Formaður Afstöðu telur að ekki sé um brot á siðareglum lögmanna að ræða Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2017 15:57 Litla-Hraun. Vísir/E.Ól. Formaður Afstöðu, félags fanga, telur að meðmælalisti félagsins af lögmönnum, sem lögmennirnir greiða 75 þúsund krónur árlega fyrir setu á, sé ekki brot á siðareglum. Formaðurinn segir listann tilkominn vegna þess að alltof algengt sé að lögmenn sinni föngum með ófullnægjandi hætti. Í umfjöllun Vísis um málið fyrr í dag kemur fram að lögmenn sem vilja komast á meðmælalista Afstöðu, félags fanga, þurfi að greiða fyrir það „hóflegt gjald,“ sem nú er ljóst að eru 75 þúsund krónur árlega. Siðareglur lögmanna kveða á um að þeim sé óheimt að greiða fyrir það að fá til sín skjólstæðinga.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga.AðsentLögmenn á listanum greiða 75 þúsund krónur í árgjaldÍ svari við skriflegri fyrirspurn blaðamanns Vísis segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, að félagið hafi lengi haldið úti heimasíðunni domareiknir.is þar sem fangar og lögmenn geta reiknað út framgang afplánunar. Á síðunni er einnig áðurnefndur listi yfir lögmenn sem styrkja félagið. „Það má taka það fram að það er ekki að ástæðulausu að við setjum upp þennan lista því það er allt of algengt að lögfræðingar sinni okkar félgasmönnum með ófullnægjandi hætti,“ skrifar Guðmundur. „Lögmenn greiða 75.000 kr árgjald, í dag eru 10 lögmenn á listanum og hann er opinn almenningi.“ Þá segir Guðmundur að Afstaða telji að ekki sé um að ræða brot á siðareglum lögmanna og að þeir lögmenn, sem eiga sæti á listanum, telji svo heldur ekki vera. „Þar sem um beina vísun er ekki að ræða telur Afstaða að ekki sé um að brot á siðareglum lögmanna að ræða. Þeir lögmenn á listanum virðast leggja sama skilning í ákvæðið. Afstaða mælir með umræddum lögmönnum en á endanum er það alltaf félagsmaður Afstöðu, eða sá sem treystir mati félagsins, sem velur sér lögmann.“Félagið fær ekki opinbera styrki og því er innheimt fé af lögmönnumGuðmundur segir Afstöðu enn fremur rekna fyrir „sjálfaflafé“ og fái ekki opinbera styrki. Þess vegna séu gjöld innheimt af lögmönnum sem vilja komast á lista félagsins en það sé þó ekki sjálfgefið að þeir lögmenn sem vilji greiða sett gjald komist á listann. „Afstaða er rekin fyrir sjálfaflafé en fær ekki styrki frá hinu opinbera. Því er haft það fyrirkomulag á að heimta gjöld af þeim lögmönnum sem sækja um að komast á umræddan lista. Hins vegar er það stjórn Afstöðu sem tekur afstöðu til þess hverjir fá sæti á listanum, óháð umræddum greiðslum. Það er með öðrum orðum ekki sjálfgefið að lögmaður komist á listann þótt hann sé tilbúinn til þess að greiða gjaldið,“ skrifar Guðmundur. Tengdar fréttir Lögmenn greiði fyrir meðmæli frá föngum Afstaða, félag fanga, fer fram á að lögmenn greiði gjald sem gæti stangast á við siðareglur lögmanna. 9. júlí 2017 11:30 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Formaður Afstöðu, félags fanga, telur að meðmælalisti félagsins af lögmönnum, sem lögmennirnir greiða 75 þúsund krónur árlega fyrir setu á, sé ekki brot á siðareglum. Formaðurinn segir listann tilkominn vegna þess að alltof algengt sé að lögmenn sinni föngum með ófullnægjandi hætti. Í umfjöllun Vísis um málið fyrr í dag kemur fram að lögmenn sem vilja komast á meðmælalista Afstöðu, félags fanga, þurfi að greiða fyrir það „hóflegt gjald,“ sem nú er ljóst að eru 75 þúsund krónur árlega. Siðareglur lögmanna kveða á um að þeim sé óheimt að greiða fyrir það að fá til sín skjólstæðinga.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga.AðsentLögmenn á listanum greiða 75 þúsund krónur í árgjaldÍ svari við skriflegri fyrirspurn blaðamanns Vísis segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, að félagið hafi lengi haldið úti heimasíðunni domareiknir.is þar sem fangar og lögmenn geta reiknað út framgang afplánunar. Á síðunni er einnig áðurnefndur listi yfir lögmenn sem styrkja félagið. „Það má taka það fram að það er ekki að ástæðulausu að við setjum upp þennan lista því það er allt of algengt að lögfræðingar sinni okkar félgasmönnum með ófullnægjandi hætti,“ skrifar Guðmundur. „Lögmenn greiða 75.000 kr árgjald, í dag eru 10 lögmenn á listanum og hann er opinn almenningi.“ Þá segir Guðmundur að Afstaða telji að ekki sé um að ræða brot á siðareglum lögmanna og að þeir lögmenn, sem eiga sæti á listanum, telji svo heldur ekki vera. „Þar sem um beina vísun er ekki að ræða telur Afstaða að ekki sé um að brot á siðareglum lögmanna að ræða. Þeir lögmenn á listanum virðast leggja sama skilning í ákvæðið. Afstaða mælir með umræddum lögmönnum en á endanum er það alltaf félagsmaður Afstöðu, eða sá sem treystir mati félagsins, sem velur sér lögmann.“Félagið fær ekki opinbera styrki og því er innheimt fé af lögmönnumGuðmundur segir Afstöðu enn fremur rekna fyrir „sjálfaflafé“ og fái ekki opinbera styrki. Þess vegna séu gjöld innheimt af lögmönnum sem vilja komast á lista félagsins en það sé þó ekki sjálfgefið að þeir lögmenn sem vilji greiða sett gjald komist á listann. „Afstaða er rekin fyrir sjálfaflafé en fær ekki styrki frá hinu opinbera. Því er haft það fyrirkomulag á að heimta gjöld af þeim lögmönnum sem sækja um að komast á umræddan lista. Hins vegar er það stjórn Afstöðu sem tekur afstöðu til þess hverjir fá sæti á listanum, óháð umræddum greiðslum. Það er með öðrum orðum ekki sjálfgefið að lögmaður komist á listann þótt hann sé tilbúinn til þess að greiða gjaldið,“ skrifar Guðmundur.
Tengdar fréttir Lögmenn greiði fyrir meðmæli frá föngum Afstaða, félag fanga, fer fram á að lögmenn greiði gjald sem gæti stangast á við siðareglur lögmanna. 9. júlí 2017 11:30 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Lögmenn greiði fyrir meðmæli frá föngum Afstaða, félag fanga, fer fram á að lögmenn greiði gjald sem gæti stangast á við siðareglur lögmanna. 9. júlí 2017 11:30
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent