaríkjunum. Emily þjáist af slímseigjusjúkdómi líkt og dóttir Margrétar en mæður stelpnanna eru saman í foreldrahópi á Facebook en dætur þeirra beggja þjást af sjúkdómnum. Sjúkdómurinn sem um ræðir er sjaldgæfur og í Bandaríkjunum er dýrt að vera með veik börn á framfærslu og vildi Margrét Inga gera eitthvað til þess að lyfta undir með fjölskyldu Emily. „Ég fór svona eitthvað að leita en fann ekki mikið og setti bara inn fyrirspurn á Bakland ferðaþjónustunnar og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Það voru bara endalaus boð um einhverjar ferðir og gistingu og alls konar, út að borða, þannig að þetta vatt upp á sig,“ segir Margrét Inga Gísladóttir. „Við erum gagntekin af gestrisni allra hér á Íslandi,“ segir Donna Gray, ættingi Emily, sem er með í för. Hingað er fjölskyldan komin og fær að upplifa Ísland á einstakan hátt. „Mér skilst að við skoðum íshella á morgun. Síðan förum við á hestbak. Svo er það Bláa lónið og hvalaskoðun í dag,“ segir Emily Lawrence.Af hverju vildir þú koma til Íslands? „Í fyrstu var það landafræðin en svo lagðist ég í rannsóknir og fannst tilvalið að koma í heimsókn,“ segir Emily. Móðir Emily sagði þau djúpt snortin af hugulsemi og gjafmildi ferðaþjónustuaðila sem buðu fram þjónustu sína. „Við grétum talsvert um helgina þegar við fengum að vita þetta. Það er svo einstakt að frétta um allt sem okkur bauðst að gera. Fæst af þessu get ég boðið henni að gera. Hún er stundum svo heilsuveil að það er ekki hægt,“ segir Cheryl Lawrence, móðir Emily, sem einnig er með í för. Fjölskyldan segir að bæði landið og þjóðin hafa uppfyllt allar væntingar.Hvað með veðrið? „Kalt. Það er mjög heitt heima þannig að það er dálítið skrýtið að þurfa að klæða sig svo mikið að sumri til,“ segir Emily. Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtæki gera sextán ára stúlku kleift að láta draum sinn rætast Sextán ára stúlka frá Bandaríkjunum sem er með langvinnan sjúkdóm hefur fengið ósk sína, að ferðast um Ísland, uppfyllta. Hin ýmsu ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi hafa tekið höndum saman og bjóða henni í ferðir og uppihald eftir að auglýst var eftir ódýrum ferðahugmyndum á facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. 14. maí 2017 20:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Íslenskir ferðaþjónustuaðilar hafa látið draum sextán ára stúlku um að koma til Íslands rætast en hingað kom hún í gær og fær að upplifa landið með einstökum hætti. Forsaga málsins er sú að í miðjan maí setti Margrét Inga Gísladóttir inn fyrirspurn á Facebooksíðuna Bakland ferðaþjónustunnar þar sem hún óskaði eftir hugmyndum um að ódýrum ferðum fyrir hina sextán ára Emily sem hefur lengi dreymt um að komast til Íslands en hún er frá Bandaríkjunum. Emily þjáist af slímseigjusjúkdómi líkt og dóttir Margrétar en mæður stelpnanna eru saman í foreldrahópi á Facebook en dætur þeirra beggja þjást af sjúkdómnum. Sjúkdómurinn sem um ræðir er sjaldgæfur og í Bandaríkjunum er dýrt að vera með veik börn á framfærslu og vildi Margrét Inga gera eitthvað til þess að lyfta undir með fjölskyldu Emily. „Ég fór svona eitthvað að leita en fann ekki mikið og setti bara inn fyrirspurn á Bakland ferðaþjónustunnar og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Það voru bara endalaus boð um einhverjar ferðir og gistingu og alls konar, út að borða, þannig að þetta vatt upp á sig,“ segir Margrét Inga Gísladóttir. „Við erum gagntekin af gestrisni allra hér á Íslandi,“ segir Donna Gray, ættingi Emily, sem er með í för. Hingað er fjölskyldan komin og fær að upplifa Ísland á einstakan hátt. „Mér skilst að við skoðum íshella á morgun. Síðan förum við á hestbak. Svo er það Bláa lónið og hvalaskoðun í dag,“ segir Emily Lawrence.Af hverju vildir þú koma til Íslands? „Í fyrstu var það landafræðin en svo lagðist ég í rannsóknir og fannst tilvalið að koma í heimsókn,“ segir Emily. Móðir Emily sagði þau djúpt snortin af hugulsemi og gjafmildi ferðaþjónustuaðila sem buðu fram þjónustu sína. „Við grétum talsvert um helgina þegar við fengum að vita þetta. Það er svo einstakt að frétta um allt sem okkur bauðst að gera. Fæst af þessu get ég boðið henni að gera. Hún er stundum svo heilsuveil að það er ekki hægt,“ segir Cheryl Lawrence, móðir Emily, sem einnig er með í för. Fjölskyldan segir að bæði landið og þjóðin hafa uppfyllt allar væntingar.Hvað með veðrið? „Kalt. Það er mjög heitt heima þannig að það er dálítið skrýtið að þurfa að klæða sig svo mikið að sumri til,“ segir Emily.
Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtæki gera sextán ára stúlku kleift að láta draum sinn rætast Sextán ára stúlka frá Bandaríkjunum sem er með langvinnan sjúkdóm hefur fengið ósk sína, að ferðast um Ísland, uppfyllta. Hin ýmsu ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi hafa tekið höndum saman og bjóða henni í ferðir og uppihald eftir að auglýst var eftir ódýrum ferðahugmyndum á facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. 14. maí 2017 20:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki gera sextán ára stúlku kleift að láta draum sinn rætast Sextán ára stúlka frá Bandaríkjunum sem er með langvinnan sjúkdóm hefur fengið ósk sína, að ferðast um Ísland, uppfyllta. Hin ýmsu ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi hafa tekið höndum saman og bjóða henni í ferðir og uppihald eftir að auglýst var eftir ódýrum ferðahugmyndum á facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. 14. maí 2017 20:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent