Sextán ára stúlka með sjaldgæfan sjúkdóm fær að upplifa drauminn á Íslandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. júlí 2017 18:45 Íslenskir ferðaþjónustuaðilar hafa látið draum sextán ára stúlku um að koma til Íslands rætast en hingað kom hún í gær og fær að upplifa landið með einstökum hætti. Forsaga málsins er sú að í miðjan maí setti Margrét Inga Gísladóttir inn fyrirspurn á Facebooksíðuna Bakland ferðaþjónustunnar þar sem hún óskaði eftir hugmyndum um að ódýrum ferðum fyrir hina sextán ára Emily sem hefur lengi dreymt um að komast til Íslands en hún er frá Bandaríkjunum. Emily þjáist af slímseigjusjúkdómi líkt og dóttir Margrétar en mæður stelpnanna eru saman í foreldrahópi á Facebook en dætur þeirra beggja þjást af sjúkdómnum. Sjúkdómurinn sem um ræðir er sjaldgæfur og í Bandaríkjunum er dýrt að vera með veik börn á framfærslu og vildi Margrét Inga gera eitthvað til þess að lyfta undir með fjölskyldu Emily. „Ég fór svona eitthvað að leita en fann ekki mikið og setti bara inn fyrirspurn á Bakland ferðaþjónustunnar og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Það voru bara endalaus boð um einhverjar ferðir og gistingu og alls konar, út að borða, þannig að þetta vatt upp á sig,“ segir Margrét Inga Gísladóttir. „Við erum gagntekin af gestrisni allra hér á Íslandi,“ segir Donna Gray, ættingi Emily, sem er með í för. Hingað er fjölskyldan komin og fær að upplifa Ísland á einstakan hátt. „Mér skilst að við skoðum íshella á morgun. Síðan förum við á hestbak. Svo er það Bláa lónið og hvalaskoðun í dag,“ segir Emily Lawrence.Af hverju vildir þú koma til Íslands? „Í fyrstu var það landafræðin en svo lagðist ég í rannsóknir og fannst tilvalið að koma í heimsókn,“ segir Emily. Móðir Emily sagði þau djúpt snortin af hugulsemi og gjafmildi ferðaþjónustuaðila sem buðu fram þjónustu sína. „Við grétum talsvert um helgina þegar við fengum að vita þetta. Það er svo einstakt að frétta um allt sem okkur bauðst að gera. Fæst af þessu get ég boðið henni að gera. Hún er stundum svo heilsuveil að það er ekki hægt,“ segir Cheryl Lawrence, móðir Emily, sem einnig er með í för. Fjölskyldan segir að bæði landið og þjóðin hafa uppfyllt allar væntingar.Hvað með veðrið? „Kalt. Það er mjög heitt heima þannig að það er dálítið skrýtið að þurfa að klæða sig svo mikið að sumri til,“ segir Emily. Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtæki gera sextán ára stúlku kleift að láta draum sinn rætast Sextán ára stúlka frá Bandaríkjunum sem er með langvinnan sjúkdóm hefur fengið ósk sína, að ferðast um Ísland, uppfyllta. Hin ýmsu ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi hafa tekið höndum saman og bjóða henni í ferðir og uppihald eftir að auglýst var eftir ódýrum ferðahugmyndum á facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. 14. maí 2017 20:00 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Íslenskir ferðaþjónustuaðilar hafa látið draum sextán ára stúlku um að koma til Íslands rætast en hingað kom hún í gær og fær að upplifa landið með einstökum hætti. Forsaga málsins er sú að í miðjan maí setti Margrét Inga Gísladóttir inn fyrirspurn á Facebooksíðuna Bakland ferðaþjónustunnar þar sem hún óskaði eftir hugmyndum um að ódýrum ferðum fyrir hina sextán ára Emily sem hefur lengi dreymt um að komast til Íslands en hún er frá Bandaríkjunum. Emily þjáist af slímseigjusjúkdómi líkt og dóttir Margrétar en mæður stelpnanna eru saman í foreldrahópi á Facebook en dætur þeirra beggja þjást af sjúkdómnum. Sjúkdómurinn sem um ræðir er sjaldgæfur og í Bandaríkjunum er dýrt að vera með veik börn á framfærslu og vildi Margrét Inga gera eitthvað til þess að lyfta undir með fjölskyldu Emily. „Ég fór svona eitthvað að leita en fann ekki mikið og setti bara inn fyrirspurn á Bakland ferðaþjónustunnar og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Það voru bara endalaus boð um einhverjar ferðir og gistingu og alls konar, út að borða, þannig að þetta vatt upp á sig,“ segir Margrét Inga Gísladóttir. „Við erum gagntekin af gestrisni allra hér á Íslandi,“ segir Donna Gray, ættingi Emily, sem er með í för. Hingað er fjölskyldan komin og fær að upplifa Ísland á einstakan hátt. „Mér skilst að við skoðum íshella á morgun. Síðan förum við á hestbak. Svo er það Bláa lónið og hvalaskoðun í dag,“ segir Emily Lawrence.Af hverju vildir þú koma til Íslands? „Í fyrstu var það landafræðin en svo lagðist ég í rannsóknir og fannst tilvalið að koma í heimsókn,“ segir Emily. Móðir Emily sagði þau djúpt snortin af hugulsemi og gjafmildi ferðaþjónustuaðila sem buðu fram þjónustu sína. „Við grétum talsvert um helgina þegar við fengum að vita þetta. Það er svo einstakt að frétta um allt sem okkur bauðst að gera. Fæst af þessu get ég boðið henni að gera. Hún er stundum svo heilsuveil að það er ekki hægt,“ segir Cheryl Lawrence, móðir Emily, sem einnig er með í för. Fjölskyldan segir að bæði landið og þjóðin hafa uppfyllt allar væntingar.Hvað með veðrið? „Kalt. Það er mjög heitt heima þannig að það er dálítið skrýtið að þurfa að klæða sig svo mikið að sumri til,“ segir Emily.
Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtæki gera sextán ára stúlku kleift að láta draum sinn rætast Sextán ára stúlka frá Bandaríkjunum sem er með langvinnan sjúkdóm hefur fengið ósk sína, að ferðast um Ísland, uppfyllta. Hin ýmsu ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi hafa tekið höndum saman og bjóða henni í ferðir og uppihald eftir að auglýst var eftir ódýrum ferðahugmyndum á facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. 14. maí 2017 20:00 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki gera sextán ára stúlku kleift að láta draum sinn rætast Sextán ára stúlka frá Bandaríkjunum sem er með langvinnan sjúkdóm hefur fengið ósk sína, að ferðast um Ísland, uppfyllta. Hin ýmsu ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi hafa tekið höndum saman og bjóða henni í ferðir og uppihald eftir að auglýst var eftir ódýrum ferðahugmyndum á facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. 14. maí 2017 20:00